„Þegar vörnin smellur saman hjá okkur verður þetta miklu einfaldara“ Kári Mímisson skrifar 29. apríl 2023 18:10 Lena Margrét Valdimarsdóttir stekkur upp og skýtur að marki. Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög glöð að hafa náð að klára þetta sérstaklega í framlengingunni. Mér fannst við koma sterkari inn í framlenginguna og ætluðum við að klára þetta. Ég er mjög sátt að vera allavega komin með einn sigur.“ Sagði sátt og glöð Lena Margrét Valdimarsdóttir eftir frábæran sigur Stjörnunnar á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Leikurinn í dag var sannkallaður háspennutryllir og þurfti að framlengja leikinn til að skera úr um sigurvegar. Það fór svo að lokum að Stjarnan hafði betur í framlengingunni og sigraði 28-32.Það var ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Lena Margrét náði að stela boltanum og skora úr hraðaupphlaupi í seinni hálfleik framlengingarinnar. Lena Margrét segist að henni hafði þótt þetta verið komið þegar hún sá að boltinn endaði í markinu. „Við vinnum boltann og ég gleymi mér smá þegar við vinnum boltann. Ég ætlaði alltaf að keyra en svo kom þessi 50/50 sending sem endar með marki. Mér fannst við vera komnar með þetta þá. Við vorum þá komnar þremur mörkum yfir og tvær og hálf, þrjár mínútur eftir. Í framlengingu er smá erfitt að skora mörk, maður er svo búinn á því. Mér fannst þetta mark klára leikinn og mér leið mjög vel þegar ég sá boltann í netinu.“ Þegar spurt er að því hvað þær geti tekið með sér úr þessum leik eru svörin skýr frá Lenu Margréti sem vill sjá liðið spila betri varnarleik frá fyrstu mínútu leiksins. „Í seinni hálfleik náðum við að spila miklu betri vörn og mér finnst að þegar vörnin smellur saman hjá okkur þá verður þetta miklu einfaldara. Við verðum að passa að byrja leikinn á mánudaginn strax, mér þótti við byrja smá seint og vorum komnar með 10 mörk á okkur eftir bara tíu mínútur, korter sem er allt of mikið. Það gengur ekkert að byrja leikinn slakandi og ætla svo að vinna það til baka, þær eru allt of góðar fyrir það.“ Olís-deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Leikurinn í dag var sannkallaður háspennutryllir og þurfti að framlengja leikinn til að skera úr um sigurvegar. Það fór svo að lokum að Stjarnan hafði betur í framlengingunni og sigraði 28-32.Það var ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Lena Margrét náði að stela boltanum og skora úr hraðaupphlaupi í seinni hálfleik framlengingarinnar. Lena Margrét segist að henni hafði þótt þetta verið komið þegar hún sá að boltinn endaði í markinu. „Við vinnum boltann og ég gleymi mér smá þegar við vinnum boltann. Ég ætlaði alltaf að keyra en svo kom þessi 50/50 sending sem endar með marki. Mér fannst við vera komnar með þetta þá. Við vorum þá komnar þremur mörkum yfir og tvær og hálf, þrjár mínútur eftir. Í framlengingu er smá erfitt að skora mörk, maður er svo búinn á því. Mér fannst þetta mark klára leikinn og mér leið mjög vel þegar ég sá boltann í netinu.“ Þegar spurt er að því hvað þær geti tekið með sér úr þessum leik eru svörin skýr frá Lenu Margréti sem vill sjá liðið spila betri varnarleik frá fyrstu mínútu leiksins. „Í seinni hálfleik náðum við að spila miklu betri vörn og mér finnst að þegar vörnin smellur saman hjá okkur þá verður þetta miklu einfaldara. Við verðum að passa að byrja leikinn á mánudaginn strax, mér þótti við byrja smá seint og vorum komnar með 10 mörk á okkur eftir bara tíu mínútur, korter sem er allt of mikið. Það gengur ekkert að byrja leikinn slakandi og ætla svo að vinna það til baka, þær eru allt of góðar fyrir það.“
Olís-deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti