Handbolti

„Er búið hjá okkur núna og við höfum ekkert meira um þetta að segja“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti góðan leik gegn Ísrael.
Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti góðan leik gegn Ísrael. Vísir/Vilhelm

„Við spiluðum þetta vel, það opnaðist vel fyrir mig. Vildu ekkert hleypa Óðni [Þór Ríkharðssyni] inn svo þetta endaði allt á mér,“ sagði landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, léttur um sigur Íslands í Ísrael á dögunum. Hann verður með íslenska liðinu sem mætir Eistlandi í Laugardalshöll á morgun, sunnudag.

Donni fór mikinn gegn Ísrael og var spurður út þann þægilega sigur þegar hann ræddi við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag.

„Þetta var algjör liðssigur. Eins og við sögðum áðan, þetta er ekkert komið. Eigum enn einn leik eftir og stefnum á að sigra hann.“

Donni var spurður út í mál hans og Björgvins Páls Gústavssonar, markvarðar íslenska landsliðsins.

„Þetta er búið hjá okkur núna og við höfum ekkert meira um þetta að segja. Ætlum bara að halda áfram veginn.“

„Já,“ svaraði Donni og brosti er hann var spurður hvort menn væru bara vinir í dag.

Um leikinn gegn Eistlandi: „Þetta er skyldusigur myndi ég segja. Maður veit ekki hvernig þeir ætli að mæta á móti okkur. Hvort þeir geri eitthvað sem við erum ekki viðbúnir, eins og Ísrael gerði. Þeir komu mjög framarlega og við vorum ekki tilbúnir fyrstu fimm en svo aðlöguðum við okkur að því. Þetta er skyldusigur en maður þarf alltaf að taka skrefin fyrst.“

Klippa: Donni um mál sitt og Björgvins Páls: Er búið hjá okkur núna og við höfum ekkert meira um þetta að segja

Um þjálfaramál Íslands: „Alls engin. Við erum fagmenn og við horfum á leikina, spilum okkar leik og sjáum svo hvað stjórnin ákveður. Kemur okkur ekki við.“


Tengdar fréttir

Fann vilja hjá Björgvini og Donna til að leysa málið

Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari karla í handbolta, segir hafa verið einfalt að leysa deilu Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, sem báðir hafi verið allir af vilja gerðir að finna lausn. Þeir eru báðir í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni í undankeppni EM í janúar.

Björgvin og Kristján báðir í landsliðinu

Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í landsliðshópnum sem valinn hefur verið fyrir síðustu leikina í undankeppni EM í handbolta. Einn nýliði er í hópnum.

„Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“

„Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×