Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2023 13:31 Storm Shadow stýriflaugar eru bornar á loft af orrustuþotum. MBDA/Thierry Wurtz Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands. Wallace sagði á breska þinginu í dag að vopnasendingarnar gerðu Úkraínumönnum auðveldar að verja sig gegn grimmilegri innrás Rússa Flaugarnar gera Úkraínumönnum kleift að granda skotmörkum á öllu því svæði sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Krímskagi er þar talinn með. Stýriflaugarnar eru af gerðinni Storm Shadow en þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þær eru framleiddar af fyrirtækjum í Bretlandi og í Frakklandi og er hver þeirra sögð kosta um tvær milljónir punda. Eldflaugarnar hafa meðal annars verið notaðar í Írak eftir innrásina 203 og í Líbíu og í Sýrlandi. Ekki liggur fyrir hve margar stýriflaugar um er að ræða en samkvæmt heimildum Sky News eru einhverjar flaugar þegar komnar til Úkraínu. CNN sagði fyrst frá sendingunum í gærkvöldi en þær hafa ekki verið staðfestar fyrr en nú. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við BBC sem birt var í morgun að Úkraínumenn myndu ekki hefja gagnsókn gegn Rússum strax, því þeir þyrftu að bíða eftir frekari hergagnasendingum frá bakhjörlum sínum. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa eftir Wallace að það hafi tekið nokkurn tíma að finna leiðir til þess að Úkraínumenn gætu notað herþotur sínar frá tímum Sovétríkjanna til að skjóta stýriflaugunum. „Það er ekki auðvelt að taka bresk-franskar eldflaugar og aðlaga þær að sovéskum eða rússneskum herþotum,“ sagði Wallace. Hann sagði að það væri meðal þeirra ástæðna að ekki væri búið að senda þessar stýriflaugar til Úkraínu fyrr. Wallace sagðist ekkert vilja segja um hvenær búist væri við því að Úkraínumenn myndu nota stýriflaugarnar. WATCH: UK Defence Secretary Ben Wallace confirms delivery of Storm Shadow to Ukraine. pic.twitter.com/fx70hsqChS— Artoir (@ItsArtoir) May 11, 2023 Geta gert árásir á Kerch-brú Eins og áður segir gera þessar stýriflaugar Úkraínumönnum kleift að gera árásir á birgðastöðvar og vopnageymslur Rússa fjær frá víglínunum en áður. Þeir geta sömuleiðis gert fleiri árásir á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands og flugvelli sem Rússar nota á Krímskaga, svo eitthvað sé nefnt. Þegar Úkraínumenn fengu fyrst HIMARS eldflaugar notuðu þeir þær með miklum árangri gegn birgðastöðvum og vopnageymslum Rússa. Þessir staðir hafa nú verið færðir fjær víglínunum í austurhluta Úkraínu og á Krímskaga. Með Storm Shadow stýriflaugum gera Úkraínumenn aftur farið að gera sambærilegar árásir en það fer eftir því hve margar stýriflaugar þeir hafa fengið og munu fá. Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47 Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. 10. maí 2023 07:14 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fleiri fréttir Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Sjá meira
Wallace sagði á breska þinginu í dag að vopnasendingarnar gerðu Úkraínumönnum auðveldar að verja sig gegn grimmilegri innrás Rússa Flaugarnar gera Úkraínumönnum kleift að granda skotmörkum á öllu því svæði sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Krímskagi er þar talinn með. Stýriflaugarnar eru af gerðinni Storm Shadow en þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þær eru framleiddar af fyrirtækjum í Bretlandi og í Frakklandi og er hver þeirra sögð kosta um tvær milljónir punda. Eldflaugarnar hafa meðal annars verið notaðar í Írak eftir innrásina 203 og í Líbíu og í Sýrlandi. Ekki liggur fyrir hve margar stýriflaugar um er að ræða en samkvæmt heimildum Sky News eru einhverjar flaugar þegar komnar til Úkraínu. CNN sagði fyrst frá sendingunum í gærkvöldi en þær hafa ekki verið staðfestar fyrr en nú. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við BBC sem birt var í morgun að Úkraínumenn myndu ekki hefja gagnsókn gegn Rússum strax, því þeir þyrftu að bíða eftir frekari hergagnasendingum frá bakhjörlum sínum. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa eftir Wallace að það hafi tekið nokkurn tíma að finna leiðir til þess að Úkraínumenn gætu notað herþotur sínar frá tímum Sovétríkjanna til að skjóta stýriflaugunum. „Það er ekki auðvelt að taka bresk-franskar eldflaugar og aðlaga þær að sovéskum eða rússneskum herþotum,“ sagði Wallace. Hann sagði að það væri meðal þeirra ástæðna að ekki væri búið að senda þessar stýriflaugar til Úkraínu fyrr. Wallace sagðist ekkert vilja segja um hvenær búist væri við því að Úkraínumenn myndu nota stýriflaugarnar. WATCH: UK Defence Secretary Ben Wallace confirms delivery of Storm Shadow to Ukraine. pic.twitter.com/fx70hsqChS— Artoir (@ItsArtoir) May 11, 2023 Geta gert árásir á Kerch-brú Eins og áður segir gera þessar stýriflaugar Úkraínumönnum kleift að gera árásir á birgðastöðvar og vopnageymslur Rússa fjær frá víglínunum en áður. Þeir geta sömuleiðis gert fleiri árásir á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands og flugvelli sem Rússar nota á Krímskaga, svo eitthvað sé nefnt. Þegar Úkraínumenn fengu fyrst HIMARS eldflaugar notuðu þeir þær með miklum árangri gegn birgðastöðvum og vopnageymslum Rússa. Þessir staðir hafa nú verið færðir fjær víglínunum í austurhluta Úkraínu og á Krímskaga. Með Storm Shadow stýriflaugum gera Úkraínumenn aftur farið að gera sambærilegar árásir en það fer eftir því hve margar stýriflaugar þeir hafa fengið og munu fá.
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47 Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. 10. maí 2023 07:14 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fleiri fréttir Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Sjá meira
Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47
Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42
Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. 10. maí 2023 07:14
Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17