Fótbolti

Amanda skoraði og Hlín lagði upp í stór­sigri | Guð­rún á sigur­braut

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristianstad vann góðan sigur í kvöld.
Kristianstad vann góðan sigur í kvöld. Kristianstad

Það var nóg um að vera í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Íslendingarnir í deildinni létu að sér kveða.

Kristianstad vann öruggan 4-1 sigur á IF Brommapojkarna þar sem Hlín Eiríksdóttir lagði upp fyrstu tvö mörk Kristianstad á meðan Amanda Andradóttir skoraði þriðja markið.

Hlín spilaði allan leikinn á meðan Amanda kom inn af bekknum þegar 20 mínútur lifðu leiks. Elísabet Gunnarsdóttir er sem fyrr þjálfari Kristianstad.

Guðrún Arnardóttir var á sínum stað í hjarta varnar meistaraliðsins Rosengård sem vann 2-0 sigur á Norrköping á útivelli. Diljá Ýr Zomers spilaði 60 mínútur hjá heimaliðinu.

Kristianstad er sem stendur í 3. sæti með 15 stig eftir sjö leiki, þremur stigum minna en topplið Hambarby og Häcken. Rosengård er með 13 stig í 6. sæti og Norrköping er með 10 stig í 8. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×