Vítaspyrna Salah tryggði Liverpool fimmta sigurinn í röð

Smári Jökull Jónsson skrifar
Salah fagnar marki sínu.
Salah fagnar marki sínu. Vísir/Getty

Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool lagði Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fimmti sigur Liverpool í röð.

Fyrri hálfleikur var skemmtilegur áhorfs en á 37. mínútu gerði Issa Diop sig sekan um skelfileg mistök í vörn Fulham þegar hann missti boltann til Darwin Nunez og braut síðan á honum innan vítateigs.

Mohamed Salah steig fram og skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, staðan orðin 1-0 og þannig var hún í hálfleik.

Fulham var síst lakari aðilinn í síðari hálfleiknum og ógnaði marki Liverpool nokkrum sinnum. Allison var öflugur í marki heimamanna og varði það sem á markið kom. Luis Diaz var öflugur hjá heimamönnum og gerði varnarmönnum Fulham lífið leitt í nokkur skipti.

Það fór svo að lokum að hvorugu liðinu tókst að bæta við marki. Lokatölur 1-0 Liverpool í vil og fimmti sigur liðsins í röð í úrvalsdeildinni staðreynd. Liðið er nú í fimmta sætinu, fjórum stigum á eftir Manchester United sem á þó tvo leiki til góða og sex stigum á eftir Newcastle sem á einn leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira