Körfubolti

Hættir sem þjálfari Ís­lands­meistara Vals

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Jónas á hliðarlínunni.
Ólafur Jónas á hliðarlínunni. Vísir/Bára Dröfn

Ólafur Jónas Sigurðsson hefur ákveðið að taka sér frí frá körfubolta í eitt ár hið minnsta. Það þýðir að Íslandsmeistarar Vals í körfubolta kvenna eru í leit að nýjum þjálfara. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Vals nú rétt í þessu.

Ólafur Jónas tók við Val fyrir tímabilið 2020-21 og hefur landað tveimur Íslandsmeistaratitlum á þeim tíma sem og einum deildarmeistaratitli.

„Það var ríkur vilji stjórnar og leikmanna liðsins að hann héldi áfram með liðið en fullur skilningur á því að það eru mikilvægari hlutir en körfubolti í lífinu,“ segir í yfirlýsingu Vals.

Það segir einnig: „Dyrnar á Hlíðarenda standa honum ávallt opnar kjósi hann að taka fram þjálfaraspjaldið að nýju.“

Það má reikna með fjölda umsækjanda enda Valur ríkjandi Íslandsmeistari eftir sigur á Keflavík í hörku rimmu nú fyrir skemmstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×