Seðlabankinn aldrei dregið á þrettán ára gjaldmiðlaskiptasamning við Kína
![Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, sagði að samningurinn við Kína væri fyrst og fremst hugsaður fyrir vaxandi utanríkisviðskipti Kína og Íslands.](https://www.visir.is/i/944D947921BD9D1FB9AA47CF2971BB7E29A6F7AD572034C459D9F3CE8510F1F4_713x0.jpg)
Aldrei hefur verið dregið á gjaldmiðlaskiptasamning Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Kína sem fyrst var gerður árið 2010, að sögn bankans, en hann hljóðar upp á um 70 milljarða króna eða 3,5 milljarða kínverskra júana. Rannsóknir hafa sýnt að slíkir gjaldamiðlaskiptasamningar auka viðskipti landa við Kína en aðrar Norðurlandaþjóðir hafa ekki gert sambærilegan samning við einræðisríkið.