Einn deyr úr ofneyslu á tíu klukkustunda fresti í San Francisco Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2023 11:11 Heimilislausir og svartir eru í sérstökum áhættuhóp þegar kemur að ofneyslu í San Francisco. Getty/Tayfun Coskun Alls létust 200 einstaklingar af völdum ofneyslu fíkniefna í San Francisco fyrstu þrjá mánuði ársins en um er að ræða 41 prósent aukningu frá fyrra ári. Þetta jafngildir því að einstaklingur látist úr ofneyslu á um tíu klukkustunda fresti. Tvöfalt fleiri heimilislausir létust af völdum ofneyslu á tímabilinu janúar og fram í mars heldur en á sama tímabili í fyrra. Þá var þriðjungur látnu svartur, þrátt fyrir að aðeins 5 prósent íbúa San Francisco séu svartir. Aukningin hófst í desember og náði hámarki í janúar, þegar 82 létust. Skömmu áður hafði borgarstjórinn, London Breed, ákveðið að loka Tenderloin Center, dagvistunarúrræði fyrir heimilislausa þar sem boðið var upp á mat og heilbrigðisþjónustu. Miðstöðin hafði einnig heimilað fíknisjúklingum að nota fíkniefni á útisvæði við þjónustumiðstöðina, undir eftirliti, og samkvæmt gögnum frá borgaryfirvöldum höfðu starfsmenn 330 sinnum á þeim ellefu mánuðum sem miðstöðin var starfrækt komið í veg fyrir andlát af völdum ofneyslu með því að gefa Narcan. Narcan er nefúði sem inniheldur naloxone, sem hindrar og snýr við áhrifum ópíóða. Í flestum tilvikum þar sem einstaklingar létust af völdum ofneyslu kom fentanyl við sögu. Þegar ákveðið var að loka þjónustumiðstöðinni sagði borgarstjórinn að það hefði ollið vonbrigðum hversu fáir sem sóttu þjónustuna þáðu meðferð. Breed ákvað á sama tíma að leggja aukna áherslu á löggæslu og ekki síst handtökur fíknefnasala. Guardian hefur eftir Daniel Ciccarone, prófessor í meðferð fíknisjúkdóma við University of California í San Francisco, að aukin áhersla á að refsa fíknisjúklingum hafi aðeins leitt til þess að dauðsföllum af völdum ofneyslu hafi aukist. Hann segir íbúa San Francisco skiptast í tvær fylkingar; aðra sem eigi peninga og vilji fíkniefnin burt af götunum og hina sem telji að réttast sé að taka á vandanum af samkennd og útfrá heilbrigðissjónarmiðum. Ciccarone segir úrræði á borð við þjónustumiðstöðina þurfa meira en ellefu mánuði til að sanna sig og að áþekkar miðstöðvar annars staðar í heiminum, til að mynda Ástralíu, hafi sýnt fram á að það sé hægt að draga úr dauðsföllum af völdum ofneyslu, koma notkuninni af götunum og fólki í meðferð. Gary McCoy hjá baráttusamtökunum HealthRIGHT 360, sem sáu um skaðaminnkunarúrræði Tenderloin Center, segir aukna áherslu á löggæslu ekki aðeins verða til þess að ýta neyslunni „neðanjarðar“. „Þegar fólk hefur ekki öruggan stað til að leita á, þegar það er að nota í dyragáttum og í almenningsrýmum og er hrætt við að nást og verða fangelsað, þá á það til að flýta sér og taka meira,“ segir McCoy. „Og þegar fólk flýtir sér eykst hættan á ofskömmtun.“ Fíkn Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27 Willum Þór með afglæpavæðinguna á ís Willum Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra upplýsti á þinginu fyrr í dag að hann hefði ákveðið að leggja ekki fram fyrirhugað frumvarp um afglæpavæðingu að svo stöddu. 27. apríl 2023 15:01 „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00 Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43 Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01 Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Tvöfalt fleiri heimilislausir létust af völdum ofneyslu á tímabilinu janúar og fram í mars heldur en á sama tímabili í fyrra. Þá var þriðjungur látnu svartur, þrátt fyrir að aðeins 5 prósent íbúa San Francisco séu svartir. Aukningin hófst í desember og náði hámarki í janúar, þegar 82 létust. Skömmu áður hafði borgarstjórinn, London Breed, ákveðið að loka Tenderloin Center, dagvistunarúrræði fyrir heimilislausa þar sem boðið var upp á mat og heilbrigðisþjónustu. Miðstöðin hafði einnig heimilað fíknisjúklingum að nota fíkniefni á útisvæði við þjónustumiðstöðina, undir eftirliti, og samkvæmt gögnum frá borgaryfirvöldum höfðu starfsmenn 330 sinnum á þeim ellefu mánuðum sem miðstöðin var starfrækt komið í veg fyrir andlát af völdum ofneyslu með því að gefa Narcan. Narcan er nefúði sem inniheldur naloxone, sem hindrar og snýr við áhrifum ópíóða. Í flestum tilvikum þar sem einstaklingar létust af völdum ofneyslu kom fentanyl við sögu. Þegar ákveðið var að loka þjónustumiðstöðinni sagði borgarstjórinn að það hefði ollið vonbrigðum hversu fáir sem sóttu þjónustuna þáðu meðferð. Breed ákvað á sama tíma að leggja aukna áherslu á löggæslu og ekki síst handtökur fíknefnasala. Guardian hefur eftir Daniel Ciccarone, prófessor í meðferð fíknisjúkdóma við University of California í San Francisco, að aukin áhersla á að refsa fíknisjúklingum hafi aðeins leitt til þess að dauðsföllum af völdum ofneyslu hafi aukist. Hann segir íbúa San Francisco skiptast í tvær fylkingar; aðra sem eigi peninga og vilji fíkniefnin burt af götunum og hina sem telji að réttast sé að taka á vandanum af samkennd og útfrá heilbrigðissjónarmiðum. Ciccarone segir úrræði á borð við þjónustumiðstöðina þurfa meira en ellefu mánuði til að sanna sig og að áþekkar miðstöðvar annars staðar í heiminum, til að mynda Ástralíu, hafi sýnt fram á að það sé hægt að draga úr dauðsföllum af völdum ofneyslu, koma notkuninni af götunum og fólki í meðferð. Gary McCoy hjá baráttusamtökunum HealthRIGHT 360, sem sáu um skaðaminnkunarúrræði Tenderloin Center, segir aukna áherslu á löggæslu ekki aðeins verða til þess að ýta neyslunni „neðanjarðar“. „Þegar fólk hefur ekki öruggan stað til að leita á, þegar það er að nota í dyragáttum og í almenningsrýmum og er hrætt við að nást og verða fangelsað, þá á það til að flýta sér og taka meira,“ segir McCoy. „Og þegar fólk flýtir sér eykst hættan á ofskömmtun.“
Fíkn Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27 Willum Þór með afglæpavæðinguna á ís Willum Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra upplýsti á þinginu fyrr í dag að hann hefði ákveðið að leggja ekki fram fyrirhugað frumvarp um afglæpavæðingu að svo stöddu. 27. apríl 2023 15:01 „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00 Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43 Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01 Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27
Willum Þór með afglæpavæðinguna á ís Willum Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra upplýsti á þinginu fyrr í dag að hann hefði ákveðið að leggja ekki fram fyrirhugað frumvarp um afglæpavæðingu að svo stöddu. 27. apríl 2023 15:01
„Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00
Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43
Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01
Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59
„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40