Undraverður bati Blæs vekur mikla athygli: „Það eina sem ég hef hugsað um“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2023 15:31 Blær meiddist mjög illa gegn Fram í apríl en sneri aftur inn á völlinn í gærkvöldi Vísir/bjarni Margir ráku upp stór augu þegar að Blær Hinriksson, sem meiddist illa á dögunum í leik með Aftureldingu, sneri óvænt aftur inn á völlinn í undanúrslitum Olís deildarinnar í gærkvöldi. Blær meiddist í leik með Aftureldingu gegn Fram um miðjan aprílmánuð. Í fyrstu var búist við því versta, að hann væri ökklabrotinn en svo var ekki. Þessi öflugi leikmaður meiddist þó illa, hlaut beinmar og skaddaði liðbönd. Margir bjuggust við því að hann myndi ekki spila meira með Aftureldingu á tímabilinu en í gær kom hann óvænt við sögu í fyrsta leik Aftureldingar og Hauka í undanúrslitum Olís deildarinnar. „Ég er bara með tognuð liðbönd, illa tognaður en á endanum er bara mikil vinna á bak við þessa endurkomu,“ sagði Blær í beinni útsendingu eftir sigur Aftureldingar á Haukum í gær. „Vinna sem ég hef lagt í þetta dag og nótt. Þetta er það eina sem ég hef hugsað um. Í samráði við góða menn, Einar Einarsson sjúkraþjálfara og sjúkrateymi Aftureldingar, auk mikillar vinnu sem ég lagði í eftir að hafa sett mér markmið og tekið þetta skref fyrir skref. Þá gerast svona hlutir.“ Blær segir að þegar að komið er inn á völlinn gleymist allur sársauki. Hann viðurkenndi þó að finna smá fyrir meiðslunum á þeirri stundu sem viðtalið var tekið. Þrotlaus vinna er að baki þessari snemmbúnu endurkomu hans. „Ég var bara á hækjum og gat varla stigið í löppina. Síðan leitaði ég bara ráða hjá fagaðila og við byrjum strax að vinna í þessu með styrktaræfingum, teygjum og með því að kæla endalaust. Ég byrjaði að synda á fullu til að halda mér í formi og æfa tvisvar til þrisvar sinnum á dag.“ Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding- Haukar 28-24 | Afturelding komið yfir í einvíginu gegn Haukum Afturelding vann í kvöld fyrsta leikinn í undanúrslitaeinvígi liðsins gegn Haukum í Olís deild karla. Leikið var í Mosfellsbænum í kvöld fyrir framan troðfulla höll, lokatölur 28-24 Aftureldingu í vil. 5. maí 2023 22:11 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Blær meiddist í leik með Aftureldingu gegn Fram um miðjan aprílmánuð. Í fyrstu var búist við því versta, að hann væri ökklabrotinn en svo var ekki. Þessi öflugi leikmaður meiddist þó illa, hlaut beinmar og skaddaði liðbönd. Margir bjuggust við því að hann myndi ekki spila meira með Aftureldingu á tímabilinu en í gær kom hann óvænt við sögu í fyrsta leik Aftureldingar og Hauka í undanúrslitum Olís deildarinnar. „Ég er bara með tognuð liðbönd, illa tognaður en á endanum er bara mikil vinna á bak við þessa endurkomu,“ sagði Blær í beinni útsendingu eftir sigur Aftureldingar á Haukum í gær. „Vinna sem ég hef lagt í þetta dag og nótt. Þetta er það eina sem ég hef hugsað um. Í samráði við góða menn, Einar Einarsson sjúkraþjálfara og sjúkrateymi Aftureldingar, auk mikillar vinnu sem ég lagði í eftir að hafa sett mér markmið og tekið þetta skref fyrir skref. Þá gerast svona hlutir.“ Blær segir að þegar að komið er inn á völlinn gleymist allur sársauki. Hann viðurkenndi þó að finna smá fyrir meiðslunum á þeirri stundu sem viðtalið var tekið. Þrotlaus vinna er að baki þessari snemmbúnu endurkomu hans. „Ég var bara á hækjum og gat varla stigið í löppina. Síðan leitaði ég bara ráða hjá fagaðila og við byrjum strax að vinna í þessu með styrktaræfingum, teygjum og með því að kæla endalaust. Ég byrjaði að synda á fullu til að halda mér í formi og æfa tvisvar til þrisvar sinnum á dag.“
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding- Haukar 28-24 | Afturelding komið yfir í einvíginu gegn Haukum Afturelding vann í kvöld fyrsta leikinn í undanúrslitaeinvígi liðsins gegn Haukum í Olís deild karla. Leikið var í Mosfellsbænum í kvöld fyrir framan troðfulla höll, lokatölur 28-24 Aftureldingu í vil. 5. maí 2023 22:11 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding- Haukar 28-24 | Afturelding komið yfir í einvíginu gegn Haukum Afturelding vann í kvöld fyrsta leikinn í undanúrslitaeinvígi liðsins gegn Haukum í Olís deild karla. Leikið var í Mosfellsbænum í kvöld fyrir framan troðfulla höll, lokatölur 28-24 Aftureldingu í vil. 5. maí 2023 22:11