UEFA lofaði því að öll knattspyrnusamböndin muni líka græða á auknum tekjum ef tekjur nálgast fimm milljarða evra og að minni samböndin verði ekki skilin eftir.
Meistaradeildin gaf UEFA tekjur upp á 3,6 milljarða evra frá 2021 til 2024 en nú mun keppnin stækka sem býður upp á mun meiri tekjur.
UEFA expects revenue from broadcasters and sponsors to rise about 33% for its revamped club competitions in 2024, and pledged Tuesday to spread most of any surplus among lower-ranked leagues if total sales approach 5 billion euros ($5.5 billion). https://t.co/yWfAYB82Q6
— WashTimes Sports (@WashTimesSports) May 9, 2023
UEFA hefur trú á mun betri samningum eftir að hafa farið í gegnum fyrstu samningagerð með stórum sjónvarpsstöðvum frá Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en viðræður eru í gangi vegna útsendinga frá Meistaradeildinni frá 2024 til 2027.
Giorgio Marchetti, yfirmaður keppnismála UEFA, segir að tekjur verði á bilinu 4,6 milljarðar og 4,8 milljarðar evra. Marchetti gaf það meðal annars út að það verði sett hámark á það sem stóru deildirnar munu fá. Eftir það munu minni deildirnar verða tryggðar þrjátíu prósent af viðbótartekjum.
UEFA ákvað að breyta Meistaradeildinni eftir að tólf félög reyndu að stofna sérstaka Ofurdeild sem á endanum ekkert varð úr.
Frá árinu 2024 þá mun hvert lið í keppninni verða öruggt með átta leiki í riðlakeppninni í stað sex áður og með því verða til 64 fleiri leikir. Þetta felur í sér meiri tekjumöguleika.
UEFA er líka að vinna með samtökum evrópsku deildanna við það að ákveða það hvernig tekjum verði skipt á milli sambandanna.