Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 11:30 Ágúst Gylfason var að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari Stjörnunnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. Stjörnumenn hafa spilað við fjögur efstu liðin í Bestu deildinni til þessa og aðeins uppskorið þrjú stig í fyrstu fimm umferðunum. Þau komu í sigri gegn nýliðum HK á heimavelli. Ágúst skilaði Stjörnunni í 5. sæti á síðustu leiktíð, þó reyndar sextán stigum frá Evrópusæti, á sinni fyrstu leiktíð með liðinu, eftir að hafa áður stýrt Gróttu, Breiðabliki og Fjölni. Nú er Stjarnan hins vegar í fallsæti. „Var ekki markmið Stjörnunnar að gera betur en á síðasta tímabili, og byggja ofan á það? Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt lengur, en þetta fer erfiðlega af stað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, þegar talið barst að Ágústi og Stjörnunni í „uppbótartíma“ þáttarins, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um Stjörnuna og Ágúst þjálfara „Það átti að laga varnarleikinn, bæta stöðugleikann og „challenga“ um Evrópu. Auðvitað geta þeir það ennþá ef þeir ná sér á mjög gott strik en hvorki stöðugleiki né varnarleikur hefur verið betri en í fyrra,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson og benti á vandræði Stjörnunnar varðandi stöðu fremsta manns, til að mynda vegna meiðsla Emils Atlasonar. Fer tvennum sögum af Gibbs „En hvað er með Joey Gibbs? Er hann meiddur?“ spurði Lárus Orri en Gibbs kom til Stjörnunnar frá Keflavík í vetur. Guðmundur svaraði: „Það fer tvennum sögum af því. Önnur sagan segir að hann eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim lengur og hin sagan segir að hann sé eitthvað aðeins meiddur.“ Albert tók þá við boltanum og sagði um Gibbs: „Hann hefur alla vega ekki fundið sig þarna og leit ekki vel út í vetur, og maður heyrði það alveg að menn væru ekki ánægðir með hann. Ég gæti alveg trúað því að þeir væru að reyna að losa sig við hann.“ „En talandi um Stjörnuliðið þá er þetta ekki bara þetta tímabil, fjögur töp í fimm leikjum og tólf mörk fengin á sig. Í fyrra var markatalan í mínus og þeir fengu á sig 52 mörk. Þeir byrjuðu mótið þá af rosalegum krafti en ef við tökum síðustu sextán leiki hjá Gústa með þetta lið, í deildinni, þá eru þetta fjórir sigrar og tólf töp. Þeir geta ekki verið ánægðir með þetta. Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði. Og hvað verður um þetta lið ef Ísak Andri fer út?“ spurði Albert eins og sjá má í klippunni hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Stjarnan Stúkan Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Stjörnumenn hafa spilað við fjögur efstu liðin í Bestu deildinni til þessa og aðeins uppskorið þrjú stig í fyrstu fimm umferðunum. Þau komu í sigri gegn nýliðum HK á heimavelli. Ágúst skilaði Stjörnunni í 5. sæti á síðustu leiktíð, þó reyndar sextán stigum frá Evrópusæti, á sinni fyrstu leiktíð með liðinu, eftir að hafa áður stýrt Gróttu, Breiðabliki og Fjölni. Nú er Stjarnan hins vegar í fallsæti. „Var ekki markmið Stjörnunnar að gera betur en á síðasta tímabili, og byggja ofan á það? Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt lengur, en þetta fer erfiðlega af stað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, þegar talið barst að Ágústi og Stjörnunni í „uppbótartíma“ þáttarins, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um Stjörnuna og Ágúst þjálfara „Það átti að laga varnarleikinn, bæta stöðugleikann og „challenga“ um Evrópu. Auðvitað geta þeir það ennþá ef þeir ná sér á mjög gott strik en hvorki stöðugleiki né varnarleikur hefur verið betri en í fyrra,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson og benti á vandræði Stjörnunnar varðandi stöðu fremsta manns, til að mynda vegna meiðsla Emils Atlasonar. Fer tvennum sögum af Gibbs „En hvað er með Joey Gibbs? Er hann meiddur?“ spurði Lárus Orri en Gibbs kom til Stjörnunnar frá Keflavík í vetur. Guðmundur svaraði: „Það fer tvennum sögum af því. Önnur sagan segir að hann eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim lengur og hin sagan segir að hann sé eitthvað aðeins meiddur.“ Albert tók þá við boltanum og sagði um Gibbs: „Hann hefur alla vega ekki fundið sig þarna og leit ekki vel út í vetur, og maður heyrði það alveg að menn væru ekki ánægðir með hann. Ég gæti alveg trúað því að þeir væru að reyna að losa sig við hann.“ „En talandi um Stjörnuliðið þá er þetta ekki bara þetta tímabil, fjögur töp í fimm leikjum og tólf mörk fengin á sig. Í fyrra var markatalan í mínus og þeir fengu á sig 52 mörk. Þeir byrjuðu mótið þá af rosalegum krafti en ef við tökum síðustu sextán leiki hjá Gústa með þetta lið, í deildinni, þá eru þetta fjórir sigrar og tólf töp. Þeir geta ekki verið ánægðir með þetta. Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði. Og hvað verður um þetta lið ef Ísak Andri fer út?“ spurði Albert eins og sjá má í klippunni hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti