Enski boltinn

Man City fór létt með botn­liðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Manchester City skoraði fjögur.
Manchester City skoraði fjögur. Tim Markland/Getty Images

Manchester City vann Reading 4-1 í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu.

Gestirnir komust óvænt yfir strax á fyrstu mínútu leiks þegar Sanne Troelsgaard kom boltanum í netið. Man City jafnaði metin eftir stundarfjórðung þegar Chloe Kelly skoraði eftir sendingu frá Khadija Shaw.

Shaw sjálf skoraði svo um miðbik fyrri hálfleiks og staðan 2-1 í hálfleik. Man City gerði út um leikinn snemma í síðari hálfleik. Kelly þá með sendinguna á Lauren Hemp sem skilaði boltanum í netið.

Stephanie Houghton skoraði fjórða mark Man City þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Man City vann 4-1 sigur.

Man City er komið upp í 2. sæti deildarinnar með 44 stig, þremur stigum minna en topplið Manchester United. Chelsea er svo í 3. sæti með 40 stig með þrjá leiki til góða á Manchester-liðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×