Körfubolti

Sjáðu fagnaðar­læti Ís­lands­meistara Vals þegar bikarinn fór á loft

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikil gleði, mikið gaman.
Mikil gleði, mikið gaman. Vísir/Hulda Margrét

Valur varð Íslandsmeistari kvenna í körfubolta á föstudagskvöld. Eðlilega fylgdu því mikil fagnaðarlæti og sjá má stemninguna á Hlíðarenda þegar bikarinn fór á loft í mynbandinu hér að neðan.

Valur vann Keflavík með fjögurra stiga mun í fjórða leik liðanna, lokatölur 72-68. Var þetta þriðji sigur Vals í seríunni og því ljóst að liðið var orðið Íslandsmeistari.

Valskonur eru ekki óvanar því að lyfta titlum en eðlilega voru fagnaðarlætin gríðarleg í leikslok. Sérstaklega í ljósi þess að Keflavík er deildarmeistari og framan af tímabili var frekað búist við Haukum og Keflavík í úrslitum heldur en Val.

Það gekk hins vegar ekki eftir og Valur er Íslandsmeistari 2023. Sjá má fagnaðarlæti Valskvenna hér að neðan.

Klippa: Sjáðu fagnaðarlæti Íslandsmeistara Vals

Tengdar fréttir

Embla: Vissum að þetta kæmi á endanum ef við héldum áfram allan leikinn

Embla Kristínardóttir var hetja Valskvenna þegar hún skoraði þrjú af fimm síðustu stig liðsins sem gerði það að verkum að Valur vann Keflavík 72-68 og einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 3-1. Embla setti niður þriggja stiga skot til að koma Valskonum yfir áður en Hildur Björg Kjartansdóttir setti niður tvö víti til að klára leikinn að fullu.

Kiana: Það trúði engin að við myndum vinna mótið

Kiana Johnson var valin besti leikmaður úrslitakeppni Subway deildar kvenna þegar uppi var staðið. Hún leiddi Valskonur til sigurs í kvöld og einvíginu við Keflavík og hampaði titlinum. Hún skilaði 13 stigum, átta fráköstum og fimm stoðsendingum í kvöld þegar Valskonur unnu fjórða leikinn 72-68. Hún taldi að vantrú annarra hafi drifið Valsliðið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×