Sjóðirnir segja „döpur tilþrif“ koma niður á framtíðarverkefnum

Landssamtök lífeyrissjóða segja að litið verði til þess hvernig stjórnvöld leysa vanda ÍL-sjóðs þegar kemur að langtímafjármögnun verkefna í framtíðinni og að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi þráfaldlega spurt fulltrúa íslenskra lífeyrissjóða um líklegar lyktir málsins.