Sjöunda barn DeNiro komið í heiminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. maí 2023 18:47 DeNiro er orðinn sjö barna faðir. Getty/Barry Brecheisen Leikarinn Robert DeNiro greindi frá því í viðtali í gær að hann væri nýbúinn að eignast sitt sjöunda barn. Sjálfur verður DeNiro áttræður í ágúst en það er ekki enn vitað hvað barnið heitir né hver móðir þess er. Í viðtali ET Canada við DeNiro vegna myndarinnar About My Father voru börn leikarans til umræðu. Þegar spyrillinn nefndi að DeNiro væri sex barna faðir var leikarinn fljótur að leiðrétta það og sagði að börnin væru sjö talsins þar sem hann væri nýbúinn að eignast barn. Hins vegar kom ekkert meira fram um barnið, hvorki nafn þess né kyn eða hver móðir þess væri. Slúðurmiðlar vestanhafs hafa varpað þeirri kenningu fram að móðir barnsins sé Tiffany Chen, Tai Chi leiðbeinandi, en orðrómar um samband hennar og DeNiro hafa gengið frá árinu 2021. Fyrir á DeNiro sex börn með þremur konum og þar að auki fjögur barnabörn. Hálfrar aldar munur milli elsta barnsins og þess yngsta Með fyrstu eiginkonu sinni, Diane Abbott, eignaðist DeNiro soninn Raphael árið 1976. Þar að auki ættleiddi hann Drenu, dóttur Abbott úr fyrra sambandi, en hún er fædd árið 1971. Það er því um hálfrar aldar munur á yngsta barni DeNiro og þeim elstu tveimur. Raphael á þrjú börn og Drena einn son svo nýjasta barn DeNiro er líka yngra en öll barnabörnin sem hann á fyrir. Með kærustu sinni Toukie Smith eignaðist DeNiro tvíburana Julian og Aaron árið 1995 og með seinni eiginkonu sinni Grace Hightower eignaðist hann soninn Elliot árið 1998 og Helen Grace árið 2011. Það má því segja að börn DeNiro séu á öllum aldri. Í viðtalinu við ET sagði DeNiro að hann væri ekki svalur faðir og minntist á að börnin ættu oft til að vera ósammála honum. Hann sagðist rífast reglulega við yngstu dóttur sína jafnvel þó hann dýrkaði hana. Þá væri eflaust von á meiri átökum með tilkomu nýjasta erfingjans. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Í viðtali ET Canada við DeNiro vegna myndarinnar About My Father voru börn leikarans til umræðu. Þegar spyrillinn nefndi að DeNiro væri sex barna faðir var leikarinn fljótur að leiðrétta það og sagði að börnin væru sjö talsins þar sem hann væri nýbúinn að eignast barn. Hins vegar kom ekkert meira fram um barnið, hvorki nafn þess né kyn eða hver móðir þess væri. Slúðurmiðlar vestanhafs hafa varpað þeirri kenningu fram að móðir barnsins sé Tiffany Chen, Tai Chi leiðbeinandi, en orðrómar um samband hennar og DeNiro hafa gengið frá árinu 2021. Fyrir á DeNiro sex börn með þremur konum og þar að auki fjögur barnabörn. Hálfrar aldar munur milli elsta barnsins og þess yngsta Með fyrstu eiginkonu sinni, Diane Abbott, eignaðist DeNiro soninn Raphael árið 1976. Þar að auki ættleiddi hann Drenu, dóttur Abbott úr fyrra sambandi, en hún er fædd árið 1971. Það er því um hálfrar aldar munur á yngsta barni DeNiro og þeim elstu tveimur. Raphael á þrjú börn og Drena einn son svo nýjasta barn DeNiro er líka yngra en öll barnabörnin sem hann á fyrir. Með kærustu sinni Toukie Smith eignaðist DeNiro tvíburana Julian og Aaron árið 1995 og með seinni eiginkonu sinni Grace Hightower eignaðist hann soninn Elliot árið 1998 og Helen Grace árið 2011. Það má því segja að börn DeNiro séu á öllum aldri. Í viðtalinu við ET sagði DeNiro að hann væri ekki svalur faðir og minntist á að börnin ættu oft til að vera ósammála honum. Hann sagðist rífast reglulega við yngstu dóttur sína jafnvel þó hann dýrkaði hana. Þá væri eflaust von á meiri átökum með tilkomu nýjasta erfingjans.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira