Eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða eftir réttlæti Viðar Eggertsson skrifar 4. maí 2023 09:00 Kjaragliðnun er pólitísk ákvörðun. Lög um almannatryggingar tryggja lífeyristaka gegn kjaragliðnun, en þrátt fyrir það er kjaragliðnun staðreynd á Íslandi. Á hverju ári leggur fjármála- og efnhagsráðherra fram fjárlagafrumvarp. Árlega kemur þar fram hvað ráðherrann og ráðuneyti hans ætla eldra fólki til að lifa af, hversu hár ellilífeyrir eigi að vera. Þar er ár eftir ár beitt ótrúegust reiknikúnstum til að komast hjá því að framfylgja 69. grein laga um almannatryggingar, þar sem skýrt er kveðið á um að ellilífeyrir eigi aldrei að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Reiknikúnstir ráðuneytis hæstvirts ráðherrans hafa sífellt vanmetið verðlagsþróun, almenna launaþróun og vísitölu neysluverðs - og þá hefur alltaf hallað á lífeyristaka. Kaupmáttur ellilífeyris ekki haldið í við launaþróun né vísitölu Á síðustu átta árum hefur lífeyrir hækkað um 39%, verðbólgan hefur verið 40,3%, almenn vísitala hefur hækkað um 65% og laun ráðherra hafa hækkað um rúmlega 90%. Samkvæmt útreikningum Landssambands eldri borgara hefur kaupmáttur ellilífeyris ekki haldið í við almenna launaþróun á síðustu árum, frá árinu 2018, hvort sem horft er til lágsmarslauna eða launavísitölu. En til þess að svo megi vera, ætti hann að vera 20-40 þúsund krónum hærri en hann er í dag.Þetta er vel tíundað í umsögn Landssambandsins um síðustu fjárlög og rökstutt skírt og afar skilmerkilega. Nú lifum við á verðbólgutímum. Verðbólgan sleikir tveggja stafa tölu í dag. Í ár er gert er ráð fyrir að verðbólga verði 8.2% en ekki 5,6% eins og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Munar um 95.000 kr Ranglega hefur fjármála- og efnahagsráðherra haldið því fram í mörg liðin ár að ellilífeyrir væri 300.000 kr. Ráðherra veit fullvel að ellilífeyrir náði ekki þessari tölu fyrr en í ár. Loksins á þessu ári. Í dag er ellilífeyrir 307.829 kr. fyrir skatta og skerðingar. – Það er nú öll rausnin!Lífeyristakar hafa árum saman kallað eftir því að óskertur ellilífeyrir nái sömu upphæð og lágmarks taxtalaun á vinnumarkaði. Lágmarkstaxti Eflingar er í dag 402.235 kr. Þarna munar um 95.000 kr.! Ellilífeyristakanum í óhag. Láglaunafólk getur vart lifað af 402 þúsund – hvað þá að fátækt eldra fólk geti lifað af 307 þúsundum. Síðan á eftir að greiða tekjuskatt af þessum upphæðum – svo rauntekjurnar eru lægri. Svo koma skerðingarnar. Við skulum tala um þær, því þær eru óhjákvæmilegar samkvæmt lögum. Enda er það svo að það eru sárafáir sem fá ellilífeyri óskertan vegna þess hve almenna frítekjumarkið er lágt. 1. janúar 2017 var sett frítekjumark á allar tekjur, sem nú gilda fyrir lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur. Frítekjumarkið var þá 25.000 kr. Það er enn, rúmum 6 árum síðar, 25.000 kr. Þau sem veikast standa Lágt frítekjumark kemur harðast niður á því fólki sem hefur lægstu tekjurnar. Einkum og sér í lagi konum sem unnið hafa láglaunastörf, einhleypu fólki, og að ógleymdum þeim sem eru á hinum alræmda íslenska leigumarkaði þar sem leiguverð er í hæstu hæðum og húsnæðisöryggi lítið. Kjaragliðnun verður að uppræta strax. Það er lágmarks krafa að ráðherra og ráðuneyti hans fari eftir 69. gr. laga um almannatryggingar og reikni rétt. Eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða eftir réttlæti! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Eldri borgarar Kjaramál Fjármál heimilisins Samfylkingin Alþingi Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Kjaragliðnun er pólitísk ákvörðun. Lög um almannatryggingar tryggja lífeyristaka gegn kjaragliðnun, en þrátt fyrir það er kjaragliðnun staðreynd á Íslandi. Á hverju ári leggur fjármála- og efnhagsráðherra fram fjárlagafrumvarp. Árlega kemur þar fram hvað ráðherrann og ráðuneyti hans ætla eldra fólki til að lifa af, hversu hár ellilífeyrir eigi að vera. Þar er ár eftir ár beitt ótrúegust reiknikúnstum til að komast hjá því að framfylgja 69. grein laga um almannatryggingar, þar sem skýrt er kveðið á um að ellilífeyrir eigi aldrei að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Reiknikúnstir ráðuneytis hæstvirts ráðherrans hafa sífellt vanmetið verðlagsþróun, almenna launaþróun og vísitölu neysluverðs - og þá hefur alltaf hallað á lífeyristaka. Kaupmáttur ellilífeyris ekki haldið í við launaþróun né vísitölu Á síðustu átta árum hefur lífeyrir hækkað um 39%, verðbólgan hefur verið 40,3%, almenn vísitala hefur hækkað um 65% og laun ráðherra hafa hækkað um rúmlega 90%. Samkvæmt útreikningum Landssambands eldri borgara hefur kaupmáttur ellilífeyris ekki haldið í við almenna launaþróun á síðustu árum, frá árinu 2018, hvort sem horft er til lágsmarslauna eða launavísitölu. En til þess að svo megi vera, ætti hann að vera 20-40 þúsund krónum hærri en hann er í dag.Þetta er vel tíundað í umsögn Landssambandsins um síðustu fjárlög og rökstutt skírt og afar skilmerkilega. Nú lifum við á verðbólgutímum. Verðbólgan sleikir tveggja stafa tölu í dag. Í ár er gert er ráð fyrir að verðbólga verði 8.2% en ekki 5,6% eins og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Munar um 95.000 kr Ranglega hefur fjármála- og efnahagsráðherra haldið því fram í mörg liðin ár að ellilífeyrir væri 300.000 kr. Ráðherra veit fullvel að ellilífeyrir náði ekki þessari tölu fyrr en í ár. Loksins á þessu ári. Í dag er ellilífeyrir 307.829 kr. fyrir skatta og skerðingar. – Það er nú öll rausnin!Lífeyristakar hafa árum saman kallað eftir því að óskertur ellilífeyrir nái sömu upphæð og lágmarks taxtalaun á vinnumarkaði. Lágmarkstaxti Eflingar er í dag 402.235 kr. Þarna munar um 95.000 kr.! Ellilífeyristakanum í óhag. Láglaunafólk getur vart lifað af 402 þúsund – hvað þá að fátækt eldra fólk geti lifað af 307 þúsundum. Síðan á eftir að greiða tekjuskatt af þessum upphæðum – svo rauntekjurnar eru lægri. Svo koma skerðingarnar. Við skulum tala um þær, því þær eru óhjákvæmilegar samkvæmt lögum. Enda er það svo að það eru sárafáir sem fá ellilífeyri óskertan vegna þess hve almenna frítekjumarkið er lágt. 1. janúar 2017 var sett frítekjumark á allar tekjur, sem nú gilda fyrir lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur. Frítekjumarkið var þá 25.000 kr. Það er enn, rúmum 6 árum síðar, 25.000 kr. Þau sem veikast standa Lágt frítekjumark kemur harðast niður á því fólki sem hefur lægstu tekjurnar. Einkum og sér í lagi konum sem unnið hafa láglaunastörf, einhleypu fólki, og að ógleymdum þeim sem eru á hinum alræmda íslenska leigumarkaði þar sem leiguverð er í hæstu hæðum og húsnæðisöryggi lítið. Kjaragliðnun verður að uppræta strax. Það er lágmarks krafa að ráðherra og ráðuneyti hans fari eftir 69. gr. laga um almannatryggingar og reikni rétt. Eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða eftir réttlæti! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun