Á mánudagsmorgun voru lögreglumenn í Pennsylvaníu kallaðir til vegna heimiliserja á heimili Margera-fjölskyldunnar í Chester-sýslu. Eftir rannsókn lögreglu kom í ljós að Bam Margera og bróðir hans, Jess Margera, höfðu átt í rifrildi sem endaði með handalögmálum.
Hins vegar flúði Bam af vettvangi inn í nálægan skóg áður en lögreglan kom á staðinn og lýsti lögregla eftir honum í kjölfarið. Hann hefur nú gefið sig fram og að sögn lögfræðings hans, Michael van der Veen, var Bam dreginn fyrir dómara þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu.
Þá sagði van der Veen að „orðrómar um hegðun [Bam Margera] í vikunni væru algjörlega ósannir.“ Jafnframt væri hann við góða heilsu og léttur í lund.
Samkvæmt dómsskýrslum var Margera látin laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund Bandaríkjadölum. Skilyrðin fyrir því að hann yrði látinn laus voru að hann megi ekki eiga í samskiptum við föður sinn, bróður og tvo aðra einstaklinga sem voru í húsinu þegar atvikið átti sér stað og hann megi ekki heldur koma nærri húsinu.