Kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2023 09:01 Aðspurð hvers vegna því sé haldið fram að geðdeildirnar taki ekki við þessum hópi segir hún um misskilning sé að ræða sem gæti verið byggður á nokkrum þáttum. vísir Framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítala kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu. Hún segir að um misskilning sé að ræða sem gæti byggt á skilningsleysi á báða bóga. Alltaf sé þó hægt að standa betur að málum. Í Kompás fjölluðum við um úrræðaleysi þegar kemur að andlega veikum föngum sem fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið í verra ástandi en áður, jafnvel hættulegri. Þar sagði Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, að geðdeildirnar neiti að taka við föngum. „En ég veit að þeir [á geðdeildunum] neita fyrir þetta stundum og segja að þetta sé alls ekki þannig en þetta er þannig. Við erum búin að horfa upp á þetta margoft. Þannig það er ekkert hægt að neita fyrir þetta,“ sagði Guðmundur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, sagði jafnframt að heilbrigðisstofnanir hér á landi hafi komist upp með að neita veikum föngum um heilbrigðisþjónustu. „Stofnanir hér komast bara upp með það að segja, nei við tökum þennan ekki inn vegna þess að hann er fangi. Stjórnvöld hafa bara ekki staðið sig í þessu, það er bara ósköp einfalt. Því þessar stofnanir hafa komist upp með það í langan tíma að taka ekki við öllum sem þurfa á þeirra þjónustu að halda.“ Spítalinn neiti föngum ekki um þjónustu Framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítalans, segir þessar fullyrðingar ekki réttar. „Nei. Og það er í rauninni einfaldasta svarið, við gerum það ekki,“ segir Nanna Briem. Aðspurð hvers vegna því sé haldið fram að geðdeildirnar taki ekki við þessum hópi segir hún um misskilning sé að ræða sem gæti verið byggður á nokkrum þáttum. „Ég hef velt þessu fyrir mér. Ég held að það sé þannig að aðstaðan í fangelsunum er ekki góð fyrir ákveðinn hóp fanga. Ég held að það sé hluti af skýringunni. Ég held líka að það sé ákveðið skilningsleysi á báða bóga. Það er skilningsleysi á hlutverk Landspítala er og svo er ég ekki í neinum vafa um að við getum alltaf gert betur.“ „Ég hef rætt við mitt fólk og spurt þau að því hvort við neitum föngum um geðheilbrigðisþjónustu og það kannast enginn við það.“ Nanna segir að á hverjum tíma sé fangi í þjónustu hjá spítalanum, hvort sem viðkomandi sé inniliggjandi eða í annarri þjónustu. Mögulega séu væntingar starfsfólks fangelsa ekki í samræmi við þjónustugetu spítalans. „En það sem við tökum síðan ákvörðun um að gera er kannski ekki akkúrat það sem fangelsin voru með væntingar um. Oft er það ástæðan fyrir því að það myndast eitthvað misræmi.“ „Það er alveg á hreinu að við neitum engum um þjónustu sem við teljum að við eigum að veita. Hvort sem það er innlögn eða önnur meðferð, ef það er okkar faglega mat að viðkomandi þarf á okkar þjónustu að halda. Og ef við sjáum að það getur enginn annar veitt þá þjónustu.“ Fara stundum gegn ósk fulltrúa fangelsa Hún segir starfsfólk geðdeilda meta þá skjólstæðinga sem leiti til deildanna. Matið byggi á geðrænu ástandi þeirra, en líka á félagslegum aðstæðum viðkomandi. „Innlagnir á bráða- og legudeildir hjá okkur snúa fyrst og fremst um að tryggja öryggi. Ef einkenni eru svo alvarleg að viðkomandi eða öðrum er hætta búin og ekki hægt að veita nægilegan stuðning í því umhverfi sem hann býr við, þá er það forsenda fyrir því að leggja einstakling inn.“ Nefnir hún sem dæmi að ef einstaklingur með mikil geðræn einkenni kemur inn, þá telji forsvarsmenn geðdeilda stundum í lagi að viðkomandi fari heim ef hann er með góða fjölskyldu sem getur sinnt honum. „Þegar ég hef rætt við mína stjórnendur þá eru fangar lagðir inn hjá okkur í lang flestum tilfellum, en í undantekningartilfellum fer okkar faglega mat gegn ósk fangelsisins.“ Öryggissvæðin oft þétt setin Hún segir það stundum gerast að fangi neiti að leggjast inn. „Lögræðislögin gilda um fanga eins og um alla aðra og það er ekki lægri þröskuldur að beita fanga þvingandi meðferð í geðþjónustunni heldur en á við um aðra. Það eru allir jafnir fyrir þeim lögum. Þannig mér dettur í hug að það geti líka verið ein skýring á því að fangi sé ekki lagður inn, einfaldlega því það eru ekki forsendur til nauðungarvistunar.“ Hún segir að ef um sé að ræða fanga með mikinn hegðunarvanda þurfi oft að notast við ákveðið öryggissvæði. „Ef það er upptekið, ef við erum með mjög mikið af hegðunartrufluðu fólki þá höfum við spurt fangelsin hvort mögulegt sé að fresta innlögn um nokkra daga til að ná tökum á þessu. Þá erum við ekki að neita um þjónustu, heldur erum við að spyrja um möguleikann á að fresta innlögn um einn eða tvo daga og það samstarf hefur yfirleitt gengið mjög vel.“ Líklegast sé verklag á milli geðheilsuteymis fanga og geðdeildanna ekki nægilega skýrt. „Ef það væri skýrara myndi þetta eflaust ganga betur. Þá er líka meiri væntingarstjórnun og þá held ég að það myndi draga úr óöryggi og óvissu með það hvort við ætlum að veita þjónustu eða ekki.“ Nanna segir á ábyrgð allra að bæta úr skýrleika og samskiptum. „Það er ekkert eitthvað sem við í geðþjónustunni fríum okkur ábyrgð með. Við höfum verið að skoða og erum að skoða verklag, að skýra verklag. Nú erum við að skipuleggja fundi með geðheilsuteyminu til að fá aðeins meiri skýrleika í þessu.“ Hefja samtal Þegar geðheilsuteymið var sett á laggirnar árið 2019 segist Nanna hafa átt von á því að forsvarsmenn teymisins myndu hafa frumkvæði að samskiptum við helstu haghafa, meðal annars Landspítala um verkferla. „Það hefur ekki orðið en núna er vinna að fara af stað og vonandi kemst einhver skýrleiki í málið. Við á Landspítala sinnum öllum sem þurfa á þjónustunni okkar að halda. Ég veit ekki af hverju við ættum ekki að vilja sinna föngum eins og öðrum.“ Samvinnu skorti Í síðustu viku sagði teymisstjóri geðheilsuteymis fangelsa að samvinnu skorti milli teymisins og Landspítala og lagði áherslu á að fólk haldi áfram að vera skjólstæðingar spítalans þrátt fyrir að þeir fari inn í afplánun í fangelsi. „Já við höfum upplifað það og höfum óskað eftir því að skjólstæðingar okkar sem eru með greindan geðklofasjúkdóm eða geðrofssjúkdóm fái t.d. innlögn eða meðferð á Geðdeild í kannski viku því okkur finnst viðkomandi vera svo óstöðugur eða ekki í góðu jafnvægi en það hefur því miður ekki gengið alveg nógu vel,“ sagði Helena Bragadóttir, teymisstjóri geðheilsuteymis fangelsa. Vilja gera betur Mætti samstarfið vera betra? „Já alveg örugglega. Mér hefur yfirleitt þótt misskilningur og mismunandi væntingar byggja á vöntun á skýru verklagi og samstarfi. Þannig við getum klárlega á báða bóga staðið okkur betur þar. En eins og ég segi þá áttum við von á frumkvæði frá geðheilsuteyminu um að gera skýrt verklag hjá okkur sem hefur ekki komið, en við erum í samtali núna sem ég geri ráð fyrir að muni leiða góða hluti af sér. Auðvitað getur maður alltaf gert betur og við viljum klárlega gera það.“ Nanna segir að hægt væri að gera margt betur ef leguplássin væru fleiri. „Við erum með of fá legupláss og við erum með of fá pláss á öryggis- og réttargeðdeildinni. Við sjáum að þörfin þar fer vaxandi. Við erum hvorki með nægilega gott húsnæði, né nægilega öruggt húsnæði. Auðvitað er það þannig að þegar við erum með takmörkuð legupláss þá þurfum við að nýta þau eins vel og við mögulega getum. Það þýðir líka að það er enginn inni hér lengur en mesta nauðsyn segir til um.“ Hún segir þörf á úrræði fyrir þann hóp alvarlegra veikra fanga sem þrífst ekki í fangelsum vegna veikinda sinna. „En sem eru samt sem áður ekki það veikir að þeir þurfi langtímadvöl inni á geðsjúkrahúsi. Slíkt úrræði er ekki til á Íslandi.“ Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira
Í Kompás fjölluðum við um úrræðaleysi þegar kemur að andlega veikum föngum sem fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið í verra ástandi en áður, jafnvel hættulegri. Þar sagði Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, að geðdeildirnar neiti að taka við föngum. „En ég veit að þeir [á geðdeildunum] neita fyrir þetta stundum og segja að þetta sé alls ekki þannig en þetta er þannig. Við erum búin að horfa upp á þetta margoft. Þannig það er ekkert hægt að neita fyrir þetta,“ sagði Guðmundur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, sagði jafnframt að heilbrigðisstofnanir hér á landi hafi komist upp með að neita veikum föngum um heilbrigðisþjónustu. „Stofnanir hér komast bara upp með það að segja, nei við tökum þennan ekki inn vegna þess að hann er fangi. Stjórnvöld hafa bara ekki staðið sig í þessu, það er bara ósköp einfalt. Því þessar stofnanir hafa komist upp með það í langan tíma að taka ekki við öllum sem þurfa á þeirra þjónustu að halda.“ Spítalinn neiti föngum ekki um þjónustu Framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítalans, segir þessar fullyrðingar ekki réttar. „Nei. Og það er í rauninni einfaldasta svarið, við gerum það ekki,“ segir Nanna Briem. Aðspurð hvers vegna því sé haldið fram að geðdeildirnar taki ekki við þessum hópi segir hún um misskilning sé að ræða sem gæti verið byggður á nokkrum þáttum. „Ég hef velt þessu fyrir mér. Ég held að það sé þannig að aðstaðan í fangelsunum er ekki góð fyrir ákveðinn hóp fanga. Ég held að það sé hluti af skýringunni. Ég held líka að það sé ákveðið skilningsleysi á báða bóga. Það er skilningsleysi á hlutverk Landspítala er og svo er ég ekki í neinum vafa um að við getum alltaf gert betur.“ „Ég hef rætt við mitt fólk og spurt þau að því hvort við neitum föngum um geðheilbrigðisþjónustu og það kannast enginn við það.“ Nanna segir að á hverjum tíma sé fangi í þjónustu hjá spítalanum, hvort sem viðkomandi sé inniliggjandi eða í annarri þjónustu. Mögulega séu væntingar starfsfólks fangelsa ekki í samræmi við þjónustugetu spítalans. „En það sem við tökum síðan ákvörðun um að gera er kannski ekki akkúrat það sem fangelsin voru með væntingar um. Oft er það ástæðan fyrir því að það myndast eitthvað misræmi.“ „Það er alveg á hreinu að við neitum engum um þjónustu sem við teljum að við eigum að veita. Hvort sem það er innlögn eða önnur meðferð, ef það er okkar faglega mat að viðkomandi þarf á okkar þjónustu að halda. Og ef við sjáum að það getur enginn annar veitt þá þjónustu.“ Fara stundum gegn ósk fulltrúa fangelsa Hún segir starfsfólk geðdeilda meta þá skjólstæðinga sem leiti til deildanna. Matið byggi á geðrænu ástandi þeirra, en líka á félagslegum aðstæðum viðkomandi. „Innlagnir á bráða- og legudeildir hjá okkur snúa fyrst og fremst um að tryggja öryggi. Ef einkenni eru svo alvarleg að viðkomandi eða öðrum er hætta búin og ekki hægt að veita nægilegan stuðning í því umhverfi sem hann býr við, þá er það forsenda fyrir því að leggja einstakling inn.“ Nefnir hún sem dæmi að ef einstaklingur með mikil geðræn einkenni kemur inn, þá telji forsvarsmenn geðdeilda stundum í lagi að viðkomandi fari heim ef hann er með góða fjölskyldu sem getur sinnt honum. „Þegar ég hef rætt við mína stjórnendur þá eru fangar lagðir inn hjá okkur í lang flestum tilfellum, en í undantekningartilfellum fer okkar faglega mat gegn ósk fangelsisins.“ Öryggissvæðin oft þétt setin Hún segir það stundum gerast að fangi neiti að leggjast inn. „Lögræðislögin gilda um fanga eins og um alla aðra og það er ekki lægri þröskuldur að beita fanga þvingandi meðferð í geðþjónustunni heldur en á við um aðra. Það eru allir jafnir fyrir þeim lögum. Þannig mér dettur í hug að það geti líka verið ein skýring á því að fangi sé ekki lagður inn, einfaldlega því það eru ekki forsendur til nauðungarvistunar.“ Hún segir að ef um sé að ræða fanga með mikinn hegðunarvanda þurfi oft að notast við ákveðið öryggissvæði. „Ef það er upptekið, ef við erum með mjög mikið af hegðunartrufluðu fólki þá höfum við spurt fangelsin hvort mögulegt sé að fresta innlögn um nokkra daga til að ná tökum á þessu. Þá erum við ekki að neita um þjónustu, heldur erum við að spyrja um möguleikann á að fresta innlögn um einn eða tvo daga og það samstarf hefur yfirleitt gengið mjög vel.“ Líklegast sé verklag á milli geðheilsuteymis fanga og geðdeildanna ekki nægilega skýrt. „Ef það væri skýrara myndi þetta eflaust ganga betur. Þá er líka meiri væntingarstjórnun og þá held ég að það myndi draga úr óöryggi og óvissu með það hvort við ætlum að veita þjónustu eða ekki.“ Nanna segir á ábyrgð allra að bæta úr skýrleika og samskiptum. „Það er ekkert eitthvað sem við í geðþjónustunni fríum okkur ábyrgð með. Við höfum verið að skoða og erum að skoða verklag, að skýra verklag. Nú erum við að skipuleggja fundi með geðheilsuteyminu til að fá aðeins meiri skýrleika í þessu.“ Hefja samtal Þegar geðheilsuteymið var sett á laggirnar árið 2019 segist Nanna hafa átt von á því að forsvarsmenn teymisins myndu hafa frumkvæði að samskiptum við helstu haghafa, meðal annars Landspítala um verkferla. „Það hefur ekki orðið en núna er vinna að fara af stað og vonandi kemst einhver skýrleiki í málið. Við á Landspítala sinnum öllum sem þurfa á þjónustunni okkar að halda. Ég veit ekki af hverju við ættum ekki að vilja sinna föngum eins og öðrum.“ Samvinnu skorti Í síðustu viku sagði teymisstjóri geðheilsuteymis fangelsa að samvinnu skorti milli teymisins og Landspítala og lagði áherslu á að fólk haldi áfram að vera skjólstæðingar spítalans þrátt fyrir að þeir fari inn í afplánun í fangelsi. „Já við höfum upplifað það og höfum óskað eftir því að skjólstæðingar okkar sem eru með greindan geðklofasjúkdóm eða geðrofssjúkdóm fái t.d. innlögn eða meðferð á Geðdeild í kannski viku því okkur finnst viðkomandi vera svo óstöðugur eða ekki í góðu jafnvægi en það hefur því miður ekki gengið alveg nógu vel,“ sagði Helena Bragadóttir, teymisstjóri geðheilsuteymis fangelsa. Vilja gera betur Mætti samstarfið vera betra? „Já alveg örugglega. Mér hefur yfirleitt þótt misskilningur og mismunandi væntingar byggja á vöntun á skýru verklagi og samstarfi. Þannig við getum klárlega á báða bóga staðið okkur betur þar. En eins og ég segi þá áttum við von á frumkvæði frá geðheilsuteyminu um að gera skýrt verklag hjá okkur sem hefur ekki komið, en við erum í samtali núna sem ég geri ráð fyrir að muni leiða góða hluti af sér. Auðvitað getur maður alltaf gert betur og við viljum klárlega gera það.“ Nanna segir að hægt væri að gera margt betur ef leguplássin væru fleiri. „Við erum með of fá legupláss og við erum með of fá pláss á öryggis- og réttargeðdeildinni. Við sjáum að þörfin þar fer vaxandi. Við erum hvorki með nægilega gott húsnæði, né nægilega öruggt húsnæði. Auðvitað er það þannig að þegar við erum með takmörkuð legupláss þá þurfum við að nýta þau eins vel og við mögulega getum. Það þýðir líka að það er enginn inni hér lengur en mesta nauðsyn segir til um.“ Hún segir þörf á úrræði fyrir þann hóp alvarlegra veikra fanga sem þrífst ekki í fangelsum vegna veikinda sinna. „En sem eru samt sem áður ekki það veikir að þeir þurfi langtímadvöl inni á geðsjúkrahúsi. Slíkt úrræði er ekki til á Íslandi.“
Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira