Lífið

Eigin­kona Kevin Costner fer fram á skilnað

Atli Ísleifsson skrifar
Kevin og Christine Costner hafa verið saman í rúm átján ár.
Kevin og Christine Costner hafa verið saman í rúm átján ár. Getty

Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn.

TMZ segir frá því að hin 49 ára Christine Costner hafi sent inn skilnaðargögn til yfirvalda á dögunum og kemur þar fram að hún segi ástæðuna vera „óleysanlegur ágreiningur“.

Talsmaður leikarans staðfestir fréttirnar og biður sérstaklega um að einkalíf Christine verði virt.

Kevin og Christine Costner eiga saman þrjú börn sem eru tólf, fjórtán og fimmtán ára. Christine hefur óskað eftir að umsjá yfir börnunum verði sameiginleg.

Kevin Costner var áður giftur Cindy Silva og eiga þau sömuleiðis þrjú börn saman. Þau giftust árið 1978 en skildu árið 1994. Costner á einnig son með Bridget Rooney sem fæddist árið 1996.

Costner hefur á ferli sínum leikið í fjölda stórmynda, meðal annars Unforgiven, The Bodyguard og JFK.

Costner er þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Dansar við úlfa frá árinu 1990. Hann vann þá Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess að myndin var valin besta mynd ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×