Segir það ekki satt að hún geti afturkallað leyfið Bjarki Sigurðsson skrifar 9. maí 2023 20:02 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Matvælaráðherra segir það ekki rétt að hún geti afturkallað hvalveiðileyfi Hvals hf. sem er í gildi út þetta ár. Ekki liggur fyrir hvort leyfið verði endurnýjað á næsta ári. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sláandi skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við hvalveiðar á Íslandi. Þar gagnrýndi lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands ráðherra fyrir að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. ekki, en félagið er það eina á Íslandi sem má veiða hvali. Sagði hún veiðileyfið vera háð skilyrðum um að farið yrði eftir öllum reglum en skýrslan varpað ljósi á brot Hvals hf. á ákveðnum ákvæðum. Þá hafa fleiri gagnrýnisraddir bæst við í hópinn, meðal annars frá formanni Viðreisnar, sem segir það óverjandi að ráðherra skuli ekki afturkalla leyfið. Matvælaráðherra segir það ekki vera rétt að hún geti afturkallað leyfið eftir útgáfu leyfisins þrátt fyrir að orðalag þess gefi það í skyn. „Samkvæmt minni ráðgjöf sem ég fæ úr mínu ráðuneyti sem snýst um það að allt sem ég geri þarf að byggja á lögum en ekki bara minni afstöðu eða minni skoðun á einhverjum viðfangsefnum, segir mér það að það sé ekki lagagrundvöllur til þess að afturkalla leyfið. Ég vil byggja mínar ákvarðanir á traustum grunni og fer þess vegna að þessari ráðgjöf,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún ítrekaði að fagráð um velferð dýra muni ákvarða um næstu skref, líkt og áður hefur komið fram. „Mér blöskraði og ég sagði að þetta væru sláandi niðurstöður og það er þannig. En um leið þá er ég embættismaður sem verður að fara eftir lögum. Næstu skref snúa að því að Matvælastofnun heldur áfram að vísa þessum niðurstöðum til fagráðsins og fagráðið metur og vegur hvort það sé yfirhöfuð hægt að uppfylla lög um dýravelferð þegar verið er að drepa þessi stóru dýr,“ segir Svandís. Ekki liggur fyrir hvort, eða þá á hvaða grunni, það ætti að framlengja veiðileyfið sem rennur út í lok þessa árs. Fréttastofa sóttist eftir viðbrögðum við því frá Kristjáni Loftssyni framkvæmdastjóra Hvals í dag. Hann ansaði þeirri beiðni ekki. Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sláandi skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við hvalveiðar á Íslandi. Þar gagnrýndi lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands ráðherra fyrir að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. ekki, en félagið er það eina á Íslandi sem má veiða hvali. Sagði hún veiðileyfið vera háð skilyrðum um að farið yrði eftir öllum reglum en skýrslan varpað ljósi á brot Hvals hf. á ákveðnum ákvæðum. Þá hafa fleiri gagnrýnisraddir bæst við í hópinn, meðal annars frá formanni Viðreisnar, sem segir það óverjandi að ráðherra skuli ekki afturkalla leyfið. Matvælaráðherra segir það ekki vera rétt að hún geti afturkallað leyfið eftir útgáfu leyfisins þrátt fyrir að orðalag þess gefi það í skyn. „Samkvæmt minni ráðgjöf sem ég fæ úr mínu ráðuneyti sem snýst um það að allt sem ég geri þarf að byggja á lögum en ekki bara minni afstöðu eða minni skoðun á einhverjum viðfangsefnum, segir mér það að það sé ekki lagagrundvöllur til þess að afturkalla leyfið. Ég vil byggja mínar ákvarðanir á traustum grunni og fer þess vegna að þessari ráðgjöf,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún ítrekaði að fagráð um velferð dýra muni ákvarða um næstu skref, líkt og áður hefur komið fram. „Mér blöskraði og ég sagði að þetta væru sláandi niðurstöður og það er þannig. En um leið þá er ég embættismaður sem verður að fara eftir lögum. Næstu skref snúa að því að Matvælastofnun heldur áfram að vísa þessum niðurstöðum til fagráðsins og fagráðið metur og vegur hvort það sé yfirhöfuð hægt að uppfylla lög um dýravelferð þegar verið er að drepa þessi stóru dýr,“ segir Svandís. Ekki liggur fyrir hvort, eða þá á hvaða grunni, það ætti að framlengja veiðileyfið sem rennur út í lok þessa árs. Fréttastofa sóttist eftir viðbrögðum við því frá Kristjáni Loftssyni framkvæmdastjóra Hvals í dag. Hann ansaði þeirri beiðni ekki.
Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01
Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30