Já, takk, Þórdís Kolbrún – tölum hátt og skýrt um mikilvægi fjölmiðla! Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 5. maí 2023 08:00 Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í gær ályktun þar sem áhyggjum er lýst af hnignandi fjölmiðlafrelsi á Íslandi sem endurspeglast meðal annars í því að Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heims sem samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) taka saman árlega. Ísland er nú í 18. sæti og er ekki lengur í hópi ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi mælist mikið. Frá aldamótum og fram að hruni var Ísland að jafnaði í efstu þremur sætum listans – og ósjaldan í því efsta – líkt og hinar Norðurlandaþjóðirnar, sem hafa haldið sér þar æ síðan. Við efnahagshrunið árið 2008 var fjárhagsgrundvelli kippt undan meginþorra íslenskra fjölmiðla með samdrætti í auglýsingasölu samfara ótryggu efnahagsástandi og rekstrarforsendur fjölmiðla breyttust. Þrátt fyrir það ríkti hér áfram ásættanlegt fjölmiðlafrelsi og fram til ársins 2015 tókst okkur að halda okkur á tíu efstu sætum listans. Árið 2015 urðu hins vegar ákveðin vatnaskil, þegar við hröpuðum niður í 21. sæti listans. Skýrsluhöfundar þess árs skýrðu hinar mjög svo neikvæðu breytingar með því hvernig viðbrögð stjórnmálamanna voru við fréttaflutningi um málefni þeim tengdum. Þetta hefur verið rauður þráður í gegnum skýrslur samtakanna undanfarin ár, enda hefur Íslandi ekki tekist að endurheimta fyrri stöðu á listanum og hefur færst neðar á honum jafnt og þétt á undanförnum árum. Lítill fjölmiðlamarkaður, ítök hagsmunaafla og versnandi rekstrarskilyrði eru meðal þeirra ástæðna sem fjölmiðlafrelsi er talið fara dvínandi hér. Blaðamenn upplifa pólitískan þrýsting Helsta ástæðan er þó sú, að mati skýrsluhöfunda, versnandi átök milli stjórnmálafólks og fjölmiðla, sem er nokkuð sem Blaðamannafélagið hefur ítrekað lýst áhyggjum af á síðustu misserum. Í greiningunni sem fylgir skýrslu RSF um listann í ár segir meðal annars um stöðuna á Íslandi: „Blaðamenn sæta meiri þrýstingi frá yfirvöldum og fyrirtækjum. Á síðustu árum hefur þjóðþingið verið vettvangur harkalegrar gagnrýni á blaðamenn. Margir blaðamenn líta á þessi ummæli stjórnmálamanna sem pólitískan þrýsting á störf sín.“ Stjórn félagsins telur sérstaka ástæðu til þess að benda á þessa alvarlegu þróun í ályktun sinni og varar við þeim afleiðingum sem hún getur haft. Frjálsir fjölmiðlar eru forsenda fyrir því að hægt sé að veita valdhöfum aðhald og veita almenningi nauðsynlegar upplýsingar svo hann geti tekið upplýsta afstöðu í lýðræðissamfélagi. Án frjálsrar blaðamennsku þrífst lýðræðið ekki. Eðlileg gagnrýni á störf blaðamanna er sjálfsögð og nauðsynleg enda felur hún í sér mikilvægt aðhald. Sú þróun sem hefur orðið á viðhorfum sumra stjórnmálamanna til blaðamanna og fjölmiðla og þeirrar orðræðu sem þeir hafa uppi, vekur spurningar um það hvort þessi sömu stjórnmálamenn sjái mögulega hag í því að hér séu veikir fjölmiðlar sem geta síður fjallað um þá með gagnrýnum hætti. Við höfum séð dæmi um slíka óheillaþróun í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Fyrir um áratug var Pólland í 18. sæti fjölmiðlafrelsislistans – sem er sama sæti og við skipum í dag. Á undanförnum árum hafa valdhafar í Póllandi hins vegar tekið yfir nær alla stærstu fjölmiðla landsins og beita þeim óspart í áróðursskyni í eigin þágu auk þess sem lögreglu hefur verið beitt til þess að yfirheyra og ákæra blaðamenn sem stjórnvöldum eru ekki þóknanlegir. Pólland er nú í 56. sæti listans, fjölmiðlafrelsi er mjög skert, undirstöður lýðræðis hafa veikst og mannréttindi hafa verið takmörkuð. Fögnum orðum ráðherra Ekki nokkurt ríki sem byggir samfélag sitt á gildum á borð við lýðræði og mannréttindi ætti að sætta sig við þá alvarlegu stöðu sem dvínandi fjölmiðlafrelsi ber vott um hér á landi. Því fagnar stjórn blaðamannafélagsins eindregið í ályktun sinni, þeim sjónarmiðum sem fram komu íyfirlýsingu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og formanns ráðherranefndar Evrópuráðsins, sem birt var á vef ráðsins í tilefni alþjóðadags fjölmiðlafrelsis í fyrradag. Í yfirlýsingu ráðherra segir hún meðal annars að frjálsir fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðislegra samfélaga. Samt sem áður sé sótt að fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi sem, ásamt vaxandi upplýsingaóreiðu, veiki undirstöður lýðræðisins, réttarríkis og mannréttinda. Ráðherra segir jafnframt í yfirlýsingu sinni að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að standa megi vörð um tjáningarfrelsið og frjálsa fjölmiðla. Því treystir stjórn BÍ því að íslensk stjórnvöld bregðist við hnignandi fjölmiðlafrelsi hér á landi og grípi til aðgerða til stuðnings einkareknum fjölmiðlum í þágu fjölmiðlafrelsis og lýðræðis. Skilaboð Þórdísar Kolbrúnar vekja að minnsta kosti von í brjósti mínu um að ákveðinn viðsnúningur sé að eiga sér stað í viðhorfi gagnvart fjölmiðlum. Ég geri orð hennar að mínum: „Skilaboð okkar þurfa að hljóma hátt, vera skýr og verður ekki hnikað – fjölmiðlar eru nauðsynlegur hluti lýðræðislegs samfélags og grundvöllur öryggis.“ Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í gær ályktun þar sem áhyggjum er lýst af hnignandi fjölmiðlafrelsi á Íslandi sem endurspeglast meðal annars í því að Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heims sem samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) taka saman árlega. Ísland er nú í 18. sæti og er ekki lengur í hópi ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi mælist mikið. Frá aldamótum og fram að hruni var Ísland að jafnaði í efstu þremur sætum listans – og ósjaldan í því efsta – líkt og hinar Norðurlandaþjóðirnar, sem hafa haldið sér þar æ síðan. Við efnahagshrunið árið 2008 var fjárhagsgrundvelli kippt undan meginþorra íslenskra fjölmiðla með samdrætti í auglýsingasölu samfara ótryggu efnahagsástandi og rekstrarforsendur fjölmiðla breyttust. Þrátt fyrir það ríkti hér áfram ásættanlegt fjölmiðlafrelsi og fram til ársins 2015 tókst okkur að halda okkur á tíu efstu sætum listans. Árið 2015 urðu hins vegar ákveðin vatnaskil, þegar við hröpuðum niður í 21. sæti listans. Skýrsluhöfundar þess árs skýrðu hinar mjög svo neikvæðu breytingar með því hvernig viðbrögð stjórnmálamanna voru við fréttaflutningi um málefni þeim tengdum. Þetta hefur verið rauður þráður í gegnum skýrslur samtakanna undanfarin ár, enda hefur Íslandi ekki tekist að endurheimta fyrri stöðu á listanum og hefur færst neðar á honum jafnt og þétt á undanförnum árum. Lítill fjölmiðlamarkaður, ítök hagsmunaafla og versnandi rekstrarskilyrði eru meðal þeirra ástæðna sem fjölmiðlafrelsi er talið fara dvínandi hér. Blaðamenn upplifa pólitískan þrýsting Helsta ástæðan er þó sú, að mati skýrsluhöfunda, versnandi átök milli stjórnmálafólks og fjölmiðla, sem er nokkuð sem Blaðamannafélagið hefur ítrekað lýst áhyggjum af á síðustu misserum. Í greiningunni sem fylgir skýrslu RSF um listann í ár segir meðal annars um stöðuna á Íslandi: „Blaðamenn sæta meiri þrýstingi frá yfirvöldum og fyrirtækjum. Á síðustu árum hefur þjóðþingið verið vettvangur harkalegrar gagnrýni á blaðamenn. Margir blaðamenn líta á þessi ummæli stjórnmálamanna sem pólitískan þrýsting á störf sín.“ Stjórn félagsins telur sérstaka ástæðu til þess að benda á þessa alvarlegu þróun í ályktun sinni og varar við þeim afleiðingum sem hún getur haft. Frjálsir fjölmiðlar eru forsenda fyrir því að hægt sé að veita valdhöfum aðhald og veita almenningi nauðsynlegar upplýsingar svo hann geti tekið upplýsta afstöðu í lýðræðissamfélagi. Án frjálsrar blaðamennsku þrífst lýðræðið ekki. Eðlileg gagnrýni á störf blaðamanna er sjálfsögð og nauðsynleg enda felur hún í sér mikilvægt aðhald. Sú þróun sem hefur orðið á viðhorfum sumra stjórnmálamanna til blaðamanna og fjölmiðla og þeirrar orðræðu sem þeir hafa uppi, vekur spurningar um það hvort þessi sömu stjórnmálamenn sjái mögulega hag í því að hér séu veikir fjölmiðlar sem geta síður fjallað um þá með gagnrýnum hætti. Við höfum séð dæmi um slíka óheillaþróun í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Fyrir um áratug var Pólland í 18. sæti fjölmiðlafrelsislistans – sem er sama sæti og við skipum í dag. Á undanförnum árum hafa valdhafar í Póllandi hins vegar tekið yfir nær alla stærstu fjölmiðla landsins og beita þeim óspart í áróðursskyni í eigin þágu auk þess sem lögreglu hefur verið beitt til þess að yfirheyra og ákæra blaðamenn sem stjórnvöldum eru ekki þóknanlegir. Pólland er nú í 56. sæti listans, fjölmiðlafrelsi er mjög skert, undirstöður lýðræðis hafa veikst og mannréttindi hafa verið takmörkuð. Fögnum orðum ráðherra Ekki nokkurt ríki sem byggir samfélag sitt á gildum á borð við lýðræði og mannréttindi ætti að sætta sig við þá alvarlegu stöðu sem dvínandi fjölmiðlafrelsi ber vott um hér á landi. Því fagnar stjórn blaðamannafélagsins eindregið í ályktun sinni, þeim sjónarmiðum sem fram komu íyfirlýsingu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og formanns ráðherranefndar Evrópuráðsins, sem birt var á vef ráðsins í tilefni alþjóðadags fjölmiðlafrelsis í fyrradag. Í yfirlýsingu ráðherra segir hún meðal annars að frjálsir fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðislegra samfélaga. Samt sem áður sé sótt að fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi sem, ásamt vaxandi upplýsingaóreiðu, veiki undirstöður lýðræðisins, réttarríkis og mannréttinda. Ráðherra segir jafnframt í yfirlýsingu sinni að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að standa megi vörð um tjáningarfrelsið og frjálsa fjölmiðla. Því treystir stjórn BÍ því að íslensk stjórnvöld bregðist við hnignandi fjölmiðlafrelsi hér á landi og grípi til aðgerða til stuðnings einkareknum fjölmiðlum í þágu fjölmiðlafrelsis og lýðræðis. Skilaboð Þórdísar Kolbrúnar vekja að minnsta kosti von í brjósti mínu um að ákveðinn viðsnúningur sé að eiga sér stað í viðhorfi gagnvart fjölmiðlum. Ég geri orð hennar að mínum: „Skilaboð okkar þurfa að hljóma hátt, vera skýr og verður ekki hnikað – fjölmiðlar eru nauðsynlegur hluti lýðræðislegs samfélags og grundvöllur öryggis.“ Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun