Má trúin sjást í sjónvarpi? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 11. maí 2023 08:31 Þróunin hérlendis í umgengni við þjóðfélagshópa sem falla utan við meginstrauminn hefur verið í þá átt að auka sýnileika þeirra og samtímis að auka fræðslu í samfélaginu um aðstæður, hugmyndir og lífsreynslu fólks. Það er fagnaðarefni en ég hef tilfinningu fyrir því að svo sé ekki með sama hætti þegar kemur að trú og trúarhefðum. Trú og trúariðkun hefur verið hrakin inn á svið einkalífsins á sama tíma og fjölbreytileiki trúarhefða á Íslandi hefur aldrei verið meiri með vaxandi fjölmenningu. Sýnileiki trúarhefða og fræðsla um þær, hafa ekki aukist að mínu mati sem skyldi. RÚV hefur ríkum skyldum að gegna í þessum efnum. Fréttastofa RÚV hefur sinnt hlutverki sínu, m.a. með vönduðu innslagi um Ramadan þann 26. mars síðastliðinn, en það er sláandi að Sjónvarpið er eina ríkissjónvarpið á Norðurlöndum til að sýna ekki guðsþjónustur á sunnudögum og sú eina sem sýndi enga trúarlega dagskrá í sjónvarpi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Það er sama hvar borið er niður, opinberar sjónvarpsstöðvar í nágrannalöndum okkar sinna allar því hlutverki að sjónvarpa vikulega frá helgihaldi. DR starfrækir „DR kirken“ sem sýnir vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli kirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju en þar er lögð áhersla á að sýna frá sem fjölbreyttustum söfnuðum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út vikulegar guðsþjónustur frá kirkjum landsins og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Jafnvel Færeyingar sýna vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum á KFV. Fyrrnefndar sjónvarpsstöðvar sýndu jafnframt á páskum fjölbreytt trúarefni. Má þar nefna heimildamyndir um inntak páska sem trúarlegrar hátíðar í sænska sjónvarpinu, um páskahald í Vatikaninu sem undanfara lúterskrar- og rétttrúnaðarguðsþjónusta í Finnlandi og trúarlegt tónlistarefni á borð við Mattheusarpassíuna sjónvarpað á SVT. Sé litið til Þýskalands skiptist á ZDF á guðsþjónustur kaþólikka og mótmælenda en á pálmasunnudag var sýnt frá St. Jósefskirkju í Koblenz og á páskadag frá Samariterkirkjunni í Berlín. Hið sama má segja um flestar ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Evrópu. Á heimasíðu BBC er að finna útlistun á páskadagskrá stöðvarinnar sem ber yfirskriftina „trú og von“ en þar var sjónvarpað frá helgihaldi ensku biskupakirkjunnar í tvígang á páskadag, sýndir voru sjónvarpsþættir um páskahald kaþólikka annarsvegar og í ensku kirkjunni hinsvegar, sem og viðtalsþættir við múslima, hindúa, síka og gyðinga um þeirra trúarhefðir og hátíðir. Ríkissjónvarpið hefur sýnt fjölbreytt trúarefni á jólum en það á ekki við um helgustu hátíð kristninnar, páska. Sjónvarpið sýndi á síðasta ári helgistund með biskupi Íslands á föstudaginn langa (14. apríl 2022 kl. 17:00) og var það eina trúarlega efnið sem Sjónvarpið sýndi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Engin önnur trúfélög fengu þar rými að frátöldum sjónvarpsfréttum. Í ár sýndi Sjónvarpið enga trúarlega dagskrá frá pálmasunnudegi til annars í páskum. RÚV ber lögboðna skyldu til að fjalla um og sýna menningu á Íslandi og það er varhugaverð ákvörðun að birta ekki trúarmenningu Íslendinga. Besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu í samfélaginu er að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Hringbraut sýndi reglulega þætti sem framleiddir voru af Fríkirkjunni og N4 sýndi á páskum í fyrra sjónvarpsþáttinn „Gleðisveifla“. Í ár sýndi Vísir á páskadag þáttinn „Friður og fjölmenning“, þar sem fram komu fulltrúar ólíkra trúarbragða sem sameinuðust í bæn fyrir friði. Sá þáttur var tilraun til að iðka raunverulegan frið, með því að gefa trúarskoðunum og hefðum rými og sýnileika, og með því að fagna þeim fjölbreytileika sem einkennir okkur. Það hlutleysi sem kallar á ósýnileika trúarhefða er í beinni andstöðu við fjölmenningu. Friður og fjölmenning byggja á því að opna hjörtu okkar gagnvart náunganum og á því að opna augu okkar fyrir þeim sem hafa aðra hefð, aðra sýn, aðra menningu og aðra trú. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Þróunin hérlendis í umgengni við þjóðfélagshópa sem falla utan við meginstrauminn hefur verið í þá átt að auka sýnileika þeirra og samtímis að auka fræðslu í samfélaginu um aðstæður, hugmyndir og lífsreynslu fólks. Það er fagnaðarefni en ég hef tilfinningu fyrir því að svo sé ekki með sama hætti þegar kemur að trú og trúarhefðum. Trú og trúariðkun hefur verið hrakin inn á svið einkalífsins á sama tíma og fjölbreytileiki trúarhefða á Íslandi hefur aldrei verið meiri með vaxandi fjölmenningu. Sýnileiki trúarhefða og fræðsla um þær, hafa ekki aukist að mínu mati sem skyldi. RÚV hefur ríkum skyldum að gegna í þessum efnum. Fréttastofa RÚV hefur sinnt hlutverki sínu, m.a. með vönduðu innslagi um Ramadan þann 26. mars síðastliðinn, en það er sláandi að Sjónvarpið er eina ríkissjónvarpið á Norðurlöndum til að sýna ekki guðsþjónustur á sunnudögum og sú eina sem sýndi enga trúarlega dagskrá í sjónvarpi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Það er sama hvar borið er niður, opinberar sjónvarpsstöðvar í nágrannalöndum okkar sinna allar því hlutverki að sjónvarpa vikulega frá helgihaldi. DR starfrækir „DR kirken“ sem sýnir vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli kirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju en þar er lögð áhersla á að sýna frá sem fjölbreyttustum söfnuðum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út vikulegar guðsþjónustur frá kirkjum landsins og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Jafnvel Færeyingar sýna vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum á KFV. Fyrrnefndar sjónvarpsstöðvar sýndu jafnframt á páskum fjölbreytt trúarefni. Má þar nefna heimildamyndir um inntak páska sem trúarlegrar hátíðar í sænska sjónvarpinu, um páskahald í Vatikaninu sem undanfara lúterskrar- og rétttrúnaðarguðsþjónusta í Finnlandi og trúarlegt tónlistarefni á borð við Mattheusarpassíuna sjónvarpað á SVT. Sé litið til Þýskalands skiptist á ZDF á guðsþjónustur kaþólikka og mótmælenda en á pálmasunnudag var sýnt frá St. Jósefskirkju í Koblenz og á páskadag frá Samariterkirkjunni í Berlín. Hið sama má segja um flestar ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Evrópu. Á heimasíðu BBC er að finna útlistun á páskadagskrá stöðvarinnar sem ber yfirskriftina „trú og von“ en þar var sjónvarpað frá helgihaldi ensku biskupakirkjunnar í tvígang á páskadag, sýndir voru sjónvarpsþættir um páskahald kaþólikka annarsvegar og í ensku kirkjunni hinsvegar, sem og viðtalsþættir við múslima, hindúa, síka og gyðinga um þeirra trúarhefðir og hátíðir. Ríkissjónvarpið hefur sýnt fjölbreytt trúarefni á jólum en það á ekki við um helgustu hátíð kristninnar, páska. Sjónvarpið sýndi á síðasta ári helgistund með biskupi Íslands á föstudaginn langa (14. apríl 2022 kl. 17:00) og var það eina trúarlega efnið sem Sjónvarpið sýndi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Engin önnur trúfélög fengu þar rými að frátöldum sjónvarpsfréttum. Í ár sýndi Sjónvarpið enga trúarlega dagskrá frá pálmasunnudegi til annars í páskum. RÚV ber lögboðna skyldu til að fjalla um og sýna menningu á Íslandi og það er varhugaverð ákvörðun að birta ekki trúarmenningu Íslendinga. Besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu í samfélaginu er að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Hringbraut sýndi reglulega þætti sem framleiddir voru af Fríkirkjunni og N4 sýndi á páskum í fyrra sjónvarpsþáttinn „Gleðisveifla“. Í ár sýndi Vísir á páskadag þáttinn „Friður og fjölmenning“, þar sem fram komu fulltrúar ólíkra trúarbragða sem sameinuðust í bæn fyrir friði. Sá þáttur var tilraun til að iðka raunverulegan frið, með því að gefa trúarskoðunum og hefðum rými og sýnileika, og með því að fagna þeim fjölbreytileika sem einkennir okkur. Það hlutleysi sem kallar á ósýnileika trúarhefða er í beinni andstöðu við fjölmenningu. Friður og fjölmenning byggja á því að opna hjörtu okkar gagnvart náunganum og á því að opna augu okkar fyrir þeim sem hafa aðra hefð, aðra sýn, aðra menningu og aðra trú. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun