„Það þýðir ekkert að semja við Rússa“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. maí 2023 10:54 Óskar Hallgrímsson ræddi um stöðuna í Úkraínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Óskar Hallgrímsson, sem búsettur er í Kyiv í Úkraínu, telur að stríðið í Úkraínu eigi eftir að klárast í ár eða á næsta ári. Hann telur að eina leiðin til að stríðið endi sé sú að Rússland gefist upp, það þýði ekki að semja við þá. Bandarísk stjórnvöld áætla að yfir tuttugu þúsund Rússar hafi fallið í bardögum í Úkraínu síðan í síðastliðnum desember. Þetta kom fram í máli talsmanns þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, John Kirby sem vísar í skjöl sem leynd var nýlega aflétt af. Hann segir ennfremur að talið sé að til viðbótar hafi um áttatíu þúsund hermenn særst í átökunum á sama tíma. „Það hallar svakalega á Rússa, það hallar ekki bara á þá aðeins, þeir eru algjörlega að henda fólki. Það virðist vera nánast engin virðing borin fyrir mannslífum,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um helmingur hinna föllnu kemur úr röðum Wagner málaliðasveitanna sem hafa háð harða bardaga um borgina Bakhmut í austurhluta landsins. Rússar hafa nú náð stærstum hluta Bakhmut á sitt vald en Úkraínumenn halda enn litlum hluta borgarinnar. Rússar sækja hart að þeim en mannfall í þeirra röðum hefur verið gífurlegt fyrir vikið. „Þeir eru að halda Rússunum inni í Bakhmut, þeir eru að hörfa en mjög hægt og mjög skipulagt. Hafa það þannig að þeir reyna að bjarga eins mikið af mannslífum og mögulegt er á meðan það er hægt að halda línunni. Það er bara staðan þar eins og hún er núna. Rússar eru að setja allt sem þeir geta í að reyna að taka þessa 10-15 metra á dag sem þeir eru að taka að meðaltali. Það veit enginn af hverju en þeir eru að gera það.“ Óskar segir Úkraínu nýta sér það að halda öllum sínum reyndu hermönnum á litlu svæði. Á endanum muni þó Bakhmut falla. „Því í rauninni er ekkert eftir af henni, því miður.“ Stríðið taki enda í ár eða á næsta ári Óskar er á því að stríðið eigi ekki eftir að standa yfir í mörg ár í viðbót. „Stríðið klárast að mínu mati persónulega á þessu ári eða á næsta ári. Ég skal allavega segja það að mesti bardaginn, þessi stóri, stóri bardagi - hann klárast á þessu ári,“ segir hann. „Ég er ekki sérfræðingur en ég er búinn að lifa og hrærast í þessu stríði núna í ár og er búinn að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki. Það sem ég er búinn að sjá er að Úkraína er að berjast í þessu stríði mjög skipulagt. Þeir reyna eins og þeir geta að vernda mannslíf og eigin bæi, borgir og annað.“ Hann telur ekki að stríðið taki enda með samkomulagi heldur með því að önnur hliðin gefist upp, það er að segja Rússland. „Það er það sem flest allir sérfræðingar eru að tala um, bæði hernaðarsérfræðingar, geópólitískir sérfræðingar, það eru allir búnir að sjá það,“ segir hann. „Mér sýnist það vera þannig heima á Íslandi að flestir eru á þeim buxunum að þeir sjá að það þýðir ekkert að semja við Rússa. Það þýðir ekkert, þeir bara ráðast á börn og sjúkrahús, og það skiptir engu máli.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bítið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld áætla að yfir tuttugu þúsund Rússar hafi fallið í bardögum í Úkraínu síðan í síðastliðnum desember. Þetta kom fram í máli talsmanns þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, John Kirby sem vísar í skjöl sem leynd var nýlega aflétt af. Hann segir ennfremur að talið sé að til viðbótar hafi um áttatíu þúsund hermenn særst í átökunum á sama tíma. „Það hallar svakalega á Rússa, það hallar ekki bara á þá aðeins, þeir eru algjörlega að henda fólki. Það virðist vera nánast engin virðing borin fyrir mannslífum,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um helmingur hinna föllnu kemur úr röðum Wagner málaliðasveitanna sem hafa háð harða bardaga um borgina Bakhmut í austurhluta landsins. Rússar hafa nú náð stærstum hluta Bakhmut á sitt vald en Úkraínumenn halda enn litlum hluta borgarinnar. Rússar sækja hart að þeim en mannfall í þeirra röðum hefur verið gífurlegt fyrir vikið. „Þeir eru að halda Rússunum inni í Bakhmut, þeir eru að hörfa en mjög hægt og mjög skipulagt. Hafa það þannig að þeir reyna að bjarga eins mikið af mannslífum og mögulegt er á meðan það er hægt að halda línunni. Það er bara staðan þar eins og hún er núna. Rússar eru að setja allt sem þeir geta í að reyna að taka þessa 10-15 metra á dag sem þeir eru að taka að meðaltali. Það veit enginn af hverju en þeir eru að gera það.“ Óskar segir Úkraínu nýta sér það að halda öllum sínum reyndu hermönnum á litlu svæði. Á endanum muni þó Bakhmut falla. „Því í rauninni er ekkert eftir af henni, því miður.“ Stríðið taki enda í ár eða á næsta ári Óskar er á því að stríðið eigi ekki eftir að standa yfir í mörg ár í viðbót. „Stríðið klárast að mínu mati persónulega á þessu ári eða á næsta ári. Ég skal allavega segja það að mesti bardaginn, þessi stóri, stóri bardagi - hann klárast á þessu ári,“ segir hann. „Ég er ekki sérfræðingur en ég er búinn að lifa og hrærast í þessu stríði núna í ár og er búinn að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki. Það sem ég er búinn að sjá er að Úkraína er að berjast í þessu stríði mjög skipulagt. Þeir reyna eins og þeir geta að vernda mannslíf og eigin bæi, borgir og annað.“ Hann telur ekki að stríðið taki enda með samkomulagi heldur með því að önnur hliðin gefist upp, það er að segja Rússland. „Það er það sem flest allir sérfræðingar eru að tala um, bæði hernaðarsérfræðingar, geópólitískir sérfræðingar, það eru allir búnir að sjá það,“ segir hann. „Mér sýnist það vera þannig heima á Íslandi að flestir eru á þeim buxunum að þeir sjá að það þýðir ekkert að semja við Rússa. Það þýðir ekkert, þeir bara ráðast á börn og sjúkrahús, og það skiptir engu máli.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bítið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira