Að vinna með fyrrverandi Gyða Hjartardóttir skrifar 10. maí 2023 11:30 Það getur verið flókið og sársaukafullt ferli að skilja. Áskoranir foreldra í tengslum við skilnað eru þekktar og er það staðfest með rannsóknum að líkamleg og andleg líðan fráskilinna foreldra fyrst á eftir skilnaðinn er almennt verri en annarra foreldra. Það er því eðlilegt að fólk upplifi áskoranir í tengslum við og í kjölfar skilnaðar, sem getur haft áhrif á getu til þess að takast á við þær áskoranir sem við vitum að fylgja því að takast á við nýtt líf eftir skilnað, eins og að fara úr parsambandi yfir í foreldrasamstarf. Fjölmargar rannsóknir sýna jafnframt að hátt átakastig hefur hvað neikvæðust áhrif á börn eftir skilnað foreldra. Áberandi er skert vellíðan barnanna á fimm meginsviðum og fer versnandi eftir því sem átakastig á milli foreldra hækkar. Ágreiningur foreldra hefur hvað mest neikvæð áhrif á foreldrasamband á milli foreldra og barna, á líkamlega og andlega vellíðan barna, á félagslega vellíðan í tengslum við vini og vellíðan barna í skólanum. Það er því til mikils að vinna fyrir börn og foreldra að leggja sig fram og gera það sem við vitum að dregur úr þessum neikvæðu áhrifum. Eitt af því sem hefur sýnt sig að skila foreldrum hvað mestum árangri eftir skilnað er að líta á foreldrasamstarfið og hitt foreldrið eins og að eiga góðan samstarfsfélaga á vinnustað. Góðir samstarfsfélagar þurfa ekki að elska hvort annað og líta ekki endilega á hvort annað sem vini, en þeir tala kurteislega saman og vinna saman að ýmsum verkefnum. Góðir samstarfsfélagar tala oft saman en aðallega um verkefni tengd börnunum og síður um einkalíf sitt eða tilfinningar. Góðir samstarfélagar treysta hvort öðru sem foreldri og hafa lokið parasambandinu. Góðir samstarfsfélagar geta alveg fundið fyrir erfiðum tilfinningum í garð hvors annars en þeim tekst iðulega að ná málamiðlun um börnin og horfa fram hjá því sem veldur þeim gremju. Því ósk þeirra um að gera það sem er börnunum fyrir bestu vegur þyngra en tilfinningar þeirra sjálfra. Í öllu góðu samstarfi getur komið upp sú staða að fólk sé ekki sammála og þá getur gagnast að hugsa hvernig þið mynduð tala eða skrifa til samstarfsfélaga á vinnustað og þannig einbeita sér að markmiðinu en láta ekki tilfinningarnar taka yfir. Þá getur skipt máli að skapa skýra ramma, sem getur komið í veg fyrir misskilning og óþægilegar uppákomur, eins og að ákveða fyrirfram hvar eigi að hittast, tíma og tímalengd, hvað eigi að ræða og fylgja dagskrá til að fara ekki að tala um gömul mál og særindi. Jafnframt að vera búin að ákveða nokkrar grunnreglur, eins og að grípa ekki fram í fyrir hvort öðru, að hlusta á hvort annað og tala kurteislega þrátt fyrir að vera ekki sammála. Með þessu móti er hægt er að draga verulega úr neikvæðum áhrifum skilnaðar á börn (og fullorðna), þar sem lögð er áhersla á að daglegt líf barnanna gangi vel fyrir sig með sameiginlegum römmum, mörkum og samkomulagi. Það ferli er ekki auðvelt og yfirleitt ekki án áskorana, en engu að síður mjög gerlegt og mikilvægt, einkum til að tryggja að börnunum líði sem best, um það snýst samvinnan. Það verður ekki of oft sagt að það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið mestum skaða gagnvart börnum heldur það hvernig staðið er að honum og þar getum við haft áhrif til góðs. Höfundur er umsjónar- og ábyrgðaraðili www.samvinnaeftirskilnad.is á Íslandi og einn af eigendum www.skilnaður.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið og sársaukafullt ferli að skilja. Áskoranir foreldra í tengslum við skilnað eru þekktar og er það staðfest með rannsóknum að líkamleg og andleg líðan fráskilinna foreldra fyrst á eftir skilnaðinn er almennt verri en annarra foreldra. Það er því eðlilegt að fólk upplifi áskoranir í tengslum við og í kjölfar skilnaðar, sem getur haft áhrif á getu til þess að takast á við þær áskoranir sem við vitum að fylgja því að takast á við nýtt líf eftir skilnað, eins og að fara úr parsambandi yfir í foreldrasamstarf. Fjölmargar rannsóknir sýna jafnframt að hátt átakastig hefur hvað neikvæðust áhrif á börn eftir skilnað foreldra. Áberandi er skert vellíðan barnanna á fimm meginsviðum og fer versnandi eftir því sem átakastig á milli foreldra hækkar. Ágreiningur foreldra hefur hvað mest neikvæð áhrif á foreldrasamband á milli foreldra og barna, á líkamlega og andlega vellíðan barna, á félagslega vellíðan í tengslum við vini og vellíðan barna í skólanum. Það er því til mikils að vinna fyrir börn og foreldra að leggja sig fram og gera það sem við vitum að dregur úr þessum neikvæðu áhrifum. Eitt af því sem hefur sýnt sig að skila foreldrum hvað mestum árangri eftir skilnað er að líta á foreldrasamstarfið og hitt foreldrið eins og að eiga góðan samstarfsfélaga á vinnustað. Góðir samstarfsfélagar þurfa ekki að elska hvort annað og líta ekki endilega á hvort annað sem vini, en þeir tala kurteislega saman og vinna saman að ýmsum verkefnum. Góðir samstarfsfélagar tala oft saman en aðallega um verkefni tengd börnunum og síður um einkalíf sitt eða tilfinningar. Góðir samstarfélagar treysta hvort öðru sem foreldri og hafa lokið parasambandinu. Góðir samstarfsfélagar geta alveg fundið fyrir erfiðum tilfinningum í garð hvors annars en þeim tekst iðulega að ná málamiðlun um börnin og horfa fram hjá því sem veldur þeim gremju. Því ósk þeirra um að gera það sem er börnunum fyrir bestu vegur þyngra en tilfinningar þeirra sjálfra. Í öllu góðu samstarfi getur komið upp sú staða að fólk sé ekki sammála og þá getur gagnast að hugsa hvernig þið mynduð tala eða skrifa til samstarfsfélaga á vinnustað og þannig einbeita sér að markmiðinu en láta ekki tilfinningarnar taka yfir. Þá getur skipt máli að skapa skýra ramma, sem getur komið í veg fyrir misskilning og óþægilegar uppákomur, eins og að ákveða fyrirfram hvar eigi að hittast, tíma og tímalengd, hvað eigi að ræða og fylgja dagskrá til að fara ekki að tala um gömul mál og særindi. Jafnframt að vera búin að ákveða nokkrar grunnreglur, eins og að grípa ekki fram í fyrir hvort öðru, að hlusta á hvort annað og tala kurteislega þrátt fyrir að vera ekki sammála. Með þessu móti er hægt er að draga verulega úr neikvæðum áhrifum skilnaðar á börn (og fullorðna), þar sem lögð er áhersla á að daglegt líf barnanna gangi vel fyrir sig með sameiginlegum römmum, mörkum og samkomulagi. Það ferli er ekki auðvelt og yfirleitt ekki án áskorana, en engu að síður mjög gerlegt og mikilvægt, einkum til að tryggja að börnunum líði sem best, um það snýst samvinnan. Það verður ekki of oft sagt að það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið mestum skaða gagnvart börnum heldur það hvernig staðið er að honum og þar getum við haft áhrif til góðs. Höfundur er umsjónar- og ábyrgðaraðili www.samvinnaeftirskilnad.is á Íslandi og einn af eigendum www.skilnaður.is.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun