„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 8. maí 2023 15:07 Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Vísir/Egill Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. Fram kemur í skýrslu MAST, sem var birt í dag, að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra hafi verið skotinn oftar en einu sinni. Dæmi voru um að dauðastríð hvalanna hafi náð tveimur klukkutímum og einum hval, með skutul í bakinu, var veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. „Það sem kemur í raun á óvart er að maður vissi að þetta væri slæmt en að þetta væri svona slæmt eins og þarna kemur fram er alveg rosalegt,“ segir Sigursteinn Másson, stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands. Sigursteinn Másson.Facebook „Meðaldauðatíminn á þeim hvölum sem ekki deyja samstundis, sem eru 41 prósent dýranna, eru ellefu og hálf mínúta. Ef þetta væri sláturhús eða einhver önnur matvælaframleiðsla væri henni náttúrulega bara lokað tafarlaust.“ MAST mun nú fela fagráði um velferð dýra að fara yfir gögnin og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Sigursteinn bendir á að Hvalur hf., eina hvalaútgerð landsins í eigu Kristjáns Loftssonar, hafi veiðileyfi til eins árs til viðbótar. „Það gerðist á síðasta áratug síðustu aldar að hann var stoppaður og fékk miklar skaðabætur og hvalveiðar hófust að nýju. Sá leikur má ekki endurtaka sig. Nú skiptir öllu máli að þessu verði lokið fyrir eitt skipti fyrir öll. Þetta er dýraníð, augljóslega, og samræmist ekki markmiðum laga,“ segir Sigursteinn. Fram kemur í skýrslunni að aflífun á hluta stórhvelanna við strendur Íslands hafi tekið of langan tía út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Stofnunin telur hins vegar að við veiðarnar hafi bestu þekktu aðferðum verið beitt, miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við, og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Sigursteinn segist engan skilning hafa á þessari afstöðu MAST. „Það breytir ekki því að staðreyndirnar liggja þarna á borðinu og það er algerlega óásættanlegt hvernig farið er með þessi dýr og þetta dauðastríð sem þeim er gert að heyja.“ Hann segir þá að ekki megi aðeins einblína á að stöðva þetta sem fyrst heldur þurfi að gera það vel. „Það verður að stoppa þetta [dýraníð] varanlega. Við megum ekki pissa í skóinn bara með því að stoppa þetta með látum en færa síðan Kristjáni Loftssyni á silfurfati möguleikann á að fara í skaðabótamál og fá miklar skaðabætur frá ríkinu - þann leik sem hann lék á síðustu öld - og að hvalveiðarnar síðan bara haldi áfram og gefinn verði út nýr kvóti. Þetta verður að snúast um það núna að það verður að stoppa þennan óþverra í eitt skipti fyrir öll.“ Hvalveiðar Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Fram kemur í skýrslu MAST, sem var birt í dag, að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra hafi verið skotinn oftar en einu sinni. Dæmi voru um að dauðastríð hvalanna hafi náð tveimur klukkutímum og einum hval, með skutul í bakinu, var veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. „Það sem kemur í raun á óvart er að maður vissi að þetta væri slæmt en að þetta væri svona slæmt eins og þarna kemur fram er alveg rosalegt,“ segir Sigursteinn Másson, stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands. Sigursteinn Másson.Facebook „Meðaldauðatíminn á þeim hvölum sem ekki deyja samstundis, sem eru 41 prósent dýranna, eru ellefu og hálf mínúta. Ef þetta væri sláturhús eða einhver önnur matvælaframleiðsla væri henni náttúrulega bara lokað tafarlaust.“ MAST mun nú fela fagráði um velferð dýra að fara yfir gögnin og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Sigursteinn bendir á að Hvalur hf., eina hvalaútgerð landsins í eigu Kristjáns Loftssonar, hafi veiðileyfi til eins árs til viðbótar. „Það gerðist á síðasta áratug síðustu aldar að hann var stoppaður og fékk miklar skaðabætur og hvalveiðar hófust að nýju. Sá leikur má ekki endurtaka sig. Nú skiptir öllu máli að þessu verði lokið fyrir eitt skipti fyrir öll. Þetta er dýraníð, augljóslega, og samræmist ekki markmiðum laga,“ segir Sigursteinn. Fram kemur í skýrslunni að aflífun á hluta stórhvelanna við strendur Íslands hafi tekið of langan tía út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Stofnunin telur hins vegar að við veiðarnar hafi bestu þekktu aðferðum verið beitt, miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við, og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Sigursteinn segist engan skilning hafa á þessari afstöðu MAST. „Það breytir ekki því að staðreyndirnar liggja þarna á borðinu og það er algerlega óásættanlegt hvernig farið er með þessi dýr og þetta dauðastríð sem þeim er gert að heyja.“ Hann segir þá að ekki megi aðeins einblína á að stöðva þetta sem fyrst heldur þurfi að gera það vel. „Það verður að stoppa þetta [dýraníð] varanlega. Við megum ekki pissa í skóinn bara með því að stoppa þetta með látum en færa síðan Kristjáni Loftssyni á silfurfati möguleikann á að fara í skaðabótamál og fá miklar skaðabætur frá ríkinu - þann leik sem hann lék á síðustu öld - og að hvalveiðarnar síðan bara haldi áfram og gefinn verði út nýr kvóti. Þetta verður að snúast um það núna að það verður að stoppa þennan óþverra í eitt skipti fyrir öll.“
Hvalveiðar Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30
Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54