Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 11:00 Mason Greenwood, leikmaður Manchester United Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. Greint er frá vendingunum í breskum miðlum í morgun en Greenwood hefur hvorki æft né spilað fyrir Manchester United eftir að hann var handtekinn snemma árs 2022. Allar ákærur á hendur Greenwood, sem sneru meðal annars að meintri tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburðum, voru felldar niður í febrúar fyrr á þessu ári. Eftir að það varð ljóst setti Manchester United af stað rannsókn hjá sér innanhúss á málinu og að á meðan hún væri í gangi yrðu næstu skref er varðar leikmanninn ekki tekin. Samkvæmt breskum miðlum hafa forráðamenn Juventus sett sig í samband við fulltrúa Greenwood og viðrað þann möguleika að gera langtíma lánssamning við Manchester United og leikmanninn. Núgildandi samningur Greenwood við Manchester Untied gildir til sumarsins 2025. Goal hefur það eftir heimildarmönnum sínum, sem þekkja vel til Greenwood, að leikmaðurinn sjái sæng sína hjá Manchester United, hann búist ekki við því að spila aftur fyrir félagið. Auk Juventus er A.C. Milan einnig sagt hafa augastað á leikmanninum. Greenwood ólst upp í akademíu Manchester Untied og í júlí árið 2019 var hann tekinn inn í aðallið félagsins í fyrsta sinn. Hann á nú að baki 129 leiki fyrir aðalliðið, hefur skorað 35 mörk í þeim leikjum og gefið 12 stoðsendingar. Mál Mason Greenwood Ítalski boltinn Tengdar fréttir Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31 Biður leikmenn um að einbeita sér að fótbolta en ekki Greenwood Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, biður leikmenn liðsins um að einbeita sér að fótbolta frekar en Mason Greenwod eftir að ákæra á hendur leikmanninum var látin niður falla í gær. 3. febrúar 2023 23:31 Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00 Manchester United sagt ætla að spyrja leikmenn um framtíð Greenwood Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood er laus allra mála eftir að málið gegn honum var fellt niður en nú þarf Manchester United að ákveða hvað félagið ætlar að gera með einn efnilegasta leikmann félagsins. 16. febrúar 2023 10:31 Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Greint er frá vendingunum í breskum miðlum í morgun en Greenwood hefur hvorki æft né spilað fyrir Manchester United eftir að hann var handtekinn snemma árs 2022. Allar ákærur á hendur Greenwood, sem sneru meðal annars að meintri tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburðum, voru felldar niður í febrúar fyrr á þessu ári. Eftir að það varð ljóst setti Manchester United af stað rannsókn hjá sér innanhúss á málinu og að á meðan hún væri í gangi yrðu næstu skref er varðar leikmanninn ekki tekin. Samkvæmt breskum miðlum hafa forráðamenn Juventus sett sig í samband við fulltrúa Greenwood og viðrað þann möguleika að gera langtíma lánssamning við Manchester United og leikmanninn. Núgildandi samningur Greenwood við Manchester Untied gildir til sumarsins 2025. Goal hefur það eftir heimildarmönnum sínum, sem þekkja vel til Greenwood, að leikmaðurinn sjái sæng sína hjá Manchester United, hann búist ekki við því að spila aftur fyrir félagið. Auk Juventus er A.C. Milan einnig sagt hafa augastað á leikmanninum. Greenwood ólst upp í akademíu Manchester Untied og í júlí árið 2019 var hann tekinn inn í aðallið félagsins í fyrsta sinn. Hann á nú að baki 129 leiki fyrir aðalliðið, hefur skorað 35 mörk í þeim leikjum og gefið 12 stoðsendingar.
Mál Mason Greenwood Ítalski boltinn Tengdar fréttir Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31 Biður leikmenn um að einbeita sér að fótbolta en ekki Greenwood Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, biður leikmenn liðsins um að einbeita sér að fótbolta frekar en Mason Greenwod eftir að ákæra á hendur leikmanninum var látin niður falla í gær. 3. febrúar 2023 23:31 Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00 Manchester United sagt ætla að spyrja leikmenn um framtíð Greenwood Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood er laus allra mála eftir að málið gegn honum var fellt niður en nú þarf Manchester United að ákveða hvað félagið ætlar að gera með einn efnilegasta leikmann félagsins. 16. febrúar 2023 10:31 Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31
Biður leikmenn um að einbeita sér að fótbolta en ekki Greenwood Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, biður leikmenn liðsins um að einbeita sér að fótbolta frekar en Mason Greenwod eftir að ákæra á hendur leikmanninum var látin niður falla í gær. 3. febrúar 2023 23:31
Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00
Manchester United sagt ætla að spyrja leikmenn um framtíð Greenwood Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood er laus allra mála eftir að málið gegn honum var fellt niður en nú þarf Manchester United að ákveða hvað félagið ætlar að gera með einn efnilegasta leikmann félagsins. 16. febrúar 2023 10:31
Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29