Óvissustigi lýst yfir vegna jarðskjálftanna í Mýrdalsjökli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 15:13 Ragnar Axelsson flaug nýlega yfir Mýrdalsjökul og myndaði hann úr háloftunum. Vísir/RAX Óvissustigi hefur verið lýst yfir af Ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Suðurlandi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar kemur fram að jarðskjálftahrina hafi hafist klukkan 09:41 norðaustarlega í öskju Kötlu og mældust þrír skjálftar yfir 4 að stærð. Í tilkynningu almannavarna kemur fram að um sé að ræða óvenju stóra jarðskjálfta. „Og því rétt að fylgjast með framvindunni og hvort annað fylgi í kjölfarið. Hvorki hefur þó mælst gosórói né hlaupórói.“ Vegi lokað að Kötlujökli Þá kemur fram í tilkynningunni að lögreglan hafi í ljósi þessa ákveðið að loka veginum inn að Kötlujökli. „Í kringum Kötlu er mælanet sem samanstendur meðal annars annars af jarðskjálfta-, aflögunar- og vatnamælum. Þessir mælar eru vaktaðir allan sólarhringinn af náttúruvársérfræðingum Veðurstofunnar og gefnar út tilkynningar ef snöggar breytingar verða á þeim sem mætti túlka sem skammtímafyrirboða að eldgosi eða jökulhlaupi, t.d. órói á jarðskjálftamælum.“ Tekið er fram að enginn slíkur órói sjáist á mælum núna. Ekki sé hægt að fullyrða neitt um það hvernig þróunin virkninnar verður og fylgist náttúruvárvöktun Veðurstofunnar áfram náið með málum.Almannavarnir leggja áherslu á að fólk þekki til viðbúnaðar og viðbragðs vegna náttúruhamfara til að draga úr áhrifum eins og unnt er. Eins og komið hefur fram hjá Veðurstofu Íslands hefur enginn gosórói mælst og engar vísbendingar um að hlaup sé hafið undan jöklinum.Ekki er þó talið ráðlagt að vera við rætur Kötlujökuls vegna mögulegs gasútstreymis og hlaupavatns í farvegi Múlakvíslar.Að öðru leyti á þessi jarðskjálftahrina ekki að raska daglegu lífi fólks, að því er segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Almannavarnir Tengdar fréttir Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. 4. maí 2023 14:17 Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. 4. maí 2023 11:03 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Þar kemur fram að jarðskjálftahrina hafi hafist klukkan 09:41 norðaustarlega í öskju Kötlu og mældust þrír skjálftar yfir 4 að stærð. Í tilkynningu almannavarna kemur fram að um sé að ræða óvenju stóra jarðskjálfta. „Og því rétt að fylgjast með framvindunni og hvort annað fylgi í kjölfarið. Hvorki hefur þó mælst gosórói né hlaupórói.“ Vegi lokað að Kötlujökli Þá kemur fram í tilkynningunni að lögreglan hafi í ljósi þessa ákveðið að loka veginum inn að Kötlujökli. „Í kringum Kötlu er mælanet sem samanstendur meðal annars annars af jarðskjálfta-, aflögunar- og vatnamælum. Þessir mælar eru vaktaðir allan sólarhringinn af náttúruvársérfræðingum Veðurstofunnar og gefnar út tilkynningar ef snöggar breytingar verða á þeim sem mætti túlka sem skammtímafyrirboða að eldgosi eða jökulhlaupi, t.d. órói á jarðskjálftamælum.“ Tekið er fram að enginn slíkur órói sjáist á mælum núna. Ekki sé hægt að fullyrða neitt um það hvernig þróunin virkninnar verður og fylgist náttúruvárvöktun Veðurstofunnar áfram náið með málum.Almannavarnir leggja áherslu á að fólk þekki til viðbúnaðar og viðbragðs vegna náttúruhamfara til að draga úr áhrifum eins og unnt er. Eins og komið hefur fram hjá Veðurstofu Íslands hefur enginn gosórói mælst og engar vísbendingar um að hlaup sé hafið undan jöklinum.Ekki er þó talið ráðlagt að vera við rætur Kötlujökuls vegna mögulegs gasútstreymis og hlaupavatns í farvegi Múlakvíslar.Að öðru leyti á þessi jarðskjálftahrina ekki að raska daglegu lífi fólks, að því er segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Almannavarnir Tengdar fréttir Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. 4. maí 2023 14:17 Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. 4. maí 2023 11:03 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. 4. maí 2023 14:17
Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. 4. maí 2023 11:03