Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. Þar voru 1092 manns spurðir að því hversu miklar eða litlar áhyggjur þau hafa af skotvopnaeign á Íslandi. Könnunin fór fram dagana 16. til 21. mars síðastliðinn.
14,7 prósent sagðist hafa mjög miklar áhyggjur af skotvopnaeign og 31,2 prósent sagðist hafa frekar miklar áhyggjur. 21,8 prósent sagðist hvorki hafa miklar né litlar áhyggjur.
Þá sögðust 17 prósent landsmanna hafa frekar litlar áhyggjur af málinu. 15,2 prósent segjast mjög litlar áhyggjur hafa af skotvopnaeign hérlendis.

Eigendur hafa minni áhyggjur
Í könnun Maskínu má meðal annars sjá að þeir sem eiga skotvopn hafa töluvert minni áhyggjur en þeir sem eiga þau ekki. 42,4 prósent þeirra sem eiga skotvopn hafa mjög litlar áhyggjur og 19,8 prósent frekar litlar áhyggjur.
Alls hafa hinsvegar 53,2 prósent þeirra sem ekki eiga skotvopn áhyggjur af eign á þeim hérlendis. 35,5 prósent þeirra hafa frekar miklar áhyggjur og 17,7 prósent mjög miklar.
Þá er spurt að því í könnun Maskínu hvort svarendur hafi sjálfir aðgang að skotvopnum. 20,7 prósent segjast hafa aðgang að skotvopnum en 79,3 prósent ekki.
