Íslandsferð hæstaréttardómara sögð siðferðislega vafasöm Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. maí 2023 19:10 Frá Íslandsferð Gorsuch í júlí árið 2021. Íslandsferð Neil Gorsuch, hæstaréttardómara í Bandaríkjunum, árið 2021 er sögð siðferðislega ámælisverð. Ferðin var greidd af íhaldssamri lagadeild rannsóknarháskóla. Gorsuch var tilnefndur í réttinn árið 2017 af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, sem arftaka hins íhaldssama Antonin Scalia. Gorsuch er sjálfur afar íhaldssamur og var einn af þeim dómurum sem á síðasta ári sneru við dómnum Roe gegn Wade sem tryggði öllum Bandaríkjamönnum rétt til þungunarrofs. Fjármál hæstaréttardómara hafa verið mikið til umræðu undanfarið eftir að upp kom að dómarinn Clarence Thomas hefur þegið lúxusferðir frá milljarðamæringum tengdum Repúblíkanaflokknum, stundað vafasöm fasteignaviðskipti og fengið greidd skólagjöld fyrir uppeldisson sinn. Hefur málið verið talið merki um spillingu og Demókratar í þinginu hafa krafist þess að siðareglur verði settar fyrir hæstaréttardómara. Allt greitt fyrir Gorsuch og vini hans Gorsuch þáði boðsferð til Íslands sem greidd var af Antonin Scalia lagadeildinni við George Mason háskóla í Virginíufylki. Deildin er þekkt fyrir að vera ein sú íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt New York Times um málið greiddi deildin 5.250 dollara fyrir gistingu Gorsuch, eða um 717 þúsund krónur, en ferðin var farin dagana 19. til 30. júlí árið 2021. En dagblaðið hefur undir höndum innanbúðar tölvupósta frá háskólanum. Upp hefur komist um ýmis spillingarmál bandarískra hæstarréttardómara undanfarnar vikur.EPA Auk þess að heimsækja Háskóla Íslands var Gorsuch boðið á ýmsa ferðamannastaði hér á landi, svo sem ýmsa fossa og Bláa lónið. Allt var greitt fyrir Gorsuch, svo sem flug, matur og drykkur. Þá var vinum Gorsuch flogið til Íslands á kostnað lagadeildarinnar. Litil kennsla Þetta er ekki eina ferðin sem Antonin Scalia lagadeildin hefur greitt fyrir Gorsuch. Árið 2018 var honum boðið í ferð til ítölsku borgarinnar Padua. Greiddi skólinn 3.771 dollara fyrir flugið, eða um 515 þúsund krónur. Ferðaðist Gorsuch einnig til Bologna og Flórens í þeirri ferð. Yfirskrift ferðanna var að þetta væru kennsluferðir. En samkvæmt New York Times var kennslan mjög lítill hluti af ferðunum. „Þetta hljómar eins og boðsferð með öllu tilheyrandi en afar lítilli kennslu,“ sagði Amanda Frost, lagasiðfræðingur við Virginíuháskóla. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Íslandsvinir Tengdar fréttir Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Sjá meira
Gorsuch var tilnefndur í réttinn árið 2017 af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, sem arftaka hins íhaldssama Antonin Scalia. Gorsuch er sjálfur afar íhaldssamur og var einn af þeim dómurum sem á síðasta ári sneru við dómnum Roe gegn Wade sem tryggði öllum Bandaríkjamönnum rétt til þungunarrofs. Fjármál hæstaréttardómara hafa verið mikið til umræðu undanfarið eftir að upp kom að dómarinn Clarence Thomas hefur þegið lúxusferðir frá milljarðamæringum tengdum Repúblíkanaflokknum, stundað vafasöm fasteignaviðskipti og fengið greidd skólagjöld fyrir uppeldisson sinn. Hefur málið verið talið merki um spillingu og Demókratar í þinginu hafa krafist þess að siðareglur verði settar fyrir hæstaréttardómara. Allt greitt fyrir Gorsuch og vini hans Gorsuch þáði boðsferð til Íslands sem greidd var af Antonin Scalia lagadeildinni við George Mason háskóla í Virginíufylki. Deildin er þekkt fyrir að vera ein sú íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt New York Times um málið greiddi deildin 5.250 dollara fyrir gistingu Gorsuch, eða um 717 þúsund krónur, en ferðin var farin dagana 19. til 30. júlí árið 2021. En dagblaðið hefur undir höndum innanbúðar tölvupósta frá háskólanum. Upp hefur komist um ýmis spillingarmál bandarískra hæstarréttardómara undanfarnar vikur.EPA Auk þess að heimsækja Háskóla Íslands var Gorsuch boðið á ýmsa ferðamannastaði hér á landi, svo sem ýmsa fossa og Bláa lónið. Allt var greitt fyrir Gorsuch, svo sem flug, matur og drykkur. Þá var vinum Gorsuch flogið til Íslands á kostnað lagadeildarinnar. Litil kennsla Þetta er ekki eina ferðin sem Antonin Scalia lagadeildin hefur greitt fyrir Gorsuch. Árið 2018 var honum boðið í ferð til ítölsku borgarinnar Padua. Greiddi skólinn 3.771 dollara fyrir flugið, eða um 515 þúsund krónur. Ferðaðist Gorsuch einnig til Bologna og Flórens í þeirri ferð. Yfirskrift ferðanna var að þetta væru kennsluferðir. En samkvæmt New York Times var kennslan mjög lítill hluti af ferðunum. „Þetta hljómar eins og boðsferð með öllu tilheyrandi en afar lítilli kennslu,“ sagði Amanda Frost, lagasiðfræðingur við Virginíuháskóla.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Íslandsvinir Tengdar fréttir Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Sjá meira
Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27
Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40