Innlent

Drónar bannaðir í mið­bænum næstu daga

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fastafloti NATO verður í höfn í Reykjavík dagana 5. til 10. maí.
Fastafloti NATO verður í höfn í Reykjavík dagana 5. til 10. maí. Vísir/Vilhelm

Ríkis­lög­reglu­stjóri hefur til­kynnt um bann við flugi dróna og fjar­stýrðra loft­fara við Reykja­víkur­höfn og í ná­lægð við skip NATO sem væntan­leg eru hingað til lands 5. - 10. maí.

Þetta kemur fram í til­kynningu á vef lög­reglunnar. Er um að ræða bann í til­efni af komu fasta­flota NATO hingað til lands. Bannið er í gildi áður­nefndar dag­setningar.

Ó­heimilt verður að fljúga dróna eða öðrum fjar­stýrðum loft­förum innan við 400 metra radíus frá skipunum, bæði á meðan þau eru innan ís­lenskrar land­helgi og meðan þau liggja við Mið­bakka og Faxa­garð annars vegar og Skarfa­bakka og Korn­garða/Sunda­bakka hins vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×