Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2023 23:05 Kenningar eru uppi um að stjórnvöld í Moskvu séu viljandi að halda aðföngum frá Wagner, til að geta eignað hernum sigra í Bakhmut. Getty Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. Í myndskeiði sem hann birti í dag segir Kadyrov liðsmenn hugrakka og mikilsverða, ekki síst vegna þekkingar sinnar á svæðinu þar sem barist er. „Ef þið gangið til liðs við okkur heiti ég því að gefa ykkur meira, skapa betri aðstæður, en þið hafið í dag. Við munum reyna að gera allt fyrsta flokks fyrir ykkur,“ segir hann í ávarpi sínu til Wagner-liða. Kadyrov birti einnig bréf til Pútín þar sem hann biðlar til forsetans um að fyrirskipa tilfærslu Akhmat-sveita annars staðar í Úkraínu til Bakhmut, til að leysa Wagner af hólmi. Wagner PMC is transferring their combat positions to Kadyrov's men, - Prigozhin.It seems that the private armies are fighting - Wagner, kadyrovites... What's Russian army doing? pic.twitter.com/7GashMD9RI— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) May 6, 2023 Yevgeny Prigozhin, stofnandi og leiðtogi Wagner, sagði í dag að hann hygðist láta Kadyrov eftir framlínur Wagner-liða frá og með 10. maí. Ekki var annað að skilja en að Kadyrov hefði gengið að boðinu. Prigozhin sagðist þegar eiga í samræðum við fulltrúa Kadyrov, til að koma því í kring að sveitir hans yrðu reiðubúnar til að taka yfir nákvæmlega þegar Wagner-liðar yrðu uppiskroppa með aðföng og gætu ekki haldið áfram að berjast. Hann segðir það munu gerast 10. maí. Prigozhin hefur verið afar ósáttur við stjórnvöld í Moskvu síðustu misseri og segir þau hafa svikið liðsmenn sína um vopn og skotfæri. Á sama tíma hafi þeir verið hryggjarstykkið í átökunum um Bakhmut. Kadyrov sagði í gær að hann myndi glaður taka yfir fyrir „stóra bróður“, það er að segja Prigozhin. En líkt og erlendir miðlar hafa bent á er erfitt að spá fyrir um hvað gerist 10. maí þar sem bæði Kadyrov og Prigozhin eru þekktir fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Í myndskeiði sem hann birti í dag segir Kadyrov liðsmenn hugrakka og mikilsverða, ekki síst vegna þekkingar sinnar á svæðinu þar sem barist er. „Ef þið gangið til liðs við okkur heiti ég því að gefa ykkur meira, skapa betri aðstæður, en þið hafið í dag. Við munum reyna að gera allt fyrsta flokks fyrir ykkur,“ segir hann í ávarpi sínu til Wagner-liða. Kadyrov birti einnig bréf til Pútín þar sem hann biðlar til forsetans um að fyrirskipa tilfærslu Akhmat-sveita annars staðar í Úkraínu til Bakhmut, til að leysa Wagner af hólmi. Wagner PMC is transferring their combat positions to Kadyrov's men, - Prigozhin.It seems that the private armies are fighting - Wagner, kadyrovites... What's Russian army doing? pic.twitter.com/7GashMD9RI— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) May 6, 2023 Yevgeny Prigozhin, stofnandi og leiðtogi Wagner, sagði í dag að hann hygðist láta Kadyrov eftir framlínur Wagner-liða frá og með 10. maí. Ekki var annað að skilja en að Kadyrov hefði gengið að boðinu. Prigozhin sagðist þegar eiga í samræðum við fulltrúa Kadyrov, til að koma því í kring að sveitir hans yrðu reiðubúnar til að taka yfir nákvæmlega þegar Wagner-liðar yrðu uppiskroppa með aðföng og gætu ekki haldið áfram að berjast. Hann segðir það munu gerast 10. maí. Prigozhin hefur verið afar ósáttur við stjórnvöld í Moskvu síðustu misseri og segir þau hafa svikið liðsmenn sína um vopn og skotfæri. Á sama tíma hafi þeir verið hryggjarstykkið í átökunum um Bakhmut. Kadyrov sagði í gær að hann myndi glaður taka yfir fyrir „stóra bróður“, það er að segja Prigozhin. En líkt og erlendir miðlar hafa bent á er erfitt að spá fyrir um hvað gerist 10. maí þar sem bæði Kadyrov og Prigozhin eru þekktir fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira