Tryggðu sér sæti í úrslitum á troðfullum Emirates velli: „Vonandi verður þetta bara normið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. maí 2023 20:30 Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttunni í leik gærkvöldsins. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Þýska liðið Wolfsburg komst í gærkvöldi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið Arsenal 3-2 á Emirates vellinum í gærkvöldi. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 2-2 og því varð að framlengja leikinn. Sigurmarkið kom rétt fyrir lok framlengingarinnar, en fyrri leikurinn í Þýskalandi endaði einnig 2-2. „Þetta var bara klikkað. Geggjaður völlur og bara draumur og ég er ótrúlega spennt fyrir úrslitaleiknum,“ sagði Sveindís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég er án gríns bara orðlaus enn þá. Þetta var klikkað. Ég man bara eftir því að hafa hlaupið inn á völlinn og hugsað að þetta hljóti að vera búið núna. Við vorum ekki að fara að fá okkur annað mark á lokasekúndunum,“ sgði Sveindís um sigurmarkið sem Pauline Bremer skoraði seint í framlengingunni. „Þetta var geggjuð tilfinning, en á sama tíma svolítið leiðinlegt fyrir Arsenal-stelpurnar sem börðust ótrúlega vel. Ég hef fundið fyrir svona vondri tilfinningu áður og maður fann svona svolítið til með þeim.“ Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleiknum þann 3. júní í Eindhoven á 35.000 manna velli. „Við spiluðum við þær í fyrra og fengum smá skell í fyrri leiknum úti. En við unnum þær svo heima, en það var ekki nóg fyrir okkur. Við kunnum allavega alveg svolítið á þær núna og við munum bara fara mjög vel yfir þær.“ Klippa: Þriðji Íslendingurinn sem kemst í úrslitaleik „Vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt“ Sveindís sem er aðeins 21 árs lék með Blikum í efstu deild á Íslandi fyrir þremur árum. Nú er hún á leiðinni í stærsta fótboltaleik ársins. „Það var allavega ekki það sem ég hafði séð fyrir mér fyrir þremur árum,“ sagði Sveindís hógvær. „En auðvitað ætlaði maður alltaf að ná langt, en ég vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt. Mér líður samt eins og það sé miklu lengra síðan ég var á Íslandi, en ég er ánægð með það hvernig þetta hefur farið og hvernig þetta hefur gengið.“ Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu undanfarin ár og fara leikir nú ítrekað fram á risavöllum út um alla Evrópu og oftar en ekki uppselt. „Maður sér þetta bara þegar maður fer á samfélagsmiðla eða Instagram eða eitthvað að þá er alltaf eitthvað verið að tala um kvennaboltann og það er bara geggjað. Líka bara að fá að spila á þessum stóru völlum og að við séum að fylla þá líka, það sýnir bara að það er allt hægt og að kvennaboltinn sé á uppleið. Vonandi verður þetta bara normið í framtíðinni,“ sagði Sveindís að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
„Þetta var bara klikkað. Geggjaður völlur og bara draumur og ég er ótrúlega spennt fyrir úrslitaleiknum,“ sagði Sveindís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég er án gríns bara orðlaus enn þá. Þetta var klikkað. Ég man bara eftir því að hafa hlaupið inn á völlinn og hugsað að þetta hljóti að vera búið núna. Við vorum ekki að fara að fá okkur annað mark á lokasekúndunum,“ sgði Sveindís um sigurmarkið sem Pauline Bremer skoraði seint í framlengingunni. „Þetta var geggjuð tilfinning, en á sama tíma svolítið leiðinlegt fyrir Arsenal-stelpurnar sem börðust ótrúlega vel. Ég hef fundið fyrir svona vondri tilfinningu áður og maður fann svona svolítið til með þeim.“ Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleiknum þann 3. júní í Eindhoven á 35.000 manna velli. „Við spiluðum við þær í fyrra og fengum smá skell í fyrri leiknum úti. En við unnum þær svo heima, en það var ekki nóg fyrir okkur. Við kunnum allavega alveg svolítið á þær núna og við munum bara fara mjög vel yfir þær.“ Klippa: Þriðji Íslendingurinn sem kemst í úrslitaleik „Vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt“ Sveindís sem er aðeins 21 árs lék með Blikum í efstu deild á Íslandi fyrir þremur árum. Nú er hún á leiðinni í stærsta fótboltaleik ársins. „Það var allavega ekki það sem ég hafði séð fyrir mér fyrir þremur árum,“ sagði Sveindís hógvær. „En auðvitað ætlaði maður alltaf að ná langt, en ég vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt. Mér líður samt eins og það sé miklu lengra síðan ég var á Íslandi, en ég er ánægð með það hvernig þetta hefur farið og hvernig þetta hefur gengið.“ Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu undanfarin ár og fara leikir nú ítrekað fram á risavöllum út um alla Evrópu og oftar en ekki uppselt. „Maður sér þetta bara þegar maður fer á samfélagsmiðla eða Instagram eða eitthvað að þá er alltaf eitthvað verið að tala um kvennaboltann og það er bara geggjað. Líka bara að fá að spila á þessum stóru völlum og að við séum að fylla þá líka, það sýnir bara að það er allt hægt og að kvennaboltinn sé á uppleið. Vonandi verður þetta bara normið í framtíðinni,“ sagði Sveindís að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira