Innlent

Æfðu við­bragð við flug­slysi á Bíldu­dal

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Heitt var í kolunum á Bíldudalsflugvelli í morgun þegar viðbragðsaðilar æfðu viðbragð við flugslysi.
Heitt var í kolunum á Bíldudalsflugvelli í morgun þegar viðbragðsaðilar æfðu viðbragð við flugslysi. Landsbjörg

Flugslysaæfing fór fram á Bíldudalsflugvelli í morgun. Samkvæmt Landsbjörgu fór allt vel fram og náðust öll markmiðin sem voru sett.

Góður taktur var í samvinnu hinna ýmsu viðbragðsaðila á reglulegri flugslysaæfingu á Bíldudalsflugvelli í morgun. Samkvæmt Jóni Þór Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, náðist að leysa öll skilgreind verkefni. Æfingin gekk vel og öll markmiðin sem sett höfðu verið náðust.

„Viðbúið var að lykkjufall yrði á stöku stöðum, en ávallt tókst að bregðast við þeim og halda áfram,“ segir Jón Þór. Æfingar á borð við þessa séu einmitt til þess fallnar að kalla fram hnökrana og lykkjuföllin svo hægt sé að greina þau og bæta úr. Það hafi lukkast einstaklega vel þennan sólríka og svala laugardagsmorgun.

Börn léku þolendur

Æfingin, sem er haldin af ISAVIA, hófst klukkan 11 í morgun og að henni komu viðbragðsaðilar frá björgunarsveitum, slökkviliði, sjúkraflutningum, lögreglu, Rauða krossinum, heilbrigðiskerfinu og ISAVIA.

Þá tóku börn úr grunnskólunum á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði þátt og léku þolendur slyssins. Alls tóku 80 manns þátt í æfingunni.

Landsbjörg

Landsbjörg

Landsbjörg

Landsbjörg

Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×