Býst við dýrvitlausum KR-ingum í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 12:15 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals Sannkallaður stórleikur er á dagskrá Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar að Valur og KR mætast á Origovellinum að Hlíðarenda. Valsmenn hafa farið afar vel af stað í deildinni í ár og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, segir sína menn ætla að sækja stigin þrjú í kvöld. „Þetta leggst mjög vel í mig, eins og er raunin með alla leiki sem maður fer í. Þetta er nágrannaslagur og maður hefur fundið það, í þennan stutta tíma sem ég hef verið í starfi hjá Val, að þetta er stór leikur fyrir stuðningsmenn beggja liða. Leikmenn eru meðvitaðir um það,“ sagði Arnar í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann, fyrr í dag. Valsmenn sitja í 2.sæti Bestu deildarinnar fyrir leik kvöldsins og hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum í deildinni. KR hefur aftur á móti verið í brasi og er sem stendur í 9.sæti með fjögur stig. „Mínir menn vita að KR hefur verið að spila mun betur heldur en þau stig sem liðið er með. Ég á því von á hörku leik. KR-ingarnir munu mæta dýrvitlausir til leiks. Það er oft þunn lína á milli þess að vinna og tapa leikjum. Það sem hefur kannski vantað upp á hjá KR að undanförnu er að nýta færin, þeir hafa ekki gert það og vonandi verður ekki breyting á því í kvöld. Við ætlum okkur að sækja þessi þrjú stig, það er alveg klárt.“ Valsmenn eru þremur stigum á eftir toppliði Víkings Reykjavíkur og vill Arnar halda pressunni á þeim. „Við viljum halda áfram að elta Víkingana uppi og vitum að við þurfum að eiga topp leik til þess að sækja þessi þrjú stig í kvöld. Við erum búnir að spila heilt yfir mjög vel í þessum fimm leikjum til þessa. Það eina sem við erum ósáttir með eru úrslitin úr leiknum gegn Breiðablik en leikurinn og frammistaðan í þeim leik var mjög góð.“ Að sögn Arnars hefur verið svolítið bras á leikmannahópi Vals varðandi meiðsli en það horfir nú allt til betri vegar. „Við erum á réttri leið þar, erum að fá menn til baka. Ég sagði það fyrir mót að ef við kæmumst í gegnum fyrstu sex til níu umferðirnar með því að geta verið tiltölulega ofarlega í töflunni þá yrði ég bjartsýnn fyrir tímabilinu vegna þess að raðirnar eiga eftir að þéttast hjá okkur. Við verðum bara sterkari eftir því sem á líður. “ Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending frá Origovellinum hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport Besta deild karla Valur KR Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Valsmenn hafa farið afar vel af stað í deildinni í ár og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, segir sína menn ætla að sækja stigin þrjú í kvöld. „Þetta leggst mjög vel í mig, eins og er raunin með alla leiki sem maður fer í. Þetta er nágrannaslagur og maður hefur fundið það, í þennan stutta tíma sem ég hef verið í starfi hjá Val, að þetta er stór leikur fyrir stuðningsmenn beggja liða. Leikmenn eru meðvitaðir um það,“ sagði Arnar í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann, fyrr í dag. Valsmenn sitja í 2.sæti Bestu deildarinnar fyrir leik kvöldsins og hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum í deildinni. KR hefur aftur á móti verið í brasi og er sem stendur í 9.sæti með fjögur stig. „Mínir menn vita að KR hefur verið að spila mun betur heldur en þau stig sem liðið er með. Ég á því von á hörku leik. KR-ingarnir munu mæta dýrvitlausir til leiks. Það er oft þunn lína á milli þess að vinna og tapa leikjum. Það sem hefur kannski vantað upp á hjá KR að undanförnu er að nýta færin, þeir hafa ekki gert það og vonandi verður ekki breyting á því í kvöld. Við ætlum okkur að sækja þessi þrjú stig, það er alveg klárt.“ Valsmenn eru þremur stigum á eftir toppliði Víkings Reykjavíkur og vill Arnar halda pressunni á þeim. „Við viljum halda áfram að elta Víkingana uppi og vitum að við þurfum að eiga topp leik til þess að sækja þessi þrjú stig í kvöld. Við erum búnir að spila heilt yfir mjög vel í þessum fimm leikjum til þessa. Það eina sem við erum ósáttir með eru úrslitin úr leiknum gegn Breiðablik en leikurinn og frammistaðan í þeim leik var mjög góð.“ Að sögn Arnars hefur verið svolítið bras á leikmannahópi Vals varðandi meiðsli en það horfir nú allt til betri vegar. „Við erum á réttri leið þar, erum að fá menn til baka. Ég sagði það fyrir mót að ef við kæmumst í gegnum fyrstu sex til níu umferðirnar með því að geta verið tiltölulega ofarlega í töflunni þá yrði ég bjartsýnn fyrir tímabilinu vegna þess að raðirnar eiga eftir að þéttast hjá okkur. Við verðum bara sterkari eftir því sem á líður. “ Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending frá Origovellinum hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport
Besta deild karla Valur KR Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira