Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2023 12:12 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika; líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni er bent á að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir mjög líklegt að verið sé að stunda njósnir á Íslandi. „Það hefur verið aukning í tilkynningum hvað þetta varðar. Um erlenda ríkisborgara sem hafa komið hingað til lands og það eru fleiri mál núna í skoðun hvað þetta varðar heldur en hafa verið undanfarin ár.“ Þá erlendir ríkisborgarar sem eru að koma hingað til lands beinlínis til að stunda njósnir? „Já við erum með nokkur þannig mál í skoðun hjá okkur,“ segir Runólfur. Aðspurður hvort grunur leiki á því að meintir njósnarar séu á vegum Rússa segist hann einungis geta staðfest að um erlenda ríkisborgara sé að ræða. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að mörg hundruð rússneskum sendiráðsmönnum hafi verið brottvísað frá Vesturlöndum vegna gruns um njósnir eða tenginga við ólöglega upplýsingaöflun. Þetta hafi skert hefðbundna getu Rússa til njósnastarfsemi í viðkomandi löndum og að rússnesk stjórnvöld séu reiðibúin að taka meiri áhættu við ólöglega upplýsingaöflun. Jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jens Stoltenbeg framkvæmdastjóri NATO. Njósnirnar eru meðal annars sagðar geta beinst að pólitískum ákvörðunum er tengjast NATO.Getty Images/Dursun Aydemir Grunur leikur á um að njósnirnar hér á landi beinist að ýmsum hliðum samfélagsins. „Það eru helst ýmiss konar pólitískar ákvarðanir sem tengjast veru okkar til dæmis í NATO. Það eru ýmsar byggingar hér sem við rekum í NATO samstarfinu. Það getur verið þekking og rannsóknir, bæði hjá einkafyrirtækjum, stofnunum og í háskólasamfélaginu. Það eru ýmsar upplýsingar sem er verið að leita eftir.“ Runólfur segir þessi mál lenda á borði greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem setji þau svo eftir atvikum í rannsókn. Málin sem nú eru til skoðunar eru enn ekki komin á stig sakamálarannsóknar. Í skýrslunni segir að geta íslenskra stjórnvalda til að uppgötva og koma í veg fyrir njósnir takmarkaða. Rúnólfur telur að enduskoða megi úrræði til að mæta þeim og öðrum fjölþáttaógnum í ljósi stigvaxandi hættu. „Það er hægt að fara yfir löggjöfina, styrkja lagalegar heimildir, skoða hvaða stofnanir eru að sinna þessum málum og styrkja þær með auknu fjármagni, auknum mannskap og tækjabúnaði,“ segir Runólfur. NATO Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika; líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni er bent á að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir mjög líklegt að verið sé að stunda njósnir á Íslandi. „Það hefur verið aukning í tilkynningum hvað þetta varðar. Um erlenda ríkisborgara sem hafa komið hingað til lands og það eru fleiri mál núna í skoðun hvað þetta varðar heldur en hafa verið undanfarin ár.“ Þá erlendir ríkisborgarar sem eru að koma hingað til lands beinlínis til að stunda njósnir? „Já við erum með nokkur þannig mál í skoðun hjá okkur,“ segir Runólfur. Aðspurður hvort grunur leiki á því að meintir njósnarar séu á vegum Rússa segist hann einungis geta staðfest að um erlenda ríkisborgara sé að ræða. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að mörg hundruð rússneskum sendiráðsmönnum hafi verið brottvísað frá Vesturlöndum vegna gruns um njósnir eða tenginga við ólöglega upplýsingaöflun. Þetta hafi skert hefðbundna getu Rússa til njósnastarfsemi í viðkomandi löndum og að rússnesk stjórnvöld séu reiðibúin að taka meiri áhættu við ólöglega upplýsingaöflun. Jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jens Stoltenbeg framkvæmdastjóri NATO. Njósnirnar eru meðal annars sagðar geta beinst að pólitískum ákvörðunum er tengjast NATO.Getty Images/Dursun Aydemir Grunur leikur á um að njósnirnar hér á landi beinist að ýmsum hliðum samfélagsins. „Það eru helst ýmiss konar pólitískar ákvarðanir sem tengjast veru okkar til dæmis í NATO. Það eru ýmsar byggingar hér sem við rekum í NATO samstarfinu. Það getur verið þekking og rannsóknir, bæði hjá einkafyrirtækjum, stofnunum og í háskólasamfélaginu. Það eru ýmsar upplýsingar sem er verið að leita eftir.“ Runólfur segir þessi mál lenda á borði greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem setji þau svo eftir atvikum í rannsókn. Málin sem nú eru til skoðunar eru enn ekki komin á stig sakamálarannsóknar. Í skýrslunni segir að geta íslenskra stjórnvalda til að uppgötva og koma í veg fyrir njósnir takmarkaða. Rúnólfur telur að enduskoða megi úrræði til að mæta þeim og öðrum fjölþáttaógnum í ljósi stigvaxandi hættu. „Það er hægt að fara yfir löggjöfina, styrkja lagalegar heimildir, skoða hvaða stofnanir eru að sinna þessum málum og styrkja þær með auknu fjármagni, auknum mannskap og tækjabúnaði,“ segir Runólfur.
NATO Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent