Tók U-beygju eftir krabbameinsgreiningu og gerðist húðflúrari Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. maí 2023 07:01 Gunnar Ingi Jones hefur upplifað ýmislegt á sinni lífsleið en hefur alla tíð verið duglegur að ræða hlutina opinskátt. Hann starfar sem húðflúrari og hefur mikla ástríðu fyrir því. Vísir/Vilhelm „Þetta var svo mikið sjokk. Ég man að það kom ekki orð upp úr mér í tíu mínútur,“ segir tónlistarmaðurinn, húðflúrslistamaðurinn og kvikmyndatökumaðurinn Gunnar Ingi Jones. Hann greindist með krabbamein 27 ára gamall en náði blessunarlega bata á skömmum tíma. Hann segir andlegu áhrifin hafa komið mánuðum seinna en þessi lífsreynsla hafi kennt honum mikilvægi jákvæðs hugarfars. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra nánar frá lífinu og listsköpuninni. Gunnar starfar á húðflúrsstofunni Moonstone og hefur mikla ástríðu fyrir húðflúrslistinni. Hann spilar einnig á gítar í þungarokkssveitinni Une Misere og á að baki sér áratuga reynslu í kvikmyndagerð. Árið 2020 var mjög örlagaríkt í hans lífi og má segja að tilveran hjá honum hafi gjörbreyst. Gunnar ber margra hatta en ásamt húðflúrs starfinu spilar hann á gítar og lauk námi í kvikmyndagerð.Vísir/Vilhelm Hélt að þetta væru ræktarmeiðsli „Ég greinist með krabbamein í apríl 2020, í Covid. Ég var að klára síðustu önnina mína í kvikmyndaskóla úti í Danmörku og er sendur heim því þá var faraldurinn að byrja. Ég man að ég gat valið um að fara heim eða hinkra úti en þau sögðu að þau vissu náttúrulega ekkert hvernig þetta myndi þróast. Þannig að ég er mjög glaður að ég fór heim,“ segir hann brosandi. Nokkrum mánuðum áður var Gunnar byrjaður að fá lítið kýli á mjöðmina sem hann segist ekkert hafa pælt í. „Ég hafði dottið í ræktinni þegar ég var að lyfta og hélt að ég hefði bara rifið einhvern vöðva og það hefði gróið asnalega. Ég fer svo til læknis hér heima út af einhverju allt öðru en nefni svo við lækninn að ég sé með þetta kýli. Hann sagði að það væri ekki eðlilegt og vildi senda mig í myndatöku en ég var bara sultuslakur þá. Svo fer ég að túra með hljómsveitinni, fór þaðan aftur í skólann í Danmörku og kem heim þarna í mars eða apríl. Þá hringir læknirinn í mig og spyr mig hvort ég sé búinn að fara í myndatökuna, sem ég var ekki, og hann hvetur mig til að gera það sem fyrst sem ég og geri.“ Örlagaríkt símtal Stuttu síðar fá foreldrar Gunnars símtal þar sem læknirinn hélt að Gunnar væri erlendis. Hann var þá fluttur heim og bjó hjá foreldrum sínum á meðan hann var að safna sér fyrir íbúð. „Pabbi kemur bara og bankar á herbergið hjá mér með tárin í augunum og segir bara: Við þurfum að tala saman. Fyrstu viðbrögðin hjá mér voru að ég hélt að ég hefði gert eitthvað af mér, þegar mamma og pabbi koma eitthvað til manns og þurfa að ræða eitthvað alvarlegt. Þá segja þau við mig að læknirinn hafi hringt og ég væri með illkynja æxli í mjöðminni. Ég var bara ha? Þetta var svo mikið sjokk. Ég man að það kom ekki orð upp úr mér í tíu mínútur. Ég veit ekki með ykkur en á þessum tíma vissi ég ekki neitt um krabbamein, ég tengdi það bara eitthvað við að fólk deyi. Það var það eina sem maður vissi. Ég átti frænda sem dó úr krabbameini og það gerðist mjög hratt og skyndilega. Ég fæ líka ekki að vita neitt nema bara að ég væri með illkynja æxli og þyrfti að koma í sýnatöku. Maður er bara skilinn eftir með þær upplýsingar yfir helgina.“ Gunnar vissi lítið sem ekkert um krabbamein þegar að hann greindist með illkynja æxli.Instagram @goodboygunnar „Er ég að fara að deyja?“ Hann segist ekki muna mikið eftir dögunum á eftir. „Ég var bara eitthvað inni í herbergi að horfa út um gluggann. Maður er smá bara að hugsa okei er ég að fara að deyja? Ég er þarna bara 27 ára gamall. Þannig að þetta var mjög skrýtið en sem betur fer þá fer ég í sýnatöku og þá kemur í ljós að þetta var á mjög litlu stigi. Þetta heitir Liposarcomas og er fitukirtlaæxli. Það var æxli inni í fitubolta hjá mér og fitan var að koma í veg fyrir að æxlið dreifði sér. Þannig að fitan í rauninni bjargaði mér sko og þess vegna fer ég ekki í ræktina í dag,“ segir Gunnar glottandi og bætir við að hann sé að grínast með það. „En það var mjög klikkað. Blessunarlega fæ ég að vita að þetta var ekki orðið hættulegt, ég fer í aðgerð og þetta gerðist allt frekar hratt. Ég held að ég hafi fengið fréttirnar og verið svo búinn í aðgerð bara á svona þremur vikum.“ Andlega sjokkið kom síðar Gunnar segist hafa verið mjög fljótur að ná sér líkamlega. „Ég er með risaör þarna á hliðinni við mjöðmina, þetta voru fjörutíu hefti. Ég þurfti bara að liggja og mátti ekki hreyfa mig í viku en svo var ég bara mættur aftur í ræktina. Það var ekkert mikið pælt í því en svo seinna meir þá fer hausinn á alls konar flug. Það er oft talað um að með svona tráma fréttir þá komi skellurinn oft ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna. Alltaf ef ég rak til dæmis tánna í hugsaði ég bara jæja nú er ég með krabbamein. Þannig að það var rosa mikil vinna sem þurfti að fara í það.“ Hann segist hafa verið duglegur að fara til sálfræðings á meðan. „Nú fer ég líka í check einu sinni á ári og læknirinn minn segir meira að segja að ég þurfi í raun ekki að gera það, svo að það er aðallega bara ég að fá smá ró.“ Gunnar var fljótur að jafna sig eftir aðgerðina en andlegi skellurinn kom þó mánuðum síðar.Vísir/Vilhelm Allt sett í samhengi Sýn Gunnars á lífið breyttist til muna eftir þessa lífsreynslu. „Öll önnur vandamál hverfa. Það hefur auðvitað mikið gengið á í lífinu, lífið er harka skilurðu. Svo þegar maður fær eitthvað svona þá er allt sett í samhengi og hitt skiptir engu máli, þegar maður stendur frammi fyrir spurningunni er ég að fara að lifa eða ekki? Það er einmitt einhver mantra sem ég hef enn í dag tileinkað mér. Í hvert skipti sem ég fæ einhverjar slæmar fréttir hugsa ég að þetta sé allavega ekki krabbamein. Það er svona kannski jákvætt viðhorf á þetta, hvað maður er í raun í mikilli forréttindastöðu. Heilsan er góð og svo lengi sem hún er í góðu finnst mér allt annað mæta afgangi. Það er auðvitað erfitt að fá svona fréttir og það hefur áhrif á mann og ég veit um helling af fólki sem hefur þurft að kljást við miklu erfiðari aðstæður en ég. Ég var ótrúlega heppinn.“ Gunnar reynir að horfa jákvæðum augum á þessa reynslu og hrósar sérstaklega félaginu Kraftur. „Kraftur er stuðningshópur fyrir krabbameinsveika og aðstandendur. Hann heitir Stefán sem er með það verkefni og það er ótrúlega flott. Ég mæli heilshugar með því ef einhver er að fara í gegnum eitthvað svipað.“ Heilandi að tala um hlutina Gunnar segist hafa ótrúlega gott af því að tala opinskátt um hlutina. „Ég þarf alltaf að læra þetta aftur og aftur, hvað það að tala virkar vel fyrir mig. Að opna á þetta, tala um þetta og ekki vera feiminn við þetta viðfangsefni. Maður lifir og lærir. Ég setti flúrið PMA á puttana mína, sem þýðir Positive Mental Attitude, þannig að það er oft gott að líta á puttana og minna sig á þetta. Það hefur reynst mér mjög vel að ræða þetta og ég er frekar opin bók svo það hefur ekki verið erfitt fyrir mig.“ Hann hvetur fólk til að vera duglegt við að tjá sig. „Þá sérstaklega líka karlmenn hvað varðar ýmis feimnismál. Ég vona kannski að fólk horfi á mig svona stóran og helflúraðan mann og hugsi okei ef hann getur talað um þetta þá hlýt ég að geta gert það.“ Gunnar hefur mikla ástríðu fyrir því að flúra en hér má sjá eitt af húðflúrunum sem hann gefur gert. Aðsend Húðflúrin alltaf heillað Gunnar segir að flúrin þjóni einhvers konar þerapískum tilgangi fyrir sig. „Það er mjög vont oftast að fá sér tattú og maður þarf svolítið að vinna fyrir því oftast. Þú þarft að taka sársaukann inn í þig og svo færðu þessi verðlaun sem eru húðflúrið. Þannig að það er klárlega einhver þerapía í því. Svo hefur mér bara alltaf fundist þetta ógeðslega nett, ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir þessu listformi, meira að segja áður en ég byrja eitthvað að pæla í þessu sem flúrari. Ég byrjaði að láta að flúra mig um leið og ég mátti og hef ekki stoppað síðan þá.“ Hann segist ekki endilega hafa fundið fyrir áhuga á teikningu á ungum aldri þó að listræni áhuginn hafi alltaf verið til staðar. „Ég hef alltaf verið smá svona dútlari og svo spila ég náttúrulega á gítar. Það hefur alltaf verið megin útrás mín fyrir sköpunargleðinni.“ Gunnar spilar á gítar og segir það alltaf hafa verið hans megin útrás fyrir sköpunargleðinni.Aðsend Hægt að læra allt 2020 var sem áður segir eitt örlagaríkasta ár í lífi Gunnars. Hann greindist með krabbamein og hætti störfum hjá RÚV eftir átta ár þar. „Eftir að ég hætti hjá RÚV var ég á einhverjum vegamótum í lífinu þar sem ég var að velta fyrir mér hvað ég vildi gera. Ég þurfti bara að setjast niður með sjálfum mér. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á húðflúrum og ég fer að viðra þá hugmynd við sjálfan mig. Það var mjög ógnvekjandi fyrst því mér fannst ég ekki kunna að teikna. Svo fór ég meira að pæla í því að ég hef alltaf haft sömu lógíkina hvað varðar sköpun. Ef þú setur nógu mikinn tíma í eitthvað þá geturðu lært allt. Sama hvort það er að syngja, spila á gítar eða flúra, ef þú æfir þig á hverjum degi og hefur áhuga á því þá lærðirðu hlutina. Ég þurfti svolítið bara að gera það og ég er náttúrulega lærlingur á tattú stofunni þannig að ég er ennþá bara að læra. Þetta er ótrúlega gefandi finnst mér, það er eitthvað mjög fallegt við það að fólk vill fá eitthvað sem þú teiknaðir á sig að eilífu.“ View this post on Instagram A post shared by Gunnar Jones (@goodboygunnar) Persónuleg samskipti mikilvæg Hann segir kúnnahópinn fjölbreyttan og það sé mjög skemmtilegt að kynnast fólkinu sem kemur til hans á persónulegum nótum. „Þegar fólk kemur í húðflúr er það að koma til þín stundum í marga klukkutíma og þú myndar samband við allt þetta fólk. Mér finnst ótrúlega gaman að heyra sögur fólks, hvaðan það kemur og eiga gott spjall. Ég held að það sé mjög mikilvægt í þessu, að taka vel á móti fólki og vera tilbúinn að hlusta á það. Þetta er ekki bara eitthvað ferli þar sem ég set í mig heyrnartól og kúnninn líka, þetta getur verið berskjaldandi ferli og þess vegna er mikilvægt að geta átt í þessum samskiptum. Ég hef alltaf haft gaman að því að mingla við fólk út frá einhverju sameiginlegu. Þegar það er eitthvað sem dregur tvo ólíka einstaklinga saman sem þekkjast kannski ekkert en bonda yfir til dæmis húðflúri eða tónlist. Ég er líka mjög duglegur að labba inn á aðrar húðflúrs stofur og mynda tengsl við annað fólk. Það er mjög skemmtilegur hluti af þessu starfi.“ Gunnar segir mikilvægt að hlusta á kúnnana og geta átt í samtali.Vísir/Vilhelm Verið hjá sálfræðingi frá barnæsku Gunnar hefur alla tíð verið opinn og átt auðvelt með að tjá sig. „Ég held að það sé algjörlega því að þakka að ég hef eiginlega verið hjá sálfræðingi síðan ég var lítill strákur og hef alltaf þurft að tala opinskátt um mig og mitt. Ég var svo ungur þegar ég byrjaði á því, mamma var mjög hvetjandi á það að tala og mér fannst það mjög gaman. Mér finnst gott að tala við fólk. Ég var með sálfræðing sem var sögukennarinn minn í menntaskóla líka og við vorum mjög góðir félagar og hann náði vel til mín. Það eru bara einhverjir töfrar sem eiga sér stað þegar maður hittir sálfræðing sem maður tengir við og getur opnað á hluti. Hann fer að setja alls konar uppbyggilegar hugmyndir í hausinn hjá manni og það er svo mikill vöxtur og þroski sem á sér stað í því ferli.“ Gunnar segist alltaf hafa verið óhræddur við að fara til sálfræðings og mælir heilshugar með því. „Mitt viðhorf er að það þarf ekki endilega eitthvað að vera að. Það er jú mjög dýrt en það getur hjálpað mikið að borga í stéttarfélag. Öll talmeðferð við sálfræðinga og líka við fjölskyldu og vini hefur hjálpað mér hvað mest, að tala og hlusta líka.“ Það hefur reynst Gunnari vel að vera duglegur að tjá sig.Vísir/Vilhelm Þakklátur, jákvæður og hógvær Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Gunnari, sem kemur fram á þungarokkshátíð á Gauknum um næstu helgi og ætlar að halda ótrauður áfram að þróast í lífi og starfi. „Það er stór FLASH helgi núna um helgina hjá Moonstone þar sem fólk getur komið og valið húðflúr beint af veggnum og þetta er oft svona mikil stuð keyrslu helgi. Framtíðin er svo bara að halda áfram að flúra, læra og spila meiri tónlist. Ég er að fá mér lítinn hund líka á næstu dögum og það verður mjög skemmtilegt.“ Þessi opni og hugljúfi húðflúrari segir mikilvægt að vera duglegur að velja og hafna og það sé eitthvað sem hann ætli að vera duglegri að tileinka sér. „Ég er búinn að vera að vinna í félagsmiðstöð líka en er að hætta þar um mánaðamótin til að einblína meira á flúrið og sjá hvert það tekur mig. Ég er bara að finna rétta taktinn í lífinu og það er svo skemmtilegt. Það er líka gott að taka stundum skref til baka og hafa almennt minni áhyggjur af hlutunum. Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar eitthvað gerist fyrir mann að muna að það er einhver að upplifa eitthvað svipað eða verra. Ég ætla bara að halda áfram að reyna að vera þakklátur, jákvæður og hógvær, það hefur hjálpað mér svo mikið,“ segir Gunnar Jones að lokum. Tónlist Menning Geðheilbrigði Húðflúr Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Gunnar starfar á húðflúrsstofunni Moonstone og hefur mikla ástríðu fyrir húðflúrslistinni. Hann spilar einnig á gítar í þungarokkssveitinni Une Misere og á að baki sér áratuga reynslu í kvikmyndagerð. Árið 2020 var mjög örlagaríkt í hans lífi og má segja að tilveran hjá honum hafi gjörbreyst. Gunnar ber margra hatta en ásamt húðflúrs starfinu spilar hann á gítar og lauk námi í kvikmyndagerð.Vísir/Vilhelm Hélt að þetta væru ræktarmeiðsli „Ég greinist með krabbamein í apríl 2020, í Covid. Ég var að klára síðustu önnina mína í kvikmyndaskóla úti í Danmörku og er sendur heim því þá var faraldurinn að byrja. Ég man að ég gat valið um að fara heim eða hinkra úti en þau sögðu að þau vissu náttúrulega ekkert hvernig þetta myndi þróast. Þannig að ég er mjög glaður að ég fór heim,“ segir hann brosandi. Nokkrum mánuðum áður var Gunnar byrjaður að fá lítið kýli á mjöðmina sem hann segist ekkert hafa pælt í. „Ég hafði dottið í ræktinni þegar ég var að lyfta og hélt að ég hefði bara rifið einhvern vöðva og það hefði gróið asnalega. Ég fer svo til læknis hér heima út af einhverju allt öðru en nefni svo við lækninn að ég sé með þetta kýli. Hann sagði að það væri ekki eðlilegt og vildi senda mig í myndatöku en ég var bara sultuslakur þá. Svo fer ég að túra með hljómsveitinni, fór þaðan aftur í skólann í Danmörku og kem heim þarna í mars eða apríl. Þá hringir læknirinn í mig og spyr mig hvort ég sé búinn að fara í myndatökuna, sem ég var ekki, og hann hvetur mig til að gera það sem fyrst sem ég og geri.“ Örlagaríkt símtal Stuttu síðar fá foreldrar Gunnars símtal þar sem læknirinn hélt að Gunnar væri erlendis. Hann var þá fluttur heim og bjó hjá foreldrum sínum á meðan hann var að safna sér fyrir íbúð. „Pabbi kemur bara og bankar á herbergið hjá mér með tárin í augunum og segir bara: Við þurfum að tala saman. Fyrstu viðbrögðin hjá mér voru að ég hélt að ég hefði gert eitthvað af mér, þegar mamma og pabbi koma eitthvað til manns og þurfa að ræða eitthvað alvarlegt. Þá segja þau við mig að læknirinn hafi hringt og ég væri með illkynja æxli í mjöðminni. Ég var bara ha? Þetta var svo mikið sjokk. Ég man að það kom ekki orð upp úr mér í tíu mínútur. Ég veit ekki með ykkur en á þessum tíma vissi ég ekki neitt um krabbamein, ég tengdi það bara eitthvað við að fólk deyi. Það var það eina sem maður vissi. Ég átti frænda sem dó úr krabbameini og það gerðist mjög hratt og skyndilega. Ég fæ líka ekki að vita neitt nema bara að ég væri með illkynja æxli og þyrfti að koma í sýnatöku. Maður er bara skilinn eftir með þær upplýsingar yfir helgina.“ Gunnar vissi lítið sem ekkert um krabbamein þegar að hann greindist með illkynja æxli.Instagram @goodboygunnar „Er ég að fara að deyja?“ Hann segist ekki muna mikið eftir dögunum á eftir. „Ég var bara eitthvað inni í herbergi að horfa út um gluggann. Maður er smá bara að hugsa okei er ég að fara að deyja? Ég er þarna bara 27 ára gamall. Þannig að þetta var mjög skrýtið en sem betur fer þá fer ég í sýnatöku og þá kemur í ljós að þetta var á mjög litlu stigi. Þetta heitir Liposarcomas og er fitukirtlaæxli. Það var æxli inni í fitubolta hjá mér og fitan var að koma í veg fyrir að æxlið dreifði sér. Þannig að fitan í rauninni bjargaði mér sko og þess vegna fer ég ekki í ræktina í dag,“ segir Gunnar glottandi og bætir við að hann sé að grínast með það. „En það var mjög klikkað. Blessunarlega fæ ég að vita að þetta var ekki orðið hættulegt, ég fer í aðgerð og þetta gerðist allt frekar hratt. Ég held að ég hafi fengið fréttirnar og verið svo búinn í aðgerð bara á svona þremur vikum.“ Andlega sjokkið kom síðar Gunnar segist hafa verið mjög fljótur að ná sér líkamlega. „Ég er með risaör þarna á hliðinni við mjöðmina, þetta voru fjörutíu hefti. Ég þurfti bara að liggja og mátti ekki hreyfa mig í viku en svo var ég bara mættur aftur í ræktina. Það var ekkert mikið pælt í því en svo seinna meir þá fer hausinn á alls konar flug. Það er oft talað um að með svona tráma fréttir þá komi skellurinn oft ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna. Alltaf ef ég rak til dæmis tánna í hugsaði ég bara jæja nú er ég með krabbamein. Þannig að það var rosa mikil vinna sem þurfti að fara í það.“ Hann segist hafa verið duglegur að fara til sálfræðings á meðan. „Nú fer ég líka í check einu sinni á ári og læknirinn minn segir meira að segja að ég þurfi í raun ekki að gera það, svo að það er aðallega bara ég að fá smá ró.“ Gunnar var fljótur að jafna sig eftir aðgerðina en andlegi skellurinn kom þó mánuðum síðar.Vísir/Vilhelm Allt sett í samhengi Sýn Gunnars á lífið breyttist til muna eftir þessa lífsreynslu. „Öll önnur vandamál hverfa. Það hefur auðvitað mikið gengið á í lífinu, lífið er harka skilurðu. Svo þegar maður fær eitthvað svona þá er allt sett í samhengi og hitt skiptir engu máli, þegar maður stendur frammi fyrir spurningunni er ég að fara að lifa eða ekki? Það er einmitt einhver mantra sem ég hef enn í dag tileinkað mér. Í hvert skipti sem ég fæ einhverjar slæmar fréttir hugsa ég að þetta sé allavega ekki krabbamein. Það er svona kannski jákvætt viðhorf á þetta, hvað maður er í raun í mikilli forréttindastöðu. Heilsan er góð og svo lengi sem hún er í góðu finnst mér allt annað mæta afgangi. Það er auðvitað erfitt að fá svona fréttir og það hefur áhrif á mann og ég veit um helling af fólki sem hefur þurft að kljást við miklu erfiðari aðstæður en ég. Ég var ótrúlega heppinn.“ Gunnar reynir að horfa jákvæðum augum á þessa reynslu og hrósar sérstaklega félaginu Kraftur. „Kraftur er stuðningshópur fyrir krabbameinsveika og aðstandendur. Hann heitir Stefán sem er með það verkefni og það er ótrúlega flott. Ég mæli heilshugar með því ef einhver er að fara í gegnum eitthvað svipað.“ Heilandi að tala um hlutina Gunnar segist hafa ótrúlega gott af því að tala opinskátt um hlutina. „Ég þarf alltaf að læra þetta aftur og aftur, hvað það að tala virkar vel fyrir mig. Að opna á þetta, tala um þetta og ekki vera feiminn við þetta viðfangsefni. Maður lifir og lærir. Ég setti flúrið PMA á puttana mína, sem þýðir Positive Mental Attitude, þannig að það er oft gott að líta á puttana og minna sig á þetta. Það hefur reynst mér mjög vel að ræða þetta og ég er frekar opin bók svo það hefur ekki verið erfitt fyrir mig.“ Hann hvetur fólk til að vera duglegt við að tjá sig. „Þá sérstaklega líka karlmenn hvað varðar ýmis feimnismál. Ég vona kannski að fólk horfi á mig svona stóran og helflúraðan mann og hugsi okei ef hann getur talað um þetta þá hlýt ég að geta gert það.“ Gunnar hefur mikla ástríðu fyrir því að flúra en hér má sjá eitt af húðflúrunum sem hann gefur gert. Aðsend Húðflúrin alltaf heillað Gunnar segir að flúrin þjóni einhvers konar þerapískum tilgangi fyrir sig. „Það er mjög vont oftast að fá sér tattú og maður þarf svolítið að vinna fyrir því oftast. Þú þarft að taka sársaukann inn í þig og svo færðu þessi verðlaun sem eru húðflúrið. Þannig að það er klárlega einhver þerapía í því. Svo hefur mér bara alltaf fundist þetta ógeðslega nett, ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir þessu listformi, meira að segja áður en ég byrja eitthvað að pæla í þessu sem flúrari. Ég byrjaði að láta að flúra mig um leið og ég mátti og hef ekki stoppað síðan þá.“ Hann segist ekki endilega hafa fundið fyrir áhuga á teikningu á ungum aldri þó að listræni áhuginn hafi alltaf verið til staðar. „Ég hef alltaf verið smá svona dútlari og svo spila ég náttúrulega á gítar. Það hefur alltaf verið megin útrás mín fyrir sköpunargleðinni.“ Gunnar spilar á gítar og segir það alltaf hafa verið hans megin útrás fyrir sköpunargleðinni.Aðsend Hægt að læra allt 2020 var sem áður segir eitt örlagaríkasta ár í lífi Gunnars. Hann greindist með krabbamein og hætti störfum hjá RÚV eftir átta ár þar. „Eftir að ég hætti hjá RÚV var ég á einhverjum vegamótum í lífinu þar sem ég var að velta fyrir mér hvað ég vildi gera. Ég þurfti bara að setjast niður með sjálfum mér. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á húðflúrum og ég fer að viðra þá hugmynd við sjálfan mig. Það var mjög ógnvekjandi fyrst því mér fannst ég ekki kunna að teikna. Svo fór ég meira að pæla í því að ég hef alltaf haft sömu lógíkina hvað varðar sköpun. Ef þú setur nógu mikinn tíma í eitthvað þá geturðu lært allt. Sama hvort það er að syngja, spila á gítar eða flúra, ef þú æfir þig á hverjum degi og hefur áhuga á því þá lærðirðu hlutina. Ég þurfti svolítið bara að gera það og ég er náttúrulega lærlingur á tattú stofunni þannig að ég er ennþá bara að læra. Þetta er ótrúlega gefandi finnst mér, það er eitthvað mjög fallegt við það að fólk vill fá eitthvað sem þú teiknaðir á sig að eilífu.“ View this post on Instagram A post shared by Gunnar Jones (@goodboygunnar) Persónuleg samskipti mikilvæg Hann segir kúnnahópinn fjölbreyttan og það sé mjög skemmtilegt að kynnast fólkinu sem kemur til hans á persónulegum nótum. „Þegar fólk kemur í húðflúr er það að koma til þín stundum í marga klukkutíma og þú myndar samband við allt þetta fólk. Mér finnst ótrúlega gaman að heyra sögur fólks, hvaðan það kemur og eiga gott spjall. Ég held að það sé mjög mikilvægt í þessu, að taka vel á móti fólki og vera tilbúinn að hlusta á það. Þetta er ekki bara eitthvað ferli þar sem ég set í mig heyrnartól og kúnninn líka, þetta getur verið berskjaldandi ferli og þess vegna er mikilvægt að geta átt í þessum samskiptum. Ég hef alltaf haft gaman að því að mingla við fólk út frá einhverju sameiginlegu. Þegar það er eitthvað sem dregur tvo ólíka einstaklinga saman sem þekkjast kannski ekkert en bonda yfir til dæmis húðflúri eða tónlist. Ég er líka mjög duglegur að labba inn á aðrar húðflúrs stofur og mynda tengsl við annað fólk. Það er mjög skemmtilegur hluti af þessu starfi.“ Gunnar segir mikilvægt að hlusta á kúnnana og geta átt í samtali.Vísir/Vilhelm Verið hjá sálfræðingi frá barnæsku Gunnar hefur alla tíð verið opinn og átt auðvelt með að tjá sig. „Ég held að það sé algjörlega því að þakka að ég hef eiginlega verið hjá sálfræðingi síðan ég var lítill strákur og hef alltaf þurft að tala opinskátt um mig og mitt. Ég var svo ungur þegar ég byrjaði á því, mamma var mjög hvetjandi á það að tala og mér fannst það mjög gaman. Mér finnst gott að tala við fólk. Ég var með sálfræðing sem var sögukennarinn minn í menntaskóla líka og við vorum mjög góðir félagar og hann náði vel til mín. Það eru bara einhverjir töfrar sem eiga sér stað þegar maður hittir sálfræðing sem maður tengir við og getur opnað á hluti. Hann fer að setja alls konar uppbyggilegar hugmyndir í hausinn hjá manni og það er svo mikill vöxtur og þroski sem á sér stað í því ferli.“ Gunnar segist alltaf hafa verið óhræddur við að fara til sálfræðings og mælir heilshugar með því. „Mitt viðhorf er að það þarf ekki endilega eitthvað að vera að. Það er jú mjög dýrt en það getur hjálpað mikið að borga í stéttarfélag. Öll talmeðferð við sálfræðinga og líka við fjölskyldu og vini hefur hjálpað mér hvað mest, að tala og hlusta líka.“ Það hefur reynst Gunnari vel að vera duglegur að tjá sig.Vísir/Vilhelm Þakklátur, jákvæður og hógvær Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Gunnari, sem kemur fram á þungarokkshátíð á Gauknum um næstu helgi og ætlar að halda ótrauður áfram að þróast í lífi og starfi. „Það er stór FLASH helgi núna um helgina hjá Moonstone þar sem fólk getur komið og valið húðflúr beint af veggnum og þetta er oft svona mikil stuð keyrslu helgi. Framtíðin er svo bara að halda áfram að flúra, læra og spila meiri tónlist. Ég er að fá mér lítinn hund líka á næstu dögum og það verður mjög skemmtilegt.“ Þessi opni og hugljúfi húðflúrari segir mikilvægt að vera duglegur að velja og hafna og það sé eitthvað sem hann ætli að vera duglegri að tileinka sér. „Ég er búinn að vera að vinna í félagsmiðstöð líka en er að hætta þar um mánaðamótin til að einblína meira á flúrið og sjá hvert það tekur mig. Ég er bara að finna rétta taktinn í lífinu og það er svo skemmtilegt. Það er líka gott að taka stundum skref til baka og hafa almennt minni áhyggjur af hlutunum. Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar eitthvað gerist fyrir mann að muna að það er einhver að upplifa eitthvað svipað eða verra. Ég ætla bara að halda áfram að reyna að vera þakklátur, jákvæður og hógvær, það hefur hjálpað mér svo mikið,“ segir Gunnar Jones að lokum.
Tónlist Menning Geðheilbrigði Húðflúr Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira