Stefnir í greiðsluþrot í júní verði skuldaþakið ekki hækkað Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2023 11:03 Lögbundið þak er á skuldir bandarísku alríkisstjórnarinnar. Útlit er fyrir að ríkissjóðir klára reiðufé sitt innan fjögurra vikna ef Bandaríkjaþing grípur ekki í taumana. Vísir/Getty Bandaríska alríkisstjórnin gæti lent í greiðsluþroti strax um mánaðamótin samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkisins í tæka tíð, að sögn Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Repúblikanar krefjast mikils niðurskurðar gegn því að þeir samþykki það. Lögbundið þak er á skuldir bandarísku alríkisstjórnarinnar. Það hljóðar nú upp á 31 billjón dollara og náðist það í janúar. Ríkisstjórn Joes Biden forseta hefur síðan beitt neyðaraðgerðum til þess að halda rekstri ríkisins gangandi þar til að þingið hækkar þakið eða fellir það niður. Þing og forseti hafa ítrekað þurft að semja um að hækka þakið til þess að alríkisstjórnin geti fjármagnað starfsemi sína og greitt skuldir sínar undanfarin ár. Síðast var það gert árið 2021. Báðir flokkar bera ábyrgð á skuldasöfnun sem hefur átt sér stað um árabil. Repúblikanar, sem eru margir hverjir hugmyndafræðilega andvígir vaxandi útgjöldum ríkisins, hafa ítrekað hótað að samþykkja ekki að hækka eða fella niður skuldaþakið þegar demókrati er í Hvíta húsinu til þess að stöðva stefnumál hans. Þeir hækkuðu þakið aftur á móti í þrígang í forsetatíð Donalds Trump möglunarlaust og nutu til þess stuðnings þingmanna demókrata. Sama er uppi á teningnum nú. Repúblikanar samþykktu á dögunum frumvarp sem fæli það í sér að útgjöld alríkisstjórnarinnar yrðu skorin niður um fimmtán prósent næsta áratuginn. Auk þess vilja þeir drepa loftslagsaðgerðir Biden, draga tennurnar úr eftirliti með skattsvikum og fella niður skuldafyrirgefningu námslána gegn því að þeir samþykki að hækka þakið í skamma stund. Biden hafnaði tillögu repúblikana. Hann krefst þess að þingið samþykkja að hækka þakið skilyrðislaust. Efnahagslegar hamfarir komi til þrots Nú er orðið aðsteðjandi að hækka skuldaþakið. Yellen fjármálaráðherra lét Bandaríkjaþing vita í gær að fjármálaráðuneytið teldi að ríkissjóður gæti lent í greiðsluþroti strax 1. júní verði skuldaþakið ekki hækkað eða fellt niður. Ekki sé þó hægt að spá nákvæmlega fyrir um dagsetninguna þegar ríkið þrýtur reiðufé. Sjálfstæð fjárlagaskrifstofu Bandaríkjaþings tilkynnti einnig í gær að hún telji aukna hættu á að ríkissjóður lendi í greiðsluþroti í júní vegna lægri skatttekna en reiknað hafði verið með í apríl, að sögn AP-fréttastofunnar. Yellen varaði sérstaklega við því að þingmenn biðu fram á elleftu stundu með að hækka þakið. Fyrri reynsla hafi sýnt að það gæti haft alvarlega efnahagslegar afleiðingar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjaþing til þess að hækka skuldaþakið eða fella það niður tafarlaust í gær.AP/Manuel Balce Ceneta Færi bandaríska alríkisstjórnin í greiðsluþrot gæti það þýtt efnahagslegar hamfarir, ekki aðeins fyrir Bandaríkin, heldur fyrir heimsbyggðina. Rekstur alríkisstofnana gæti stöðvast, opinberir starfsmenn fengju ekki greitt og lánshæfismat Bandaríkjanna lækkaði. Það þýddi hærri vexti fyrir það opinbera, fyrirtæki og einstaklinga og líklega efnahagslegan samdrátt sem gæti drepið heimshagkerfið í dróma. Áætlað er að það hafi kostað bandaríska skattgreiðendur um milljarð dollara í hærri vexti á ríkisskuldabréf þegar aðeins nokkrum dögum munaði að ríkið lenti í greiðsluþroti árið 2011. Þá sem nú notaði þingmeirihluti repúblikana skuldaþakið sem tól til að berja á Barack Obama forseta. Jafnvel þó að ríkið hafi ekki farið í þrot leiddi þráteflið til óróa á mörkuðum og lækkunar á lánshæfismati ríkissjóðs, að sögn Washington Post. Matsfyrirtæki hafa þegar varað við því að lánshæfi alríkisstjórnarinnar gæti enn lækkað semji Bandaríkjaþing ekki um að hækka þakið á næstunni. Joe Biden hefur engan áhuga á að semja við repúblikana um að drepa helstu stefnumál sín gegn því að þeir samþykki að leyfa ekki alríkisstjórninni að fara í þrot.Win McNamee/Getty Ræða málin í næstu viku Fram að þessu hefur Biden staðfastlega neitað að semja við repúblikana um hækkun eða niðurfellingu skuldaþaksins. Hann sé tilbúinn að ræða ríkisfjármál ef repúblikanar leggja fram skýra áætlun um hvernig þeir ætla sér að rétta úr rekstri ríkisins. Innanflokkserjur innan Repúblikanaflokksins þýða að þeir eiga erfitt með að tala einni röddu í þeim efnum. Það kostaði Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar þingins, blóð svita og tár að fá flokksystkini sín til þess að samþykkja tillöguna um hækkun skuldaþaksins í síðustu viku. Óljóst er hvort hann geti reitt sig á að þingflokkurinn standi saman í átökum næstu vikna. Nú virðist Biden ætla að láta undan og semja um skuldaþakið. Hann hefur boðið leiðtogum flokkanna í báðum deildum þingsins til fundar við sig um málið í næstu viku. Biden var engu að síður harðorður í garð repúblikana. Sakaði hann þá um að leggja fram öfgafulla tillögu um hækkun skuldaþaksins sem fæli í sér niðurskurð á nauðsynlegum opinberum fjárútlátum. Um sextíu þúsund grunnaskólakennurum yrði sagt upp störfum og milljónir snauðra fjölskyldna misstu aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð með áætlun repúblikana. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi repúblikana. Hann sakar Biden forseta um aðgerðaleysi.AP/Matt Rourke Benti forsetinn á að ekki þyrfti að hækka skuldaþakið vegna útgjalda ríkisstjórnar hans. Gagnrýndi hann Trump forvera sinn fyrir að hlaða skuldum á ríkið í sinni forsetatíð. McCarthy gaf lítið fyrir fundarboð Biden og sakaði forsetinn um aðgerðaleysi. Hann hætti nú á að klaufast í átt að fyrsta greiðsluþroti í sögu Bandaríkjanna. Bandaríkin Fjármálamarkaðir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Lögbundið þak er á skuldir bandarísku alríkisstjórnarinnar. Það hljóðar nú upp á 31 billjón dollara og náðist það í janúar. Ríkisstjórn Joes Biden forseta hefur síðan beitt neyðaraðgerðum til þess að halda rekstri ríkisins gangandi þar til að þingið hækkar þakið eða fellir það niður. Þing og forseti hafa ítrekað þurft að semja um að hækka þakið til þess að alríkisstjórnin geti fjármagnað starfsemi sína og greitt skuldir sínar undanfarin ár. Síðast var það gert árið 2021. Báðir flokkar bera ábyrgð á skuldasöfnun sem hefur átt sér stað um árabil. Repúblikanar, sem eru margir hverjir hugmyndafræðilega andvígir vaxandi útgjöldum ríkisins, hafa ítrekað hótað að samþykkja ekki að hækka eða fella niður skuldaþakið þegar demókrati er í Hvíta húsinu til þess að stöðva stefnumál hans. Þeir hækkuðu þakið aftur á móti í þrígang í forsetatíð Donalds Trump möglunarlaust og nutu til þess stuðnings þingmanna demókrata. Sama er uppi á teningnum nú. Repúblikanar samþykktu á dögunum frumvarp sem fæli það í sér að útgjöld alríkisstjórnarinnar yrðu skorin niður um fimmtán prósent næsta áratuginn. Auk þess vilja þeir drepa loftslagsaðgerðir Biden, draga tennurnar úr eftirliti með skattsvikum og fella niður skuldafyrirgefningu námslána gegn því að þeir samþykki að hækka þakið í skamma stund. Biden hafnaði tillögu repúblikana. Hann krefst þess að þingið samþykkja að hækka þakið skilyrðislaust. Efnahagslegar hamfarir komi til þrots Nú er orðið aðsteðjandi að hækka skuldaþakið. Yellen fjármálaráðherra lét Bandaríkjaþing vita í gær að fjármálaráðuneytið teldi að ríkissjóður gæti lent í greiðsluþroti strax 1. júní verði skuldaþakið ekki hækkað eða fellt niður. Ekki sé þó hægt að spá nákvæmlega fyrir um dagsetninguna þegar ríkið þrýtur reiðufé. Sjálfstæð fjárlagaskrifstofu Bandaríkjaþings tilkynnti einnig í gær að hún telji aukna hættu á að ríkissjóður lendi í greiðsluþroti í júní vegna lægri skatttekna en reiknað hafði verið með í apríl, að sögn AP-fréttastofunnar. Yellen varaði sérstaklega við því að þingmenn biðu fram á elleftu stundu með að hækka þakið. Fyrri reynsla hafi sýnt að það gæti haft alvarlega efnahagslegar afleiðingar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjaþing til þess að hækka skuldaþakið eða fella það niður tafarlaust í gær.AP/Manuel Balce Ceneta Færi bandaríska alríkisstjórnin í greiðsluþrot gæti það þýtt efnahagslegar hamfarir, ekki aðeins fyrir Bandaríkin, heldur fyrir heimsbyggðina. Rekstur alríkisstofnana gæti stöðvast, opinberir starfsmenn fengju ekki greitt og lánshæfismat Bandaríkjanna lækkaði. Það þýddi hærri vexti fyrir það opinbera, fyrirtæki og einstaklinga og líklega efnahagslegan samdrátt sem gæti drepið heimshagkerfið í dróma. Áætlað er að það hafi kostað bandaríska skattgreiðendur um milljarð dollara í hærri vexti á ríkisskuldabréf þegar aðeins nokkrum dögum munaði að ríkið lenti í greiðsluþroti árið 2011. Þá sem nú notaði þingmeirihluti repúblikana skuldaþakið sem tól til að berja á Barack Obama forseta. Jafnvel þó að ríkið hafi ekki farið í þrot leiddi þráteflið til óróa á mörkuðum og lækkunar á lánshæfismati ríkissjóðs, að sögn Washington Post. Matsfyrirtæki hafa þegar varað við því að lánshæfi alríkisstjórnarinnar gæti enn lækkað semji Bandaríkjaþing ekki um að hækka þakið á næstunni. Joe Biden hefur engan áhuga á að semja við repúblikana um að drepa helstu stefnumál sín gegn því að þeir samþykki að leyfa ekki alríkisstjórninni að fara í þrot.Win McNamee/Getty Ræða málin í næstu viku Fram að þessu hefur Biden staðfastlega neitað að semja við repúblikana um hækkun eða niðurfellingu skuldaþaksins. Hann sé tilbúinn að ræða ríkisfjármál ef repúblikanar leggja fram skýra áætlun um hvernig þeir ætla sér að rétta úr rekstri ríkisins. Innanflokkserjur innan Repúblikanaflokksins þýða að þeir eiga erfitt með að tala einni röddu í þeim efnum. Það kostaði Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar þingins, blóð svita og tár að fá flokksystkini sín til þess að samþykkja tillöguna um hækkun skuldaþaksins í síðustu viku. Óljóst er hvort hann geti reitt sig á að þingflokkurinn standi saman í átökum næstu vikna. Nú virðist Biden ætla að láta undan og semja um skuldaþakið. Hann hefur boðið leiðtogum flokkanna í báðum deildum þingsins til fundar við sig um málið í næstu viku. Biden var engu að síður harðorður í garð repúblikana. Sakaði hann þá um að leggja fram öfgafulla tillögu um hækkun skuldaþaksins sem fæli í sér niðurskurð á nauðsynlegum opinberum fjárútlátum. Um sextíu þúsund grunnaskólakennurum yrði sagt upp störfum og milljónir snauðra fjölskyldna misstu aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð með áætlun repúblikana. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi repúblikana. Hann sakar Biden forseta um aðgerðaleysi.AP/Matt Rourke Benti forsetinn á að ekki þyrfti að hækka skuldaþakið vegna útgjalda ríkisstjórnar hans. Gagnrýndi hann Trump forvera sinn fyrir að hlaða skuldum á ríkið í sinni forsetatíð. McCarthy gaf lítið fyrir fundarboð Biden og sakaði forsetinn um aðgerðaleysi. Hann hætti nú á að klaufast í átt að fyrsta greiðsluþroti í sögu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Fjármálamarkaðir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira