Flensburg lagði Íslendingaliðið og er með í titilbaráttunni Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 18:48 Elvar Örn Jónsson er kominn aftur í hópinn eftir veikindi. Vísir/vilhelm Lið Flensburg er enn með í toppbaráttunni í þýska handboltanum en liðið vann sigur á Íslendingaliðinu Melsungen í kvöld. Þá vann Bergischer sigur á Leipzig í öðrum Íslendingaslag. Flensburg var fyrir leikinn í dag í fjórða sæti deildarinnar en gat jafnað Fusche Berlin að stigum í þriðja sætinu og komið sér fyrir tveimur stigum fyrir aftan Kiel og Magdeburg sem eru með jafn mörg stig í efsta sætinu. Melsungen var hins vegar um miðja deild. Flensburg tók yfirhöndina snemma í dag. Þeir komust í 10-3 strax eftir tæplega fimmtán mínútna leik en Melsungen beit í skjaldarrendur og minnkaði muninn fyrir hálfleikspásuna en þá var staðan 14-12 heimaliðinu í vil. Síðari hálfleikurinn þróaðist á svipaðan hátt. Flensburg bætti jafnt og þétt við forskotið og komst sjö mörkum yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Melsungen að brúa, Flensburg gjörsamlega keyrði yfir Melsungen á lokamínútunum og vann að lokum tólf marka sigur, 37-25. Arnar Freyr Arnarsson verst hér gegn Ómari Inga Magnússyni í leik Melsungen og Magdeburg. Arnar Freyr skoraði tvö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Elvar Örn Jónsson var markahæstur hjá Melsungen í kvöld með sex mörk og Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö. Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannahópi Flensburg í dag. Bergischer tók á móti lærisveinum Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig á heimavelli sínum. Bergischer hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, komst mest átta mörkum yfir en leiddi 19-13 í hálfleik. Þeir héldu forystunni eftir hlé. Leipzig tókst að minnka muninn í 25-23 þegar tæpar fimmtán mínútur voru eftir en gekk illa að koma sér nær. Bergischer svaraði með tveimur mörkum í röð og vann að lokum 32-28 sigur. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer í leiknum. Frederecia í góðum málum Lið Frederecia steig stórt skref í átt að undanúrslitum í dönsku deildinni þegar liðið vann góðan 34-27 sigur á Bjerringbro-Silkeborg í kvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Frederecia í kvöld sem er í öðru sæti síns riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Frederecia er með þriggja stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg en tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit. Einar Þorsteinn komst ekki á blað hjá Frederecia í kvöld en gaf tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum ásamt liði Skjern og lið GOG, sem leikur þessa stundina gegn Skanderborg, getur sömuleiðis tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Flensburg var fyrir leikinn í dag í fjórða sæti deildarinnar en gat jafnað Fusche Berlin að stigum í þriðja sætinu og komið sér fyrir tveimur stigum fyrir aftan Kiel og Magdeburg sem eru með jafn mörg stig í efsta sætinu. Melsungen var hins vegar um miðja deild. Flensburg tók yfirhöndina snemma í dag. Þeir komust í 10-3 strax eftir tæplega fimmtán mínútna leik en Melsungen beit í skjaldarrendur og minnkaði muninn fyrir hálfleikspásuna en þá var staðan 14-12 heimaliðinu í vil. Síðari hálfleikurinn þróaðist á svipaðan hátt. Flensburg bætti jafnt og þétt við forskotið og komst sjö mörkum yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Melsungen að brúa, Flensburg gjörsamlega keyrði yfir Melsungen á lokamínútunum og vann að lokum tólf marka sigur, 37-25. Arnar Freyr Arnarsson verst hér gegn Ómari Inga Magnússyni í leik Melsungen og Magdeburg. Arnar Freyr skoraði tvö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Elvar Örn Jónsson var markahæstur hjá Melsungen í kvöld með sex mörk og Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö. Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannahópi Flensburg í dag. Bergischer tók á móti lærisveinum Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig á heimavelli sínum. Bergischer hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, komst mest átta mörkum yfir en leiddi 19-13 í hálfleik. Þeir héldu forystunni eftir hlé. Leipzig tókst að minnka muninn í 25-23 þegar tæpar fimmtán mínútur voru eftir en gekk illa að koma sér nær. Bergischer svaraði með tveimur mörkum í röð og vann að lokum 32-28 sigur. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer í leiknum. Frederecia í góðum málum Lið Frederecia steig stórt skref í átt að undanúrslitum í dönsku deildinni þegar liðið vann góðan 34-27 sigur á Bjerringbro-Silkeborg í kvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Frederecia í kvöld sem er í öðru sæti síns riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Frederecia er með þriggja stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg en tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit. Einar Þorsteinn komst ekki á blað hjá Frederecia í kvöld en gaf tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum ásamt liði Skjern og lið GOG, sem leikur þessa stundina gegn Skanderborg, getur sömuleiðis tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða