Lífið

Níu þúsund sóttu tón­leika Sin­fóníunnar í Bret­landi

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Öll tækifæri eru nýtt til að æfa og stilla hljóðfærin.
Öll tækifæri eru nýtt til að æfa og stilla hljóðfærin. Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin aftur til landsins eftir sjö tónleika ferð um Bretland. Fékk sveitin glimrandi góða dóma í blöðunum ytra.

Hljómsveitin kom fram í Cadogan Hall í Lundúnum, Symphony Hall í Birmingham, Bridgewater í Manchester, Royal Concert Hall í Nottingham, The Anvill í Basingstoke, St. Davids Hall í Cardiff og Usher Hall í Edinborg.

Flutt var nýtt íslenskt verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskáld hljómsveitarinnar, sem ber heitið METACOSMOS. Einnig píanókonsert númer tvö eftir Rachmaninov, píanókonsert númer 3 eftir Beethoven og sinfónía númer fimm eftir Tsjajkovskí.

Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri, hélt um tónsprotann og einleikarinn var hinn breski sir Stephen Hough.

Var tónleikaferðalagið vel heppnað að mati Sinfóníunnar. Alls sóttu um níu þúsund gestir tónleikana.

„Ísland er öflugra en stærðin gefur til kynna þegar kemur að klassískri tónlist. Heildarfjöldi íbúa eyjarinnar er varla helmingur þeirra sem búa í Notthingham og nágrenni, þrátt fyrir það getur eyjan státað af heimsklassa sinfóníuhljómsveit sem laðar að sér bestu einleikarana eins og einleikara miðvikudagskvöldsins, stjörnupíanistann Sir Stephen Hough,“ sagði gagnrýnandinn William Ruff hjá Rivers Gate eftir tónleikana í Nottingham.

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands





Fleiri fréttir

Sjá meira


×