„Haaland er einstakur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 22:31 Pep var ánægður í leikslok. Vísir/Getty Erling Braut Haaland sló markametið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann skoraði þrítugasta og fimmta mark sitt á leiktíðinni í 3-0 sigri Manchester City gegn West Ham. Pep Guardiola segir Norðmanninn einstakan leikmann. Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildinnar á nýjan leik með öruggum 3-0 sigri á West Ham á heimavelli sínum í kvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var ánægður með sigurinn. „Allir leikir eru erfiðir, það var svo kalt og hvasst í dag. Við spiluðum ekki illa en strúkturinn á liðinu var ekki frábær. Við skoruðum ekki í upphafi en héldum áfram, ég er mjög ánægður nú þegar fimm leikir eru eftir,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky eftir leik en öll mörk City í kvöld komu í síðari hálfleiknum. „Það er erfitt að brjóta West Ham niður. Við reyndum ólíkar aðferðir á hægri og vinstri kanti. Menn voru að tapa boltanum og virkuðu örvæntingarfullir og við þurftum að hætta því. Við bökkuðum aðeins í kvöld en ekki mikið og náðum að skapa færi. Þetta eru þrjú stig og við höldum áfram.“ „Þetta er ótrúlegt“ Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark City í leiknum. Markið er það þrítugasta og fimmta hjá Norðmanninum á leiktíðinni og slær hann því met Alan Shearer og Andrew Cole sem mest höfðu skorað þrjátíu og fjögur mörk á einu tímabili. „Þetta er ótrúlegt. Hann hefur skorað svo mörk mikilvæg mörk til að vinna leiki, við erum svo ánægðir. Hann er einstök manneskja og hann er svo sérstakur. Hann átti heiðursvörð skilinn því þetta er ótrúlegt afrek. Einhvern annan dag gæti hann slegið sitt eigið met. Hann hefur skorað mörg mörk.“ Þriðja og síðasta mark City í kvöld var þúsundasta markið undir stjórn Guardiola sem tók við stjórn félagsins árið 2016. „Auðvitað er ég stoltur. Mark er skemmtilegt augnablik fyrir okkar stuðningsmenn og þeir hafa notið þess í þúsund skipti. Við höldum áfram.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sló markametið þegar City hirti toppsætið á nýjan leik Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark Manchester City í öruggum sigri liðsins á West Ham í kvöld. City er efst í deildinni á nýjan leik. 3. maí 2023 21:04 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildinnar á nýjan leik með öruggum 3-0 sigri á West Ham á heimavelli sínum í kvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var ánægður með sigurinn. „Allir leikir eru erfiðir, það var svo kalt og hvasst í dag. Við spiluðum ekki illa en strúkturinn á liðinu var ekki frábær. Við skoruðum ekki í upphafi en héldum áfram, ég er mjög ánægður nú þegar fimm leikir eru eftir,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky eftir leik en öll mörk City í kvöld komu í síðari hálfleiknum. „Það er erfitt að brjóta West Ham niður. Við reyndum ólíkar aðferðir á hægri og vinstri kanti. Menn voru að tapa boltanum og virkuðu örvæntingarfullir og við þurftum að hætta því. Við bökkuðum aðeins í kvöld en ekki mikið og náðum að skapa færi. Þetta eru þrjú stig og við höldum áfram.“ „Þetta er ótrúlegt“ Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark City í leiknum. Markið er það þrítugasta og fimmta hjá Norðmanninum á leiktíðinni og slær hann því met Alan Shearer og Andrew Cole sem mest höfðu skorað þrjátíu og fjögur mörk á einu tímabili. „Þetta er ótrúlegt. Hann hefur skorað svo mörk mikilvæg mörk til að vinna leiki, við erum svo ánægðir. Hann er einstök manneskja og hann er svo sérstakur. Hann átti heiðursvörð skilinn því þetta er ótrúlegt afrek. Einhvern annan dag gæti hann slegið sitt eigið met. Hann hefur skorað mörg mörk.“ Þriðja og síðasta mark City í kvöld var þúsundasta markið undir stjórn Guardiola sem tók við stjórn félagsins árið 2016. „Auðvitað er ég stoltur. Mark er skemmtilegt augnablik fyrir okkar stuðningsmenn og þeir hafa notið þess í þúsund skipti. Við höldum áfram.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sló markametið þegar City hirti toppsætið á nýjan leik Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark Manchester City í öruggum sigri liðsins á West Ham í kvöld. City er efst í deildinni á nýjan leik. 3. maí 2023 21:04 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Haaland sló markametið þegar City hirti toppsætið á nýjan leik Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark Manchester City í öruggum sigri liðsins á West Ham í kvöld. City er efst í deildinni á nýjan leik. 3. maí 2023 21:04