Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2023 14:58 Blóðið lak úr höfði Kristófers Acox eftir höggið sem hann fékk frá Adomas Drungilas. VÍSIR/BÁRA Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. Drungilas og félagar í Tindastóli fögnuðu sigri í fyrsta leik og heldur einvígið áfram annað kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals mæta í Síkið á Sauðárkróki. Það ætti að skýrast í kvöld eða snemma á morgun hvort Drungilas verði með í þeim leik, en dómaranefnd KKÍ hefur eftir ábendingu nú skoðað brot Drungilas á Kristófer og vísað málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Tindastóll fékk kæruna senda í gær og óskaði eftir frest þar til síðdegis í dag til að skila inn sinni málsvörn, og mun aga- og úrskurðarnefnd svo þurfa að hafa hraðar hendur til að niðurstaða fáist fyrir hádegi á morgun. Drungilas fékk óíþróttamannslega villu snemma í seinni hálfleik á laugardaginn, eftir að olnbogi hans fór í höfuð Kristófers. Sá síðarnefndi þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi áður en þeir veittu Drungilas óíþróttamannslega villu en það kemur þó ekki í veg fyrir að dómaranefnd geti skoðað atvikið og vísað því til aga- og úrskurðarnefndar. Í Körfuboltakvöldi eftir leikinn veltu sérfræðingarnir fyrir sér hvort að ekki hefði átt að reka Drungilas úr húsi. Atvikið og umræðuna má sjá hér að neðan. „Þetta lítur sérstaklega illa út frá því sjónarhorni sem við sáum þarna, en reglurnar þekki ég ekki,“ sagði Teitur Örlygsson í Körfuboltakvöldi. „Þeir eru örugglega 100% með þetta á hreinu. Ef þetta er viljandi, að olnbogi er látinn vaða í höfuðið á manni, hver er refsingin? Mig langar að vita það og hvernig þeir meta þetta,“ sagði Teitur og bætti við: „Þeir dæma óíþróttamannslega villu og ég þekki það ekki allt. Eru þeir að meta þá að hann hafi slegið hann viljandi í höfuðið? Ég held í öllum löndum þýði það brottrekstur út úr húsinu.“ Leikur tvö í einvígi Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 á morgun. Bein útsending úr Síkinu hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Drungilas og félagar í Tindastóli fögnuðu sigri í fyrsta leik og heldur einvígið áfram annað kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals mæta í Síkið á Sauðárkróki. Það ætti að skýrast í kvöld eða snemma á morgun hvort Drungilas verði með í þeim leik, en dómaranefnd KKÍ hefur eftir ábendingu nú skoðað brot Drungilas á Kristófer og vísað málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Tindastóll fékk kæruna senda í gær og óskaði eftir frest þar til síðdegis í dag til að skila inn sinni málsvörn, og mun aga- og úrskurðarnefnd svo þurfa að hafa hraðar hendur til að niðurstaða fáist fyrir hádegi á morgun. Drungilas fékk óíþróttamannslega villu snemma í seinni hálfleik á laugardaginn, eftir að olnbogi hans fór í höfuð Kristófers. Sá síðarnefndi þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi áður en þeir veittu Drungilas óíþróttamannslega villu en það kemur þó ekki í veg fyrir að dómaranefnd geti skoðað atvikið og vísað því til aga- og úrskurðarnefndar. Í Körfuboltakvöldi eftir leikinn veltu sérfræðingarnir fyrir sér hvort að ekki hefði átt að reka Drungilas úr húsi. Atvikið og umræðuna má sjá hér að neðan. „Þetta lítur sérstaklega illa út frá því sjónarhorni sem við sáum þarna, en reglurnar þekki ég ekki,“ sagði Teitur Örlygsson í Körfuboltakvöldi. „Þeir eru örugglega 100% með þetta á hreinu. Ef þetta er viljandi, að olnbogi er látinn vaða í höfuðið á manni, hver er refsingin? Mig langar að vita það og hvernig þeir meta þetta,“ sagði Teitur og bætti við: „Þeir dæma óíþróttamannslega villu og ég þekki það ekki allt. Eru þeir að meta þá að hann hafi slegið hann viljandi í höfuðið? Ég held í öllum löndum þýði það brottrekstur út úr húsinu.“ Leikur tvö í einvígi Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 á morgun. Bein útsending úr Síkinu hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum