Hefði verið gott að hafa nemendur í stýrihóp um sameiningar Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 8. maí 2023 21:41 Bjarkey segir að byrja hefði mátt vinnu við undirbúning sameininga menntaskóla með öðrum hætti. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að gott hefði verið ef framhaldsskólanemendur hefðu fengið sæti við borðið í stýrihópi menntamálaráðuneytisins sem falið var að kanna fýsileika á sameiningum menntaskóla. Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem rætt var við Bjarkey í beinni útsendingu frá Alþingi. Bjarkey hóf í dag sérstaka umræðu um framtíð framhaldsskóla á þingi en eins og komið hefur fram hefur menntamálaráðuneytið viðrað hugmyndir um mögulegar sameiningar framhaldsskóla. Bjarkey, sem er fyrrverandi framhaldsskólakennari og námsráðgjafi, segir að talsvert hafi verið um áhyggjuraddir í samfélaginu vegna málsins og að hún skilji það. „Þetta er viðkvæmt, þetta er risastórt. Við erum að tala hérna um börnin okkar og unga fólk og það er ekki óeðlilegt að það séu áhyggjur.“ Hún segir margt undir í umræðunni og mörg álitamál sem fólk velti fyrir sér. Meðal annars hvernig sameiningar hafi áhrif á námsval í skólunum, hvort að bekkjarkerfisskólar haldist áfram sem slíkir ef þeir sameinist áfangakerfisskólum eða hvort að þeim verði breytt í áfangakerfisskóla. „Þannig fólk er að velta fyrir sér ýmsum hlutum og ég held að það sé svona ástæða til þess að bara að þau sem málið varðar láti í sér heyra núna. Ég held líka að það hefði verið gott að hafa fulltrúa nemenda í svona stýrihópi sem á að fara yfir þetta.“ Hefði mátt byrja starfið öðruvísi Í svörum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta-og barnamálaráðherra, á Alþingi í dag kom fram að skoðun á kosti og göllum sameininga sé rétt nýhafin. „Það hefði kannski mátt byrja það örlítið öðruvísi og reyna að koma í veg fyrir þennan kurr,“ segir Bjarkey Olsen. „En það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að það er stuttur tími sem ætlaður er fyrir hópinn. Lok maí, ég held að það geti þurft að taka breytingum og ég hef trú á því að ráðherra bregðist við ef svo verður.“ Framhaldsskólar Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25 Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem rætt var við Bjarkey í beinni útsendingu frá Alþingi. Bjarkey hóf í dag sérstaka umræðu um framtíð framhaldsskóla á þingi en eins og komið hefur fram hefur menntamálaráðuneytið viðrað hugmyndir um mögulegar sameiningar framhaldsskóla. Bjarkey, sem er fyrrverandi framhaldsskólakennari og námsráðgjafi, segir að talsvert hafi verið um áhyggjuraddir í samfélaginu vegna málsins og að hún skilji það. „Þetta er viðkvæmt, þetta er risastórt. Við erum að tala hérna um börnin okkar og unga fólk og það er ekki óeðlilegt að það séu áhyggjur.“ Hún segir margt undir í umræðunni og mörg álitamál sem fólk velti fyrir sér. Meðal annars hvernig sameiningar hafi áhrif á námsval í skólunum, hvort að bekkjarkerfisskólar haldist áfram sem slíkir ef þeir sameinist áfangakerfisskólum eða hvort að þeim verði breytt í áfangakerfisskóla. „Þannig fólk er að velta fyrir sér ýmsum hlutum og ég held að það sé svona ástæða til þess að bara að þau sem málið varðar láti í sér heyra núna. Ég held líka að það hefði verið gott að hafa fulltrúa nemenda í svona stýrihópi sem á að fara yfir þetta.“ Hefði mátt byrja starfið öðruvísi Í svörum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta-og barnamálaráðherra, á Alþingi í dag kom fram að skoðun á kosti og göllum sameininga sé rétt nýhafin. „Það hefði kannski mátt byrja það örlítið öðruvísi og reyna að koma í veg fyrir þennan kurr,“ segir Bjarkey Olsen. „En það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að það er stuttur tími sem ætlaður er fyrir hópinn. Lok maí, ég held að það geti þurft að taka breytingum og ég hef trú á því að ráðherra bregðist við ef svo verður.“
Framhaldsskólar Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25 Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25
Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22