Rekin úr íbúðinni vegna smáhunds fósturdóttur sinnar Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2023 09:04 Monika Makowska segir hundinn bjargræði fyrir fósturdóttur sína sem hún tók að sér eftir að stúlkan missti fjölskyldu sína í skelfilegu bílslysi. vísir/vilhelm Monika Macowska leigjandi er afar ósátt við hvernig staðið var að riftun leigusamnings hennar og á hvaða forsendum. Smáhundur sem hún fékk fyrir fósturdóttur sína sem er að eiga við áfallastreituröskun eftir alvarlegt áfall er uppgefin ástæða uppsagnarinnar. Formaður húsfélagsins, sem jafnframt er leigusali hennar, sagði leigusamningnum upp á þeim forsendum að Monika hafi gerst brotleg við reglur um gæludýrahald. Það sé bannað í blokkinni sem stendur við Blásali 22 í Kópavogi. Um er að ræða stórt fjölbýlishús. Monika segir þetta ekki standast því í húsinu séu aðrir hundar auk annarra gæludýra. Þær mæðgur fyrir framan blokkina sem þeim hefur nú verið gert að yfirgefa.vísir/vilhelm „Þetta er mjög ósanngjarnt,“ segir Monika í samtali við Vísi. „Það eru þrír hundar í húsinu og ég þarf að flytja?! Ég skil ekki af hverju?“ Hundurinn ómetanlegur fyrir stúlku í áfalli Það sem gerir málið sérlega viðkvæmt og átakanlegt í senn er að Monika, sem er frá Póllandi, fékk hundinn sérstaklega fyrir fósturdóttur sína sem hefur nú um árabil mátt eiga við alvarlega áfallastreituröskun. Hún missti fjölskyldu sína í skelfilegu bílslysi 2017 en fjallað var um það í fréttum á sínum tíma. Monika tók stúlkuna að sér í kjölfarið en faðir hennar er bróðir Moniku. Stúlkan hefur mátt eiga við afleiðingar þessa skelfilega áfalls og segir Monika hundinn hafa reynst ómetanlegur fyrir stúlkuna. Henni líði miklu betur eftir að hundurinn kom til sögunnar. Hér sé því ekki um það að ræða að hún hafi verið að fá sér hund upp á sportið. Monika segist hafa reynt að benda leigusala sínum á þessa stöðu en allt hafi komið fyrir ekki. „Leigusalinn segir að það megi vel vera að hundurinn hafi góð áhrif á stelpuna en hún sé einfaldlega ekki sérfróð á þessu sviði og þar við situr.“ Staðan er hins vegar sú að hægara sé sagt en gert að losa sig við hundinn. Það hefði afar slæm áhrif á stúlkuna. Segir ekkert ónæði stafa af hundinum Monika segir ekkert ónæði stafa af hundinum, þvert á móti sé hann afskaplega þægilegur smáhundur, hann gelti lítið sem ekkert og þegar hún fari með hann út þá haldi hún alltaf á honum. Þannig að hún telur þessa ástæðu uppsagnar leigusamningsins afar hæpna. Monika segir ekkert ónæði fylgja hundinum og það sem meira er, í blokkinni eru fleiri hundar en henni einni er gert að hlýta ströngum reglum, banni við gæludýrahaldi.vísir/vilhelm Leigjendasamtökin hafa látið þetta mál til sín taka en að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formanns er þetta stórmál í húsfélaginu. Leigusalinn hafi verið í stjórn húsfélagsins, sé nú í varastjórn auk þess að vera leigusali en búi sjálf í einbýlishúsi í Garðabæ. Hún sé fyrrverandi erindreki í Brussel. Guðmundur Hrafn segir athugasemdir samtakanna snúa að því að ekki sé gætt jafnræðis. „Við gerðum athugasemdir við það að hún væri að beita leigjandann öðrum ákvæðum en gilda um aðra íbúa hússins,“ segir Guðmundur Hrafn. Leigendasamtökin telja riftunina ekki standast skoðun Formaðurinn segir það vissulega svo að gæludýrahald sé samkvæmt reglum húsfélagsins bannað en í húsinu séu fullt af gæludýrum og ekki hafi verið farið í neinar aðgerðir gegn þeim sem þau halda. Nú virðist eiga að skapa eitthvað fordæmi með því að flæma Moniku á brott. Guðmundur Hrafn hjá Leigjendasamtökunum segir mál Moniku sýna svart á hvítu hversu berskjaldaðir leigjendur séu; þeir séu upp á náð og miskunn leigusala sinna komnir. Annars blasi gatan við.vísir/vilhelm „Þetta mál sýnir glögglega þennan hrikalega valdamismun milli leigusala og leigjanda sem eru í afar viðkvæmri stöðu og kúgaðir. Varnarleysið er algert,“ segir Guðmundur Hrafn. Lögmenn samtakanna hafa farið yfir málið og vilja fá riftuninni hnekkt meðal annars á þeim forsendum að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Hún hafi verið munnleg og í stopulum messenger-skilaboðum. „Svona riftanir halda aldrei fyrir dómi nema rétt sé að þeim staðið,“ segir Guðmundur Hrafn og um það gildi skýrar reglur. Þar þurfi að koma fram viðvörun og ef til dæmis það er svo að leigjanda sé sagt upp leigusamningi þurfi að koma til viðvörun og líði tveir mánuðir á milli þeirra, þá sé þar kominn byrjunarreitur – og sex mánaða uppsagnarfrestur. Málið hefur verið kært og verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness strax eftir helgi. Uppfært 8. maí kl: 13:22 Mishermt var í fréttinni að téður leigusali væri formaður húsfélagsins, rétt er að hann var í stjórn og er nú í varastjórn félagsins. Lesendur eru beðnir velvirðingar á ónákvæmninni. Kópavogur Leigumarkaður Húsnæðismál Dómsmál Hundar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Formaður húsfélagsins, sem jafnframt er leigusali hennar, sagði leigusamningnum upp á þeim forsendum að Monika hafi gerst brotleg við reglur um gæludýrahald. Það sé bannað í blokkinni sem stendur við Blásali 22 í Kópavogi. Um er að ræða stórt fjölbýlishús. Monika segir þetta ekki standast því í húsinu séu aðrir hundar auk annarra gæludýra. Þær mæðgur fyrir framan blokkina sem þeim hefur nú verið gert að yfirgefa.vísir/vilhelm „Þetta er mjög ósanngjarnt,“ segir Monika í samtali við Vísi. „Það eru þrír hundar í húsinu og ég þarf að flytja?! Ég skil ekki af hverju?“ Hundurinn ómetanlegur fyrir stúlku í áfalli Það sem gerir málið sérlega viðkvæmt og átakanlegt í senn er að Monika, sem er frá Póllandi, fékk hundinn sérstaklega fyrir fósturdóttur sína sem hefur nú um árabil mátt eiga við alvarlega áfallastreituröskun. Hún missti fjölskyldu sína í skelfilegu bílslysi 2017 en fjallað var um það í fréttum á sínum tíma. Monika tók stúlkuna að sér í kjölfarið en faðir hennar er bróðir Moniku. Stúlkan hefur mátt eiga við afleiðingar þessa skelfilega áfalls og segir Monika hundinn hafa reynst ómetanlegur fyrir stúlkuna. Henni líði miklu betur eftir að hundurinn kom til sögunnar. Hér sé því ekki um það að ræða að hún hafi verið að fá sér hund upp á sportið. Monika segist hafa reynt að benda leigusala sínum á þessa stöðu en allt hafi komið fyrir ekki. „Leigusalinn segir að það megi vel vera að hundurinn hafi góð áhrif á stelpuna en hún sé einfaldlega ekki sérfróð á þessu sviði og þar við situr.“ Staðan er hins vegar sú að hægara sé sagt en gert að losa sig við hundinn. Það hefði afar slæm áhrif á stúlkuna. Segir ekkert ónæði stafa af hundinum Monika segir ekkert ónæði stafa af hundinum, þvert á móti sé hann afskaplega þægilegur smáhundur, hann gelti lítið sem ekkert og þegar hún fari með hann út þá haldi hún alltaf á honum. Þannig að hún telur þessa ástæðu uppsagnar leigusamningsins afar hæpna. Monika segir ekkert ónæði fylgja hundinum og það sem meira er, í blokkinni eru fleiri hundar en henni einni er gert að hlýta ströngum reglum, banni við gæludýrahaldi.vísir/vilhelm Leigjendasamtökin hafa látið þetta mál til sín taka en að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formanns er þetta stórmál í húsfélaginu. Leigusalinn hafi verið í stjórn húsfélagsins, sé nú í varastjórn auk þess að vera leigusali en búi sjálf í einbýlishúsi í Garðabæ. Hún sé fyrrverandi erindreki í Brussel. Guðmundur Hrafn segir athugasemdir samtakanna snúa að því að ekki sé gætt jafnræðis. „Við gerðum athugasemdir við það að hún væri að beita leigjandann öðrum ákvæðum en gilda um aðra íbúa hússins,“ segir Guðmundur Hrafn. Leigendasamtökin telja riftunina ekki standast skoðun Formaðurinn segir það vissulega svo að gæludýrahald sé samkvæmt reglum húsfélagsins bannað en í húsinu séu fullt af gæludýrum og ekki hafi verið farið í neinar aðgerðir gegn þeim sem þau halda. Nú virðist eiga að skapa eitthvað fordæmi með því að flæma Moniku á brott. Guðmundur Hrafn hjá Leigjendasamtökunum segir mál Moniku sýna svart á hvítu hversu berskjaldaðir leigjendur séu; þeir séu upp á náð og miskunn leigusala sinna komnir. Annars blasi gatan við.vísir/vilhelm „Þetta mál sýnir glögglega þennan hrikalega valdamismun milli leigusala og leigjanda sem eru í afar viðkvæmri stöðu og kúgaðir. Varnarleysið er algert,“ segir Guðmundur Hrafn. Lögmenn samtakanna hafa farið yfir málið og vilja fá riftuninni hnekkt meðal annars á þeim forsendum að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Hún hafi verið munnleg og í stopulum messenger-skilaboðum. „Svona riftanir halda aldrei fyrir dómi nema rétt sé að þeim staðið,“ segir Guðmundur Hrafn og um það gildi skýrar reglur. Þar þurfi að koma fram viðvörun og ef til dæmis það er svo að leigjanda sé sagt upp leigusamningi þurfi að koma til viðvörun og líði tveir mánuðir á milli þeirra, þá sé þar kominn byrjunarreitur – og sex mánaða uppsagnarfrestur. Málið hefur verið kært og verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness strax eftir helgi. Uppfært 8. maí kl: 13:22 Mishermt var í fréttinni að téður leigusali væri formaður húsfélagsins, rétt er að hann var í stjórn og er nú í varastjórn félagsins. Lesendur eru beðnir velvirðingar á ónákvæmninni.
Kópavogur Leigumarkaður Húsnæðismál Dómsmál Hundar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira