Erlent

Haraldur konungur lagður inn á sjúkra­hús

Atli Ísleifsson skrifar
Haraldur Noregskonungur er 86 ára gamall.
Haraldur Noregskonungur er 86 ára gamall. EPA

Haraldur Noregskonungur hefur verið lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Osló vegna sýkingar og þarf hann að gangast undir meðferð vegna þessa.

Skrifstofa konungsfjölskyldunnar greinir frá þessu í tilkynningu í morgun. Þar segir að reiknað sé með að konungurinn þurfi að dvelja á sjúkrahúsinu í nokkra daga. „Ástand hans er stöðugt,“ segir í tilkynningunni.

Til stóð að hinn 86 ára konungur myndi taka þátt í viðburði í Akershus-virkinu síðar í dag í tilefni af Frelsisdeginum svokallaða til að minnast loka seinni heimsstyrjaldarinnar. Dagurinn er sömuleiðis tileinkaður fyrrverandi hermönnum.

Hákon krónprins átti einnig að taka þátt í viðburðinum og mun hann sækja hann líkt og til stóð.

Samkvæmt dagskrá á Haraldur konungur að taka á móti Sergio Mattarella Ítalíuforseta síðar í vikunni þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Noregs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×