Tækifæri tónlistarinnar Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 10. maí 2023 18:01 Í einni stærstu tónlistarviku ársins er viðeigandi að skrifa um þau risastóru skref sem við höfum tekið á Alþingi síðustu daga, í þágu íslenskt tónlistarlífs. Við höfum unnið og samþykkt ný lög um tónlist og nýja tónlistarstefnu. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskt samfélag og tónlistarlíf. Tónlist hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára og fólk nýtir hana til afþreyingar, til að hlýja sálina, græða sár eða koma sér í gírinn. Til eru fjölmargar tegundir og undirtegundir af tónlist og það þyrfti að leita lengi til að finna einstakling sem hefur ekki gaman af tónlist. Íslendingar hafa lengi framleitt eigin tónlist, og síðastliðin ár hefur íslensku tónlistarfólki fjölgað umtalsvert. Íslensk tónlist hefur skapað sér sérstöðu á heimsmælikvarða og vinsældir hennar fara aukandi, hvort sem það er á sviði rappsins, poppsins, kvikmyndatónlistar eða hvaða sviði sem er. Með fjölgandi tækifærum og fleiri einstaklingum sem framleiða hér tónlist að atvinnu er tímabært að stjórnvöld marki heildarramma fyrir málefni tónlistar, styðji við upprennandi tónlistarmenn og búi til hagstæð skilyrði til frekari sköpunar. Tónlistin er hluti af menningunni Tónlist er ríkur hluti af menningararfi hvers samfélags. Við þekkjum það vel sem Íslendingar að gömul lög mynda arfleið Íslendinga. Við tengjum við lögin og þekkjum sögurnar sem þau segja. Lögin verða hluti af ógleymanlegum augnablikum í lífi okkar. Ekki er hægt að verðleggja menningu þjóðar þó að við vitum hversu verðmæt hún er. Ásamt þessu er tónlist, eins og aðrar skapandi greinar, atvinnuskapandi. Hún skapar tónlistarmönnunum sjálfum atvinnu ásamt því að geta skapað afleidd störf. Tónlistin er mikilvæg útflutningsgrein og af henni getum við styrkt samfélagið og skapað frekari tekjur sem áður voru ekki staðar. Styrkjum stöðu íslenskrar tónlistar Í ljósi mikilvægi tónlistarinnar bæði á sviði menningar og atvinnu lagði menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, fram þingsályktunartillögu um tónlistarstefnu fyrir árin 2023-2030 og frumvarp til tónlistarlaga. Málin hafa verið í umræðu hjá okkur í allsherjar- og menntamálanefnd. Nú höfum við samþykkt bæði tónlistarstefnuna og ný tónlistarlög. Markmiðið er skýrt; að mynda umgjörð fyrir sköpun og flutning tónlistar hér á landi með því að marka heildarramma fyrir málefni tónlistar og búa henni hagstæð skilyrði. Ný tónlistarmiðstöð Í nýjum tónlistarlögum var samþykkt að setja á stofn tónlistarmiðstöð. Markmið hennar er að vera samstarfvettvangur atvinnulífs, hagsmunasamtaka, menningarstofnana, menntastofnana og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir í málefnum tónlistar. Einnig á tónlistarmiðstöðin að hafa utanumhald með tónlistarsjóði, tónlistarfólki, fyrirtækjum, verkefnum og markaðsstarfi. Það verður spennandi að sjá áhrif tónlistarsmiðstöðvarinnar á næstu árum á íslenskt menningarlíf. Að auki tekur regluverk og styrkjakerfi hvað varðar tónlist breytingum með það að markmiði að einfalda stjórnsýslu og tryggja frekari hvata til sköpunar. Með framangreindri stefnu og lagabreytingum tryggjum við kjörskilyrði til tónlistarsköpunar, styðjum upprennandi tónlistarfólk við að finna sitt hljóð og sjáum vonandi tónlistasenuna blómstra enn frekar með áframhaldandi sköpunargleði óttaleysi við að fara nýjar leiðir í tónlist, sem hefur verið hugmyndafræði íslenskrar tónlistar í áranna raðir. Til hamingju með þessi stóru skref í þágu íslenskrar menningu og gleðilega Eurovisionviku! Undirrituð er þingmaður Framsóknar og framsögumaður málanna í allsherjar- og menntamálanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Framsóknarflokkurinn Menning Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í einni stærstu tónlistarviku ársins er viðeigandi að skrifa um þau risastóru skref sem við höfum tekið á Alþingi síðustu daga, í þágu íslenskt tónlistarlífs. Við höfum unnið og samþykkt ný lög um tónlist og nýja tónlistarstefnu. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskt samfélag og tónlistarlíf. Tónlist hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára og fólk nýtir hana til afþreyingar, til að hlýja sálina, græða sár eða koma sér í gírinn. Til eru fjölmargar tegundir og undirtegundir af tónlist og það þyrfti að leita lengi til að finna einstakling sem hefur ekki gaman af tónlist. Íslendingar hafa lengi framleitt eigin tónlist, og síðastliðin ár hefur íslensku tónlistarfólki fjölgað umtalsvert. Íslensk tónlist hefur skapað sér sérstöðu á heimsmælikvarða og vinsældir hennar fara aukandi, hvort sem það er á sviði rappsins, poppsins, kvikmyndatónlistar eða hvaða sviði sem er. Með fjölgandi tækifærum og fleiri einstaklingum sem framleiða hér tónlist að atvinnu er tímabært að stjórnvöld marki heildarramma fyrir málefni tónlistar, styðji við upprennandi tónlistarmenn og búi til hagstæð skilyrði til frekari sköpunar. Tónlistin er hluti af menningunni Tónlist er ríkur hluti af menningararfi hvers samfélags. Við þekkjum það vel sem Íslendingar að gömul lög mynda arfleið Íslendinga. Við tengjum við lögin og þekkjum sögurnar sem þau segja. Lögin verða hluti af ógleymanlegum augnablikum í lífi okkar. Ekki er hægt að verðleggja menningu þjóðar þó að við vitum hversu verðmæt hún er. Ásamt þessu er tónlist, eins og aðrar skapandi greinar, atvinnuskapandi. Hún skapar tónlistarmönnunum sjálfum atvinnu ásamt því að geta skapað afleidd störf. Tónlistin er mikilvæg útflutningsgrein og af henni getum við styrkt samfélagið og skapað frekari tekjur sem áður voru ekki staðar. Styrkjum stöðu íslenskrar tónlistar Í ljósi mikilvægi tónlistarinnar bæði á sviði menningar og atvinnu lagði menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, fram þingsályktunartillögu um tónlistarstefnu fyrir árin 2023-2030 og frumvarp til tónlistarlaga. Málin hafa verið í umræðu hjá okkur í allsherjar- og menntamálanefnd. Nú höfum við samþykkt bæði tónlistarstefnuna og ný tónlistarlög. Markmiðið er skýrt; að mynda umgjörð fyrir sköpun og flutning tónlistar hér á landi með því að marka heildarramma fyrir málefni tónlistar og búa henni hagstæð skilyrði. Ný tónlistarmiðstöð Í nýjum tónlistarlögum var samþykkt að setja á stofn tónlistarmiðstöð. Markmið hennar er að vera samstarfvettvangur atvinnulífs, hagsmunasamtaka, menningarstofnana, menntastofnana og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir í málefnum tónlistar. Einnig á tónlistarmiðstöðin að hafa utanumhald með tónlistarsjóði, tónlistarfólki, fyrirtækjum, verkefnum og markaðsstarfi. Það verður spennandi að sjá áhrif tónlistarsmiðstöðvarinnar á næstu árum á íslenskt menningarlíf. Að auki tekur regluverk og styrkjakerfi hvað varðar tónlist breytingum með það að markmiði að einfalda stjórnsýslu og tryggja frekari hvata til sköpunar. Með framangreindri stefnu og lagabreytingum tryggjum við kjörskilyrði til tónlistarsköpunar, styðjum upprennandi tónlistarfólk við að finna sitt hljóð og sjáum vonandi tónlistasenuna blómstra enn frekar með áframhaldandi sköpunargleði óttaleysi við að fara nýjar leiðir í tónlist, sem hefur verið hugmyndafræði íslenskrar tónlistar í áranna raðir. Til hamingju með þessi stóru skref í þágu íslenskrar menningu og gleðilega Eurovisionviku! Undirrituð er þingmaður Framsóknar og framsögumaður málanna í allsherjar- og menntamálanefnd.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun