Innlent

Kjara­deilan harðnar: BSRB gerir sveitar­fé­lögum upp leit að með­virku starfs­fólki

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
BSRB er nokkuð harðort í auglýsingunum sem beinast að íbúum sveitarfélaganna.
BSRB er nokkuð harðort í auglýsingunum sem beinast að íbúum sveitarfélaganna. BSRB

BSRB hóf í dag ó­venju­lega aug­lýsinga­her­ferð vegna kjara­deilu sinnar við Sam­band íslenskra sveitar­fé­laga. Sam­skipta­stjóri BSRB segir mark­miðið að upp­lýsa íbúa sveitar­fé­laganna sem mis­muni starfs­fólki sínu. Deilu­aðilar munu funda hjá ríkis­sátta­semjara klukkan 13:00 á morgun.

Aug­lýsingar BSRB líta út eins og um starfs­aug­lýsingar sveitar­fé­laganna sé um að ræða. Virðist Kópa­vogs­bær meðal annars óska eftir starfs­krafti og býður ó­þægi­lega stemningu á vinnu­stað sem fríðindi. Sel­tjarnar­nes­bær býður lægri laun og skýra mis­munun í aug­lýsingu BSRB á meðan Garða­bær virðist óska eftir með­virkum starfs­krafti.

Herferðin nær til auglýsingaskilta, samfélagsmiðla og útvarps. „Mark­miðið með her­ferðinni er að upp­lýsa íbúa sveitar­fé­laganna sem eru að mis­muna starfs­fólki sínu um stöðuna,“ segir Freyja Stein­gríms­dóttir, sam­skipta­stjóri BSRB.

„Það er mikil­vægt að al­menningur skynji ó­rétt­lætið sem felst í því þegar starfs­fólki í sömu störfum, á sömu vinnu­stöðum, séu ekki greidd sömu laun - og það hjálpi okkur í BSRB að þrýsta á bæjar- og sveitar­stjórnir að láta af þessari ó­bil­girni.“

Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. BSRB

Segist skynja stuðning við bar­áttuna

Að­spurð segist Freyja skynja stuðning meðal al­mennings við bar­áttu og verk­falls­að­gerðir, meðal annars hjá þeim sem að­gerðirnar bitni á. Aðgerðir BSRB munu ná til tíu sveitarfélaga ef af verður.

„Meira að segja fólk sem að­gerðirnar bitna á eins og for­eldra leik- og grunn­skóla­barna er skilnings­ríkt og vill ekki að fóll­kinu sem sinnir börnum þeirra sé mis­munað svona.“

Verk­föll hefjast að ó­breyttu hjá starfs­fólki BSRB á leik­skólum og grunn­skólum þann 15. maí næst­komandi. Fara starfs­menn leik­skóla í Kópa­vogi, Garða­bæ og Mos­fells­bæ í verk­fall ef af verður auk starfs­fólks í grunn­skólum Kópa­vogs, Sel­tjarnar­ness og Mos­fells­bæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×