Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2023 22:07 Finnur Freyr Stefánsson og Ozren Pavlovic ræða saman. Vísir/Bára Dröfn Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði að þetta hefði verið skrítinn leikur, en sóknarlega voru hans menn í miklu brasi á löngum stundum. „Þetta var skrítinn leikur að því leytinu til að við komumst aldrei í gang fyrr en þarna undir lokin, þeir einhvern veginn alltaf svöruðu öllu. En við trúðum því alltaf að við ættum möguleika og ég er ánægður með að hafa komið til baka, en því miður einu stigi of lítið.“ Ozren Pavlovic var stigahæstur Valsmanna með 20 stig. Það var sennilega ekki uppleggið fyrir leikinn að hann myndi bera sóknarleikinn uppi? Það var líf og fjör á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Maður veit það að það er yfirleitt lögð mikil áhersla á stráka hjá okkur eins og Kára, Pablo og Kristófer. Við vitum alveg hvað Ozren getur en við náðum því í raun ekki fyrr en í lokin að ná að hreyfa boltann nógu vel og finna menn í betri og betri færum og þá fóru skotin að detta aðeins. Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik.“ Helstu hestar Valsmanna voru langt frá sínu besta í kvöld, en í fyrri hálfleik voru þeir Kári Jónsson, Callum Lawson og Pablo Bertone samanlagt með sjö stig og voru þrír af 18 í skotum. Var það varnarleikur Tindastóls sem var svona góður, eða sóknarleikurinn einfaldlega ekki nógu góður hjá Val? „Bara sittlítið af hvoru. Mikið af skotum þarna sem ég ætlast til að strákarnir setji ofan í og þeir hafa verið að gera í allan vetur. Á sama tíma þá gerðu Stólarnir vel, voru aggressífir og spiluðu mjög góða vörn. Við þurfum að finna lausnir á því. En það er einhvern veginn þannig að þú getur aldrei tekið allt í burtu og ef þú tekur eitt í burtu þá erum við tilbúnir að refsa með öðru, og það er kannski það sem strákar eins og Ozren og Aron voru að gera í seinni hálfleik.“ Kristófer Acox og Pétur Rúnar Birgisson berjast um boltann.Vísir/Bára Dröfn Hjálmar Stefánsson spilaði aðeins rúmar átta mínútur í kvöld og var sárt saknað, þá ekki síst varnarmegin. Finnur sagði að hann hefði einfaldlega verið veikur. „Bara fárveikur. Hann harkaði af sér og reyndi að spila í fyrri hálfleik en það sást langar leiðir að hann var langt frá því. Söknuðum hans klárlega í vörninni.“ Lokaniðurstaðan eins stigs tap í leik sem varð mjög spennandi undir lokin. Er ekki hægt að taka eitthvað jákvætt út úr svona frammistöðu þrátt fyrir tapið? „Bara fúlt að við grófum okkur ansi djúpa holu undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn var í þolanlegu jafnvægi, þeir eiga einhver 4-5 stig á okkur, fara svo í 30-39 og skora svo síðustu tíu stigin í fyrri hálfleiknum. Missum þá alltof langt frá okkur þar og erfitt að koma til baka á móti svona öflugu liði. Ánægður með þó að hafa sýnt þetta og vonandi að það geti hjálpað okkur eitthvað áfram, en það telur ekki neitt nema þú endir með fleiri stig í lokin.“ Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði að þetta hefði verið skrítinn leikur, en sóknarlega voru hans menn í miklu brasi á löngum stundum. „Þetta var skrítinn leikur að því leytinu til að við komumst aldrei í gang fyrr en þarna undir lokin, þeir einhvern veginn alltaf svöruðu öllu. En við trúðum því alltaf að við ættum möguleika og ég er ánægður með að hafa komið til baka, en því miður einu stigi of lítið.“ Ozren Pavlovic var stigahæstur Valsmanna með 20 stig. Það var sennilega ekki uppleggið fyrir leikinn að hann myndi bera sóknarleikinn uppi? Það var líf og fjör á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Maður veit það að það er yfirleitt lögð mikil áhersla á stráka hjá okkur eins og Kára, Pablo og Kristófer. Við vitum alveg hvað Ozren getur en við náðum því í raun ekki fyrr en í lokin að ná að hreyfa boltann nógu vel og finna menn í betri og betri færum og þá fóru skotin að detta aðeins. Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik.“ Helstu hestar Valsmanna voru langt frá sínu besta í kvöld, en í fyrri hálfleik voru þeir Kári Jónsson, Callum Lawson og Pablo Bertone samanlagt með sjö stig og voru þrír af 18 í skotum. Var það varnarleikur Tindastóls sem var svona góður, eða sóknarleikurinn einfaldlega ekki nógu góður hjá Val? „Bara sittlítið af hvoru. Mikið af skotum þarna sem ég ætlast til að strákarnir setji ofan í og þeir hafa verið að gera í allan vetur. Á sama tíma þá gerðu Stólarnir vel, voru aggressífir og spiluðu mjög góða vörn. Við þurfum að finna lausnir á því. En það er einhvern veginn þannig að þú getur aldrei tekið allt í burtu og ef þú tekur eitt í burtu þá erum við tilbúnir að refsa með öðru, og það er kannski það sem strákar eins og Ozren og Aron voru að gera í seinni hálfleik.“ Kristófer Acox og Pétur Rúnar Birgisson berjast um boltann.Vísir/Bára Dröfn Hjálmar Stefánsson spilaði aðeins rúmar átta mínútur í kvöld og var sárt saknað, þá ekki síst varnarmegin. Finnur sagði að hann hefði einfaldlega verið veikur. „Bara fárveikur. Hann harkaði af sér og reyndi að spila í fyrri hálfleik en það sást langar leiðir að hann var langt frá því. Söknuðum hans klárlega í vörninni.“ Lokaniðurstaðan eins stigs tap í leik sem varð mjög spennandi undir lokin. Er ekki hægt að taka eitthvað jákvætt út úr svona frammistöðu þrátt fyrir tapið? „Bara fúlt að við grófum okkur ansi djúpa holu undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn var í þolanlegu jafnvægi, þeir eiga einhver 4-5 stig á okkur, fara svo í 30-39 og skora svo síðustu tíu stigin í fyrri hálfleiknum. Missum þá alltof langt frá okkur þar og erfitt að koma til baka á móti svona öflugu liði. Ánægður með þó að hafa sýnt þetta og vonandi að það geti hjálpað okkur eitthvað áfram, en það telur ekki neitt nema þú endir með fleiri stig í lokin.“
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira