Maðurinn, sem heitir Francisco Oropeza, er 38 ára gamall en hann skaut nágranna sína eftir þeir báðu hann um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Meðal fórnarlamba var átta ára gamalt barn.
Því næst flúði maðurinn vettvang og er enn ekki fundinn. Fyrst um sinn var notast við farsímagögn til að reyna að finna hann en hann hefur nú losað sig við símann sinn. Lögreglustjórinn í San Jacinto-sýslu sagði á blaðamannafundi í dag að Oropeza gæti verið hvar sem er. Lögreglan nýtur aðstoðar Alríkislögreglu Bandaríkjanna við leitina að manninum.
Fimm manns lifðu árásina af en í húsinu bjuggu alls tíu manns frá Hondúras. Nokkrir íbúanna höfðu flutt þangað frá Houston einungis nokkrum dögum fyrr