Frá þessu var greint í upphafi þingfundar í dag. Verður hennar minnst við upphaf þingfundar á mánudaginn næstkomandi.
Anna Kolbrún sat á þingi fyrir Miðflokkinn í Norðausturkjördæmi árin 2017 til 2021. Hún var fædd á Akureyri þann 16. apríl árið 1970. Fram að þingmennsku starfaði hún sem sjúkraliði og fagstjóri sérkennslu. Hún hafði greint frá því í viðtölum að hún hafi glímt við krabbamein frá árinu 2011.
Anna Kolbrún lætur eftir sig eiginmann, eitt barn og þrjú stjúpbörn.