Hlaupa þangað til að það er bara einn eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 13:31 Það verður mikil stemming á stígunum í Öskjuhlíðinni um helgina. Bakgarður Náttúruhlaupa Bestu ofurhlauparar landsins ætla að eyða helginni í Öskjuhlíðinni því fram undan er eitt stærsta Bakgarðshlaupið ársins á Íslandi. Bakgarður Náttúruhlaupa fór fram í september síðastliðnum og vakti athygli sem og heimsmeistaramót landsliða í október. Þá var hlaupið um Heiðmörk og Elliðaárdal en Bakgarður 101, sem er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa, fer fram í Öskjuhlíð. Bakgarður 101 keppnin verður haldin í annað sinn í ár. Keppnin hefst við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð og fer leiðin um skemmtilega stíga Öskjuhlíðar og góða göngustíga með fram henni og Nauthólsvík (um 60% malar- og náttúrustígar og 40% malbik). „Þetta er frekar sérstakt hlaup þar sem hlauparar hlaupa sama hringinn sem er 6,7 kílómetra langur. Það er alltaf lagt af stað í nýjan hring á heila tímanum. Við ræsum klukkan níu á laugardagsmorgunn. Hlaupið er síðan í gangi þangað til að það er bara einn eftir. Það er bara einn sem klárar síðasta hringinn,“ sagði hlaupadrottningin Elísabet Margeirsdóttir í samtali við Guðjón Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. En eru einhverjar stjörnur með að þessu sinni? „Það eru þekktar Bakgarðsstjörnur með getum við sagt. Það er til dæmis Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson. Þau eru skráð til leiks og áttu ótrúlegt hlaup í sama hlaupi fyrir ári síðan og Mari setti þá Íslandsmet með því að hlaupa 43 hringi,“ sagði Elísabet. „Þau eru að mætast en ætla ekki að fara alla leið heldur nota þetta sem æfingakeppni því þau tvö eru að fara í stóra bakgarðskeppni í Þýskalandi seinna í maí. Við erum með nokkur sem voru til dæmis í landsliðinu í haust og eiga þrjátíu hringi. Svo erum við með nokkur sem hafa farið áður 24 hringi. Það verður mjög spennandi að sjá hvað þetta fólk mun gera um helgina. Það eru 150 skráðir til leiks og hlaupið er fullt,“ sagði Elísabet. Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og Vísi alla helgina. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Reykti einn pakka af sígarettum á meðan hann kláraði maraþonhlaup Það reynir mikið á lungun að hlaupa heilt maraþonhlaup og góð byrjun í að undirbúa sig fyrir slík hlaup er að reykja ekki. Það er þó einn maður sem hlustar ekkert á svoleiðis ráð. 17. nóvember 2022 09:30 Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00 Vildi hlaupa lengur eftir að Mari datt úr leik Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins. 18. október 2022 08:31 Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Þorleifur vann Bakgarðshlaupið Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar. 17. október 2022 06:44 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Bakgarður Náttúruhlaupa fór fram í september síðastliðnum og vakti athygli sem og heimsmeistaramót landsliða í október. Þá var hlaupið um Heiðmörk og Elliðaárdal en Bakgarður 101, sem er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa, fer fram í Öskjuhlíð. Bakgarður 101 keppnin verður haldin í annað sinn í ár. Keppnin hefst við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð og fer leiðin um skemmtilega stíga Öskjuhlíðar og góða göngustíga með fram henni og Nauthólsvík (um 60% malar- og náttúrustígar og 40% malbik). „Þetta er frekar sérstakt hlaup þar sem hlauparar hlaupa sama hringinn sem er 6,7 kílómetra langur. Það er alltaf lagt af stað í nýjan hring á heila tímanum. Við ræsum klukkan níu á laugardagsmorgunn. Hlaupið er síðan í gangi þangað til að það er bara einn eftir. Það er bara einn sem klárar síðasta hringinn,“ sagði hlaupadrottningin Elísabet Margeirsdóttir í samtali við Guðjón Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. En eru einhverjar stjörnur með að þessu sinni? „Það eru þekktar Bakgarðsstjörnur með getum við sagt. Það er til dæmis Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson. Þau eru skráð til leiks og áttu ótrúlegt hlaup í sama hlaupi fyrir ári síðan og Mari setti þá Íslandsmet með því að hlaupa 43 hringi,“ sagði Elísabet. „Þau eru að mætast en ætla ekki að fara alla leið heldur nota þetta sem æfingakeppni því þau tvö eru að fara í stóra bakgarðskeppni í Þýskalandi seinna í maí. Við erum með nokkur sem voru til dæmis í landsliðinu í haust og eiga þrjátíu hringi. Svo erum við með nokkur sem hafa farið áður 24 hringi. Það verður mjög spennandi að sjá hvað þetta fólk mun gera um helgina. Það eru 150 skráðir til leiks og hlaupið er fullt,“ sagði Elísabet. Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og Vísi alla helgina.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Reykti einn pakka af sígarettum á meðan hann kláraði maraþonhlaup Það reynir mikið á lungun að hlaupa heilt maraþonhlaup og góð byrjun í að undirbúa sig fyrir slík hlaup er að reykja ekki. Það er þó einn maður sem hlustar ekkert á svoleiðis ráð. 17. nóvember 2022 09:30 Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00 Vildi hlaupa lengur eftir að Mari datt úr leik Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins. 18. október 2022 08:31 Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Þorleifur vann Bakgarðshlaupið Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar. 17. október 2022 06:44 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Reykti einn pakka af sígarettum á meðan hann kláraði maraþonhlaup Það reynir mikið á lungun að hlaupa heilt maraþonhlaup og góð byrjun í að undirbúa sig fyrir slík hlaup er að reykja ekki. Það er þó einn maður sem hlustar ekkert á svoleiðis ráð. 17. nóvember 2022 09:30
Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00
Vildi hlaupa lengur eftir að Mari datt úr leik Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins. 18. október 2022 08:31
Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00
„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09
Þorleifur vann Bakgarðshlaupið Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar. 17. október 2022 06:44